Finnur: Þeir fundu lausnir allan tímann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 13:53 Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, var almennt ánægður með frammistöðu Íslands gegn Slóvenum á Evrópumótinu í körfubolta í dag, en sagði varnarleikinn vera helsta vandamál liðsins. Arnar Björnsson ræddi við Finn eftir leikinn. „Mér fannst við koma ágætlega út sóknarlega, náðum að setja saman fínar fléttur og fá körfurnar, en á sama tíma þá er varnarleikurinn ekki nógu góður.“ „Slóvenía náði að finna lausnir allan tímann. Þegar það fór að hiksta hjá okkur sóknarlega og þeir héldu áfram að gera sitt sóknarlega þá náttúrulega jókst munurinn og þeir fóru að fá hraðaupphlaup og skora í kjölfarið, þannig að á meðan við náum ekki að stoppa þá og treysta á vörnina okkar þá verður þetta alltaf mjög erfitt,“ sagði Finnur. Íslendingar voru sterkir framan af í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta, en leikurinn tapaðist að lokum 75-102. „Við erum minni og við þurfum að taka áhættu hér og þar. Þeir eru bara með það mikla hæfileika og það mikinn líkamlegan styrk í mörgum stöðum að við þurfum nánast að spila óaðfinnanlega til þess að ná að loka hlutunum. Sérstaklega í lokinn þegar Dragic stígur upp og byrjar að stýra showinu, nær að vera klókur og næla sér í villur og koma sér á vítalínuna og byggja upp muninn, þá var þetta strax erfitt.“ „Ég var ánægðastur með strákana sem komu af bekknum og náðu að rífa þetta upp. Frammistaða Elvars var mjög flott, mér fannst Tryggvi koma inn og líma vörnina saman. Við héldum áfram út allan leikinn. Við náum að skapa okkur skot og skapa okkur færi. Haukur, Hlynur og Martin allir að gera vel, sérstaklega sóknarlega, en þetta kemur allt til baka ef við náum ekki að finna leiðir til að verjast þessum liðum, þá verðum við alltaf í bölvuðu basli,“ sagði Finnur að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, var almennt ánægður með frammistöðu Íslands gegn Slóvenum á Evrópumótinu í körfubolta í dag, en sagði varnarleikinn vera helsta vandamál liðsins. Arnar Björnsson ræddi við Finn eftir leikinn. „Mér fannst við koma ágætlega út sóknarlega, náðum að setja saman fínar fléttur og fá körfurnar, en á sama tíma þá er varnarleikurinn ekki nógu góður.“ „Slóvenía náði að finna lausnir allan tímann. Þegar það fór að hiksta hjá okkur sóknarlega og þeir héldu áfram að gera sitt sóknarlega þá náttúrulega jókst munurinn og þeir fóru að fá hraðaupphlaup og skora í kjölfarið, þannig að á meðan við náum ekki að stoppa þá og treysta á vörnina okkar þá verður þetta alltaf mjög erfitt,“ sagði Finnur. Íslendingar voru sterkir framan af í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta, en leikurinn tapaðist að lokum 75-102. „Við erum minni og við þurfum að taka áhættu hér og þar. Þeir eru bara með það mikla hæfileika og það mikinn líkamlegan styrk í mörgum stöðum að við þurfum nánast að spila óaðfinnanlega til þess að ná að loka hlutunum. Sérstaklega í lokinn þegar Dragic stígur upp og byrjar að stýra showinu, nær að vera klókur og næla sér í villur og koma sér á vítalínuna og byggja upp muninn, þá var þetta strax erfitt.“ „Ég var ánægðastur með strákana sem komu af bekknum og náðu að rífa þetta upp. Frammistaða Elvars var mjög flott, mér fannst Tryggvi koma inn og líma vörnina saman. Við héldum áfram út allan leikinn. Við náum að skapa okkur skot og skapa okkur færi. Haukur, Hlynur og Martin allir að gera vel, sérstaklega sóknarlega, en þetta kemur allt til baka ef við náum ekki að finna leiðir til að verjast þessum liðum, þá verðum við alltaf í bölvuðu basli,“ sagði Finnur að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15