Króatar og Rússar áfram með fullt hús stiga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2017 16:47 Bojan Bogdanovic hefur skorað yfir 20 stig í öllum þremur leikjum Króata á EM. vísir/epa Fjórum leikjum er lokið á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Bojan Bogdanovic, leikmaður Indiana Pacers, leiddi Króata til sigurs á Svartfellingum, 72-76, í C-riðli. Króatar eru með sex stig á toppi riðilsins en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína. Bogdanovic skoraði 23 stig og tók sex fráköst. Hann er meðal stigahæstu manna mótsins með 22,3 stig að meðaltali í leik. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, skoraði 14 stig fyrir Króatíu sem leiddi allan leikinn og komst m.a. í 0-10 í upphafi leiks. Tyrese Rice var stigahæstur hjá Svartfjallalandi með 22 stig. Liðið er með fjögur stig í 3. sæti C-riðils. Adam Hanga átti stórleik þegar Ungverjar báru sigurorð af Tékkum, 85-73, í C-riðli. Þetta var fyrsti sigur Ungverjalands á EM. Hanga skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar í ungverska liðinu. Hann hitti úr 10 af 16 skotum sínum. Tomas Satoransky og Lukas Palyza skoruðu 18 stig hvor fyrir Tékkland sem er með fjögur stig í 5. sæti C-riðils.Aleksei Shved var öflugur í sigri Rússa á Belgum.vísir/epaRússar eru áfram með fullt hús stiga í D-riðli eftir 67-76 sigur á Belgum í dag. Aleksei Shved fór fyrir Rússum með 20 stigum, sex fráköstum og sex stoðsendingum. Timofey Mozgov skoraði 12 stig. Rússland er með sex stig á toppi riðilsins eftir þrjá sigra í jafn mörgum leikjum. Maxime De Zeeuw skoraði 15 stig fyrir Belga sem eru í 3. sæti riðilsins með fjögur stig eftir einn sigur og tvö töp. Kristpas Porzingis, leikmaður New York Knicks, sýndi hvers hann er megnugur þegar Lettland vann fimm stiga sigur á Bretlandi, 97-92, í D-riðli. Porzingis skoraði 28 stig og tók átta fráköst fyrir Letta sem eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Porzingis hitti úr 11 af 17 skotum sínum í leiknum. Gabe Olaseni skoraði 23 stig og tók 10 fráköst fyrir breska liðið sem er enn án stiga í D-riðli. Í kvöld mætast svo Spánverjar og Rúmenar í C-riðli og Serbar og Tyrkir í D-riðli. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Fjórum leikjum er lokið á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Bojan Bogdanovic, leikmaður Indiana Pacers, leiddi Króata til sigurs á Svartfellingum, 72-76, í C-riðli. Króatar eru með sex stig á toppi riðilsins en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína. Bogdanovic skoraði 23 stig og tók sex fráköst. Hann er meðal stigahæstu manna mótsins með 22,3 stig að meðaltali í leik. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, skoraði 14 stig fyrir Króatíu sem leiddi allan leikinn og komst m.a. í 0-10 í upphafi leiks. Tyrese Rice var stigahæstur hjá Svartfjallalandi með 22 stig. Liðið er með fjögur stig í 3. sæti C-riðils. Adam Hanga átti stórleik þegar Ungverjar báru sigurorð af Tékkum, 85-73, í C-riðli. Þetta var fyrsti sigur Ungverjalands á EM. Hanga skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar í ungverska liðinu. Hann hitti úr 10 af 16 skotum sínum. Tomas Satoransky og Lukas Palyza skoruðu 18 stig hvor fyrir Tékkland sem er með fjögur stig í 5. sæti C-riðils.Aleksei Shved var öflugur í sigri Rússa á Belgum.vísir/epaRússar eru áfram með fullt hús stiga í D-riðli eftir 67-76 sigur á Belgum í dag. Aleksei Shved fór fyrir Rússum með 20 stigum, sex fráköstum og sex stoðsendingum. Timofey Mozgov skoraði 12 stig. Rússland er með sex stig á toppi riðilsins eftir þrjá sigra í jafn mörgum leikjum. Maxime De Zeeuw skoraði 15 stig fyrir Belga sem eru í 3. sæti riðilsins með fjögur stig eftir einn sigur og tvö töp. Kristpas Porzingis, leikmaður New York Knicks, sýndi hvers hann er megnugur þegar Lettland vann fimm stiga sigur á Bretlandi, 97-92, í D-riðli. Porzingis skoraði 28 stig og tók átta fráköst fyrir Letta sem eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Porzingis hitti úr 11 af 17 skotum sínum í leiknum. Gabe Olaseni skoraði 23 stig og tók 10 fráköst fyrir breska liðið sem er enn án stiga í D-riðli. Í kvöld mætast svo Spánverjar og Rúmenar í C-riðli og Serbar og Tyrkir í D-riðli.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira