Logi: Maður æfir alla ævi fyrir þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 08:45 Logi Gunnarsson, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands á Eurobasket í ár er klár í fyrsta leikinn á móti Grikkjum í dag. „Við áttum góða æfingu í morgun þar sem við fórum yfir ákveðna hluti sem við ætlum að gera gegn Grikkjunum. Svo erum við aftur á æfingu í kvöld þar sem við förum í skot og líka smá taktík en við erum vel undirbúnir," sagði reynsluboltinn Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. Grikkir eru tvöfaldir Evrópumeistarar og lið sem oftast langt í Evrópukeppninni. Er hægt að vinna þetta gríska lið? „Já við viljum meina það. Eins og við höfum alltaf gert og gerðum á síðasta móti þurfum við að vera ákveðnir og spila kröftugan bolta því að þá er allt mögulegt. Við trúum því að við getum unnið þessar þjóðir sem við erum að mæta,“ sagði Logi. Hver er munurinn á þessu Evrópumóti og fyrir tveimur árum í Berlín? „Við höldum þessari sömu taktík, þessari ákefð í vörninni og erum að tvöfalda mikið eins og við höfum verið að gera á þessar stærri þjóðir. Þeir eru ekki vanir því eru vanari því að vera að spila á móti leikmönnum sem eru jafn stórir. Við höldum þeirri taktík áfram og erum með pressu á boltann og látum mótherjana finna svolítið fyrir því. Þeim finnst óþægilegt að vera með boltann og marga leikmenn í kringum sig. Það er svona okkar taktík,“ sagði Logi. Logi er sammála því að andlegi þátturinn sé öðruvísi núna en hann var fyrir tveimur árum? „Já ég held það. Auðvitað að þegar maður er búinn að gera eitthvað einu sinni þá er það öðruvísi að gera það í annað skiptið. Það er meiri ró yfir okkur og ekki eins mikil spenna. Maður er búinn að spila við þessar stjörnur einu sinni. Þó maður verði að halda í þessa spennu og ákefð og vera spenntur fyrir verkefninu þá er ákveðin ró yfir okkur miðað við að vera að gera þetta í fyrsta skiptið“. Er þetta gaman? „Þetta er náttúrulega það skemmtilegasta sem þú gerir og maður æfir alla ævi fyrir þetta,“ sagði Logi að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Logi Gunnarsson, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands á Eurobasket í ár er klár í fyrsta leikinn á móti Grikkjum í dag. „Við áttum góða æfingu í morgun þar sem við fórum yfir ákveðna hluti sem við ætlum að gera gegn Grikkjunum. Svo erum við aftur á æfingu í kvöld þar sem við förum í skot og líka smá taktík en við erum vel undirbúnir," sagði reynsluboltinn Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. Grikkir eru tvöfaldir Evrópumeistarar og lið sem oftast langt í Evrópukeppninni. Er hægt að vinna þetta gríska lið? „Já við viljum meina það. Eins og við höfum alltaf gert og gerðum á síðasta móti þurfum við að vera ákveðnir og spila kröftugan bolta því að þá er allt mögulegt. Við trúum því að við getum unnið þessar þjóðir sem við erum að mæta,“ sagði Logi. Hver er munurinn á þessu Evrópumóti og fyrir tveimur árum í Berlín? „Við höldum þessari sömu taktík, þessari ákefð í vörninni og erum að tvöfalda mikið eins og við höfum verið að gera á þessar stærri þjóðir. Þeir eru ekki vanir því eru vanari því að vera að spila á móti leikmönnum sem eru jafn stórir. Við höldum þeirri taktík áfram og erum með pressu á boltann og látum mótherjana finna svolítið fyrir því. Þeim finnst óþægilegt að vera með boltann og marga leikmenn í kringum sig. Það er svona okkar taktík,“ sagði Logi. Logi er sammála því að andlegi þátturinn sé öðruvísi núna en hann var fyrir tveimur árum? „Já ég held það. Auðvitað að þegar maður er búinn að gera eitthvað einu sinni þá er það öðruvísi að gera það í annað skiptið. Það er meiri ró yfir okkur og ekki eins mikil spenna. Maður er búinn að spila við þessar stjörnur einu sinni. Þó maður verði að halda í þessa spennu og ákefð og vera spenntur fyrir verkefninu þá er ákveðin ró yfir okkur miðað við að vera að gera þetta í fyrsta skiptið“. Er þetta gaman? „Þetta er náttúrulega það skemmtilegasta sem þú gerir og maður æfir alla ævi fyrir þetta,“ sagði Logi að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira