Martin: Ég held að við séum með töluvert betra lið en síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 10:30 Martin Hermannsson verður í enn stærra hlutverki með íslenska landsliðinu í Helsinki en fyrir tveimur árum. Framundan er fyrsti leikurinn á móti Grikkjum í dag. „Ég er mjög spenntur og á seinustu tveimur árum eru mínútur mínar í leikjunum alltaf að verða fleiri og fleiri. Ég nýtti fyrsta árið mitt í atvinnumennsku mjög vel í að þroskast sem leikmaður og verða yfirvegaðri. Ég er mjög spenntur að fá stærra hlutvek og tel mig tilbúinn í það," sagði Martin í samtali við Arnar Björnsson. Þú ert búinn að bæta þig á öllum sviðum en er það einhver þáttur sem þú hefur ekki bætt þig? „Það er alltaf hægt að bæta sig og maður getur alltaf orðið betri á öllum sviðum leiksins. Það er alltaf hægt að bæta sig varnarlega. Ég legg mesta áherslu á að bæta varnarleikinn á hverri æfingu“. En þú ert nú skruggugóður varnarmaður samt? „Já ég er fljótur á fótunum en á móti þessum stóru gaurum þarf maður að finna einhverja aðra aðferð til þess að verjast en maður lifir og lærir," sagði Martin Martin var spurður um samanburðinn á liðinu núna og fyrir tveimur árum í Berlín. „Ég tel að það hafi verið erfiðara að velja liðið núna. Með komu Tryggva þá breytist leikur okkar aðeins. Við þurfum að laga leik okkar að honum og hann að aðlagast okkur hinum. Ég held að við séum með töluvert betra lið en síðast. Við finnum það allir, pressan er meiri núna að vinna leik og vonandi tekst það," sagði Martin Er það þess virði að standa í þessu, bíða á hóteli eftir því að flautað verði til leiks? „Þetta er bara orðinn partur af manni. Ég er búinn að gera þetta í svo mörg ár og kann ekki við að vera ekki í jogging galla og á inniskóm. Jú þetta venst vel og spennan og fiðringurinn eykst með hverri mínútunni. Áður en maður veit af er þetta bara búið. Maður má ekki gleyma sér og verður að njóta þess að vera með strákunum. Svo sér maður þá ekki fyrr en eftir eitt ár," sagði Martin Er hægt að fara að sofa í kvöld, verður menn ekki bara yfirspenntir? „Jú það verður allavega góður fiðringur í kvöld en maður þarf að læra að höndla hann. Sérstaklega eftir að hafa gert þetta áður að þá er það aðeins auðveldara. Það var rosalega erfitt seinast að fara að sofa því maður var allur uppspenntur og titrandi fyrir leikina. Núna er þetta aðeins rólegra og maður veit hvað maður er að fara útí. Það hjálpar," sagði Martin að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Martin Hermannsson verður í enn stærra hlutverki með íslenska landsliðinu í Helsinki en fyrir tveimur árum. Framundan er fyrsti leikurinn á móti Grikkjum í dag. „Ég er mjög spenntur og á seinustu tveimur árum eru mínútur mínar í leikjunum alltaf að verða fleiri og fleiri. Ég nýtti fyrsta árið mitt í atvinnumennsku mjög vel í að þroskast sem leikmaður og verða yfirvegaðri. Ég er mjög spenntur að fá stærra hlutvek og tel mig tilbúinn í það," sagði Martin í samtali við Arnar Björnsson. Þú ert búinn að bæta þig á öllum sviðum en er það einhver þáttur sem þú hefur ekki bætt þig? „Það er alltaf hægt að bæta sig og maður getur alltaf orðið betri á öllum sviðum leiksins. Það er alltaf hægt að bæta sig varnarlega. Ég legg mesta áherslu á að bæta varnarleikinn á hverri æfingu“. En þú ert nú skruggugóður varnarmaður samt? „Já ég er fljótur á fótunum en á móti þessum stóru gaurum þarf maður að finna einhverja aðra aðferð til þess að verjast en maður lifir og lærir," sagði Martin Martin var spurður um samanburðinn á liðinu núna og fyrir tveimur árum í Berlín. „Ég tel að það hafi verið erfiðara að velja liðið núna. Með komu Tryggva þá breytist leikur okkar aðeins. Við þurfum að laga leik okkar að honum og hann að aðlagast okkur hinum. Ég held að við séum með töluvert betra lið en síðast. Við finnum það allir, pressan er meiri núna að vinna leik og vonandi tekst það," sagði Martin Er það þess virði að standa í þessu, bíða á hóteli eftir því að flautað verði til leiks? „Þetta er bara orðinn partur af manni. Ég er búinn að gera þetta í svo mörg ár og kann ekki við að vera ekki í jogging galla og á inniskóm. Jú þetta venst vel og spennan og fiðringurinn eykst með hverri mínútunni. Áður en maður veit af er þetta bara búið. Maður má ekki gleyma sér og verður að njóta þess að vera með strákunum. Svo sér maður þá ekki fyrr en eftir eitt ár," sagði Martin Er hægt að fara að sofa í kvöld, verður menn ekki bara yfirspenntir? „Jú það verður allavega góður fiðringur í kvöld en maður þarf að læra að höndla hann. Sérstaklega eftir að hafa gert þetta áður að þá er það aðeins auðveldara. Það var rosalega erfitt seinast að fara að sofa því maður var allur uppspenntur og titrandi fyrir leikina. Núna er þetta aðeins rólegra og maður veit hvað maður er að fara útí. Það hjálpar," sagði Martin að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira