Hlynur: Ég verð stoltur af þessu sama hvað gerist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 09:00 „Mér finnst svona hótellíf vera ágætt. Að vera með strákunum að gera eitthvað en auðvitað er kominn spenningur“, segir fyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Arnar Björnsson er framundan er fyrsti leikur íslenska körfuboltalandsliðsins á EM í Helsinki. En er ekki hundleiðinlegt að þurfa að bíða eftir því að mótið hefjist? „Sá hluti er kannski ekki skemmtilegur en við reynum að gera okkur til dundurs inná milli þannig að okkur leiðist ekkert,“ sagði Hlynur. Hvað er hægt að gera gegn þessu geysisterka gríska liði? „Vonandi eitthvað, þeir eru gríðarlega sterkir. Þetta er risaverkefni, það er ekki hægt að neita því. En þetta eru manneskjur eins og ég og þú sem gera sín mistök og við erum búnir að skoða þá svolítið. Þeir gera feila eins og við hinir en vonandi getum við nýtt okkur en við vitum að við þurfum að eiga rosa góðan leik,“ sagði Hlynur. Hversu góðan? „Ef við ætlum að vinna Grikki þurfum við að eiga besta landsleik sem Ísland hefur spilað að minnsta kosti á mínum tíma,“ sagði Hlynur. Hlynur var með í Berlín fyrir tveimur árum og hefur því samanburðinn. „Allt í kringum þetta er svolítið svipað en aðeins stærra í Berlín. Við mætum til leiks sem litla liðið,“ sagði Hlynur. „Þetta er mjög sterkur riðill með mörgum sterkum leikmönnum. Munurinn hjá okkur er sá að við erum aðeins rólegri og ekki eins yfirspenntir. Ég man eftir fyrsta leiknum í Berlín þá var maður kannski svolítið yfirspenntur og maður réð ekki alveg við sig. Flestir okkar eru ekki að spila í þessu umhverfi. Jón Arnór hafði kynnst þessari umgjörð. Ég vona að við séum aðeins rólegri en mótið sjálft virðist nokkuð svipað. Vel að öllu staðið,“ sagði Hlynur. Þetta er reynsla sem gleymist líklega seint? „Sama hvernig fer ég verð stoltur af þessu alveg sama hvað gerist. Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum í Berlín þá er það samt einn af hápunktum á mínum ferli eins furðulega og það hljómar. Að fara með fimm tapleiki út úr þeirri keppni þá leið mér betur en eftir marga sigurleiki,“ sagði Hlynur að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira
„Mér finnst svona hótellíf vera ágætt. Að vera með strákunum að gera eitthvað en auðvitað er kominn spenningur“, segir fyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Arnar Björnsson er framundan er fyrsti leikur íslenska körfuboltalandsliðsins á EM í Helsinki. En er ekki hundleiðinlegt að þurfa að bíða eftir því að mótið hefjist? „Sá hluti er kannski ekki skemmtilegur en við reynum að gera okkur til dundurs inná milli þannig að okkur leiðist ekkert,“ sagði Hlynur. Hvað er hægt að gera gegn þessu geysisterka gríska liði? „Vonandi eitthvað, þeir eru gríðarlega sterkir. Þetta er risaverkefni, það er ekki hægt að neita því. En þetta eru manneskjur eins og ég og þú sem gera sín mistök og við erum búnir að skoða þá svolítið. Þeir gera feila eins og við hinir en vonandi getum við nýtt okkur en við vitum að við þurfum að eiga rosa góðan leik,“ sagði Hlynur. Hversu góðan? „Ef við ætlum að vinna Grikki þurfum við að eiga besta landsleik sem Ísland hefur spilað að minnsta kosti á mínum tíma,“ sagði Hlynur. Hlynur var með í Berlín fyrir tveimur árum og hefur því samanburðinn. „Allt í kringum þetta er svolítið svipað en aðeins stærra í Berlín. Við mætum til leiks sem litla liðið,“ sagði Hlynur. „Þetta er mjög sterkur riðill með mörgum sterkum leikmönnum. Munurinn hjá okkur er sá að við erum aðeins rólegri og ekki eins yfirspenntir. Ég man eftir fyrsta leiknum í Berlín þá var maður kannski svolítið yfirspenntur og maður réð ekki alveg við sig. Flestir okkar eru ekki að spila í þessu umhverfi. Jón Arnór hafði kynnst þessari umgjörð. Ég vona að við séum aðeins rólegri en mótið sjálft virðist nokkuð svipað. Vel að öllu staðið,“ sagði Hlynur. Þetta er reynsla sem gleymist líklega seint? „Sama hvernig fer ég verð stoltur af þessu alveg sama hvað gerist. Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum í Berlín þá er það samt einn af hápunktum á mínum ferli eins furðulega og það hljómar. Að fara með fimm tapleiki út úr þeirri keppni þá leið mér betur en eftir marga sigurleiki,“ sagði Hlynur að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira