Finnur: Þeir fundu lausnir allan tímann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 13:53 Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, var almennt ánægður með frammistöðu Íslands gegn Slóvenum á Evrópumótinu í körfubolta í dag, en sagði varnarleikinn vera helsta vandamál liðsins. Arnar Björnsson ræddi við Finn eftir leikinn. „Mér fannst við koma ágætlega út sóknarlega, náðum að setja saman fínar fléttur og fá körfurnar, en á sama tíma þá er varnarleikurinn ekki nógu góður.“ „Slóvenía náði að finna lausnir allan tímann. Þegar það fór að hiksta hjá okkur sóknarlega og þeir héldu áfram að gera sitt sóknarlega þá náttúrulega jókst munurinn og þeir fóru að fá hraðaupphlaup og skora í kjölfarið, þannig að á meðan við náum ekki að stoppa þá og treysta á vörnina okkar þá verður þetta alltaf mjög erfitt,“ sagði Finnur. Íslendingar voru sterkir framan af í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta, en leikurinn tapaðist að lokum 75-102. „Við erum minni og við þurfum að taka áhættu hér og þar. Þeir eru bara með það mikla hæfileika og það mikinn líkamlegan styrk í mörgum stöðum að við þurfum nánast að spila óaðfinnanlega til þess að ná að loka hlutunum. Sérstaklega í lokinn þegar Dragic stígur upp og byrjar að stýra showinu, nær að vera klókur og næla sér í villur og koma sér á vítalínuna og byggja upp muninn, þá var þetta strax erfitt.“ „Ég var ánægðastur með strákana sem komu af bekknum og náðu að rífa þetta upp. Frammistaða Elvars var mjög flott, mér fannst Tryggvi koma inn og líma vörnina saman. Við héldum áfram út allan leikinn. Við náum að skapa okkur skot og skapa okkur færi. Haukur, Hlynur og Martin allir að gera vel, sérstaklega sóknarlega, en þetta kemur allt til baka ef við náum ekki að finna leiðir til að verjast þessum liðum, þá verðum við alltaf í bölvuðu basli,“ sagði Finnur að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, var almennt ánægður með frammistöðu Íslands gegn Slóvenum á Evrópumótinu í körfubolta í dag, en sagði varnarleikinn vera helsta vandamál liðsins. Arnar Björnsson ræddi við Finn eftir leikinn. „Mér fannst við koma ágætlega út sóknarlega, náðum að setja saman fínar fléttur og fá körfurnar, en á sama tíma þá er varnarleikurinn ekki nógu góður.“ „Slóvenía náði að finna lausnir allan tímann. Þegar það fór að hiksta hjá okkur sóknarlega og þeir héldu áfram að gera sitt sóknarlega þá náttúrulega jókst munurinn og þeir fóru að fá hraðaupphlaup og skora í kjölfarið, þannig að á meðan við náum ekki að stoppa þá og treysta á vörnina okkar þá verður þetta alltaf mjög erfitt,“ sagði Finnur. Íslendingar voru sterkir framan af í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta, en leikurinn tapaðist að lokum 75-102. „Við erum minni og við þurfum að taka áhættu hér og þar. Þeir eru bara með það mikla hæfileika og það mikinn líkamlegan styrk í mörgum stöðum að við þurfum nánast að spila óaðfinnanlega til þess að ná að loka hlutunum. Sérstaklega í lokinn þegar Dragic stígur upp og byrjar að stýra showinu, nær að vera klókur og næla sér í villur og koma sér á vítalínuna og byggja upp muninn, þá var þetta strax erfitt.“ „Ég var ánægðastur með strákana sem komu af bekknum og náðu að rífa þetta upp. Frammistaða Elvars var mjög flott, mér fannst Tryggvi koma inn og líma vörnina saman. Við héldum áfram út allan leikinn. Við náum að skapa okkur skot og skapa okkur færi. Haukur, Hlynur og Martin allir að gera vel, sérstaklega sóknarlega, en þetta kemur allt til baka ef við náum ekki að finna leiðir til að verjast þessum liðum, þá verðum við alltaf í bölvuðu basli,“ sagði Finnur að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15