Lét reiði sína í ljós með því að búa til stólafjall Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 13:40 Ingvar Högni, starfsmaður Café París, náði myndum af stólahrúgunni. Það hlýtur að hafa verið gífurlegt þolinmæðisverk að raða stólunum upp þannig að fjallið héldi. Ingvar Högni Ragnarsson Það var sérstök sjón sem mætti starfsmanni Café París við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Búið var að safna saman öllum útistólum kaffihússins og setja saman í eina stóra stólahrúgu fyrir utan skemmtistaðinn Shooters, við hliðina á kaffihúsinu. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri Café París, segir í samtali við Vísi að maður í annarlegu ástandi beri ábyrgð á atvikinu.„Þetta var einhver maður sem var ósáttur við Shooters hérna við hliðina á og hann gisti fangageymslu lögreglu,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Aðalsteinn segir að stólarnir hafi verið læstir með keðjum en manninum hafi á einhvern hátt tekist að losa þá. „Hann var í einhverju annarlegu ástandi. Stólarnir eru læstir en hann náði einhvern veginn að vöðla þeim öllum saman, ég veit ekki alveg hvernig. Þetta gerðist bara í nótt,“segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segir að maðurinn hafi ekki látið þar við sitja heldur hafi hann einnig náð að festa hjól við stólafjallið. „Það var eitt hjól þarna og hann var búinn að troða löppunum í gegnum pinnana þar,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segist ekki taka þessu máli alvarlega; maðurinn hafi fært stóla og því hafi þeir bara fært þá til baka. Engir eftirmálar verði af atvikinu enda hafi enginn stóll eyðilagst. Hann segir þó að atvikið hafi leitt til þess að þeir muni líklega kaupa sterkari keðjur til að festa stólana þannig að framtíðar stólaverkfræðingar fari ekki að taka upp á þessu í bríaríi. Lögreglumál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Það var sérstök sjón sem mætti starfsmanni Café París við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Búið var að safna saman öllum útistólum kaffihússins og setja saman í eina stóra stólahrúgu fyrir utan skemmtistaðinn Shooters, við hliðina á kaffihúsinu. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri Café París, segir í samtali við Vísi að maður í annarlegu ástandi beri ábyrgð á atvikinu.„Þetta var einhver maður sem var ósáttur við Shooters hérna við hliðina á og hann gisti fangageymslu lögreglu,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Aðalsteinn segir að stólarnir hafi verið læstir með keðjum en manninum hafi á einhvern hátt tekist að losa þá. „Hann var í einhverju annarlegu ástandi. Stólarnir eru læstir en hann náði einhvern veginn að vöðla þeim öllum saman, ég veit ekki alveg hvernig. Þetta gerðist bara í nótt,“segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segir að maðurinn hafi ekki látið þar við sitja heldur hafi hann einnig náð að festa hjól við stólafjallið. „Það var eitt hjól þarna og hann var búinn að troða löppunum í gegnum pinnana þar,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segist ekki taka þessu máli alvarlega; maðurinn hafi fært stóla og því hafi þeir bara fært þá til baka. Engir eftirmálar verði af atvikinu enda hafi enginn stóll eyðilagst. Hann segir þó að atvikið hafi leitt til þess að þeir muni líklega kaupa sterkari keðjur til að festa stólana þannig að framtíðar stólaverkfræðingar fari ekki að taka upp á þessu í bríaríi.
Lögreglumál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira