Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 20:41 Mikið af gervifréttum var dreift á Facebook í aðdraganda kosninganna vestanhafs í fyrra. Einhverjar þeirra virðast hafa átt uppruna sinn að rekja til Rússlands. Vísir/AFP Rússnesk fyrirtæki sem er þekkt fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml keypti auglýsingar á Facebook fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá þessu í dag. Washington Post segir að Facebook hafi komist að því að fyrirtækið seldi rússneska fyrirtækinu þúsundir auglýsinga sem beindust að bandarískum kjósendum fyrir 100.000 dollara í aðdraganda kosninganna. Nokkrar auglýsinganna eru sagðar hafa vísað beint til frambjóðendanna Donalds Trump og Hillary Clinton en flestar hafi beinst að umdeildum málefnum eins og byssueign, innflytjendamálum, réttindum samkynhneigðra og kynþáttamismunun. Innri rannsakendur Facebook fundu 470 grunsamlega og líklega falska reikninga og síður sem þeir telja að sé stjórnað frá Rússlandi, hafi tengsl við rússneska fyrirtækið og eigi þátt í auglýsingunum.Rannsóknarefni hvernig Rússarnir vissu að hverjum þeir áttu að beina auglýsingumBandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins kannar nú meðal annars hvort að þeir hafi átt í samráði við framboð Trump. Uppljóstranirnar um Facebook-auglýsingarnar eru sagðar vekja upp spurningar um hvaðan Rússarnir höfðu upplýsingar til að sérsníða þær að tilteknum notendum og hvort að bandarískir aðilar hafi komið þar að. „Ég skil að rússneska leyniþjónustan hafi náð að finna út úr því hvernig hún gæti nýtt sér botta. Hvort að hún hafi getað kunnað hvernig hún gat beint athygli sinni að ríkjum og hópum kjósenda sem demókratar kunnu ekki einu sinni vekur virkilega upp spurningar. Ég tel að það sé vert rannsóknarefni,“ segir Mark Warner, oddviti demókrata í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Facebook hefur sætt gagnrýni í kjölfar kosninganna þar sem að miklu magni gervifrétta var deilt á samfélagsmiðlinum. Hefur fyrirtækið reynt að bregðast við þeirri gagnrýni síðan með því að merkja heimildir sem það telur ótrúverðugar. Donald Trump Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Sjá meira
Rússnesk fyrirtæki sem er þekkt fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml keypti auglýsingar á Facebook fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá þessu í dag. Washington Post segir að Facebook hafi komist að því að fyrirtækið seldi rússneska fyrirtækinu þúsundir auglýsinga sem beindust að bandarískum kjósendum fyrir 100.000 dollara í aðdraganda kosninganna. Nokkrar auglýsinganna eru sagðar hafa vísað beint til frambjóðendanna Donalds Trump og Hillary Clinton en flestar hafi beinst að umdeildum málefnum eins og byssueign, innflytjendamálum, réttindum samkynhneigðra og kynþáttamismunun. Innri rannsakendur Facebook fundu 470 grunsamlega og líklega falska reikninga og síður sem þeir telja að sé stjórnað frá Rússlandi, hafi tengsl við rússneska fyrirtækið og eigi þátt í auglýsingunum.Rannsóknarefni hvernig Rússarnir vissu að hverjum þeir áttu að beina auglýsingumBandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins kannar nú meðal annars hvort að þeir hafi átt í samráði við framboð Trump. Uppljóstranirnar um Facebook-auglýsingarnar eru sagðar vekja upp spurningar um hvaðan Rússarnir höfðu upplýsingar til að sérsníða þær að tilteknum notendum og hvort að bandarískir aðilar hafi komið þar að. „Ég skil að rússneska leyniþjónustan hafi náð að finna út úr því hvernig hún gæti nýtt sér botta. Hvort að hún hafi getað kunnað hvernig hún gat beint athygli sinni að ríkjum og hópum kjósenda sem demókratar kunnu ekki einu sinni vekur virkilega upp spurningar. Ég tel að það sé vert rannsóknarefni,“ segir Mark Warner, oddviti demókrata í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Facebook hefur sætt gagnrýni í kjölfar kosninganna þar sem að miklu magni gervifrétta var deilt á samfélagsmiðlinum. Hefur fyrirtækið reynt að bregðast við þeirri gagnrýni síðan með því að merkja heimildir sem það telur ótrúverðugar.
Donald Trump Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Sjá meira