Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 15:40 Íbúar Reykjanesbæjar munu ekki verða vitni að sýningu Fornbílaklúbbsins þetta árið. Vísir/Valgarður Fornbílaklúbbur Íslands er ekki sáttur við ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ólafs Helga Kjartanssonar, að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ sem haldinn verður 2. september næstkomandi. Stjórn Fornbílaklúbbsins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að ákvörðun lögreglustjórans sé óskiljanleg, þá sérstaklega í ljósi þess að hátíðarakstur bifhjóla hafi ekki verið blásinn af. Þá er gagnrýnt að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í samráði við klúbbinn, stjórn hans eða aðra klúbba Segja þeir ákvörðunina vera illa rökstudda og gagnrýna að þeim hafi ekki borist neinar skýringar. Hefur klúbburinn ákveðið að aflýsa ráðgerðum akstri og sýningu fornbílanna. Þá hvetur klúbburinn alla eigendur fornbíla um að sniðganga hátíðina nema að lögreglustjórinn endurskoði ákvörðun sína. Ef ákvörðunin verður ekki endurskoðuð mun þátttöku klúbbsins verða endanlega lokið um nána framtíð. Fréttastofa sendi fyrirspurn á Ólaf Helga vegna málsins. Segir hann ákvörðunina hafa verið tekna út frá öryggissjónarmiðum enda séu þau ávallt höfð í fyrirrúmi. Ekki sé verið að beina þessu að einstaka félögum eða hópi manna. „Öryggi almennings er haft að leiðarljósi í þessum efnum sem öðrum,“ segir í skriflegu svari Ólafs. Menning Samgöngur Ljósanótt Reykjanesbær Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Fornbílaklúbbur Íslands er ekki sáttur við ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ólafs Helga Kjartanssonar, að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ sem haldinn verður 2. september næstkomandi. Stjórn Fornbílaklúbbsins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að ákvörðun lögreglustjórans sé óskiljanleg, þá sérstaklega í ljósi þess að hátíðarakstur bifhjóla hafi ekki verið blásinn af. Þá er gagnrýnt að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í samráði við klúbbinn, stjórn hans eða aðra klúbba Segja þeir ákvörðunina vera illa rökstudda og gagnrýna að þeim hafi ekki borist neinar skýringar. Hefur klúbburinn ákveðið að aflýsa ráðgerðum akstri og sýningu fornbílanna. Þá hvetur klúbburinn alla eigendur fornbíla um að sniðganga hátíðina nema að lögreglustjórinn endurskoði ákvörðun sína. Ef ákvörðunin verður ekki endurskoðuð mun þátttöku klúbbsins verða endanlega lokið um nána framtíð. Fréttastofa sendi fyrirspurn á Ólaf Helga vegna málsins. Segir hann ákvörðunina hafa verið tekna út frá öryggissjónarmiðum enda séu þau ávallt höfð í fyrirrúmi. Ekki sé verið að beina þessu að einstaka félögum eða hópi manna. „Öryggi almennings er haft að leiðarljósi í þessum efnum sem öðrum,“ segir í skriflegu svari Ólafs.
Menning Samgöngur Ljósanótt Reykjanesbær Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira