Gekk berserksgang í Skeifunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. september 2017 07:51 Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni um helgina. Vísir/Eyþór 70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru allar fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fullar aðra nóttina í röð. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni tilkynning um aðila sem var að ganga berserksgang í Skeifunni, bæði á veitingastað og í verslunum. Skemmdir voru á veitingastaðnum og er hann einnig grunaður um þjófnað í einni versluninni. Maðurinn gistir fangageymslu og verður yfirheyrður seinna í dag. Rétt eftir miðnætti var aðili handtekinn í Kvosinni. Hafði hann látið skap sitt bitna á ökutækjum, húsum og örðum munum sem urðu á vegi hans. Hann gistir fangageymslu og verður málið afgreitt með sekt, samkvæmt dagbók lögreglu. Þrisvar var leitað eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Klukkan þrjú var tilkynnt um heimilisofbeldi í Mosfellsbæ. Einn aðili gistir fangageymslur vegna málsins og var félagsþjónusta kölluð til. Klukkan 03:42 var aðili handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi og fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Málið er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild. Klukkan 04:44 var tilkynnt um heimilisofbeldi í Kópavogi. Félagsþjónustan og barnavernd voru kölluð til vegna málsins sem er í rannsókn. Þá var tilkynnt um líkamsárás á Hverfisgötu laust eftir klukkan þrjú í nótt. Minniháttar meiðsl voru á þeim sem áttu í átökunum. Önnur líkamsárás á Hverfisgötu var tilkynnt um klukkan fimm í nótt. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að en málið er í rannsókn. Þá barst lögreglunni tilkynning um slys í vesturbæ Kópavogs klukkan 05:39. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang dró aðilinn upp hníf og ógnaði þeim. Var hann fluttur á slysadeild vegna meiðsla sinna í lögreglufylgd. Þá kom eldur upp í gámum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar var um að ræða eld í gámi í Seljahverfinu í Breiðholti. Eldurinn var slökktur en gámurinn var skemmdur eftir. Hins vegar var tilkynnt um eld í gámi á Smiðjustíg. Mikil hætta skapaðist á vettvangi, enda var gámurinn upp við húsvegg. Lögreglumál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru allar fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fullar aðra nóttina í röð. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni tilkynning um aðila sem var að ganga berserksgang í Skeifunni, bæði á veitingastað og í verslunum. Skemmdir voru á veitingastaðnum og er hann einnig grunaður um þjófnað í einni versluninni. Maðurinn gistir fangageymslu og verður yfirheyrður seinna í dag. Rétt eftir miðnætti var aðili handtekinn í Kvosinni. Hafði hann látið skap sitt bitna á ökutækjum, húsum og örðum munum sem urðu á vegi hans. Hann gistir fangageymslu og verður málið afgreitt með sekt, samkvæmt dagbók lögreglu. Þrisvar var leitað eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Klukkan þrjú var tilkynnt um heimilisofbeldi í Mosfellsbæ. Einn aðili gistir fangageymslur vegna málsins og var félagsþjónusta kölluð til. Klukkan 03:42 var aðili handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi og fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Málið er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild. Klukkan 04:44 var tilkynnt um heimilisofbeldi í Kópavogi. Félagsþjónustan og barnavernd voru kölluð til vegna málsins sem er í rannsókn. Þá var tilkynnt um líkamsárás á Hverfisgötu laust eftir klukkan þrjú í nótt. Minniháttar meiðsl voru á þeim sem áttu í átökunum. Önnur líkamsárás á Hverfisgötu var tilkynnt um klukkan fimm í nótt. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að en málið er í rannsókn. Þá barst lögreglunni tilkynning um slys í vesturbæ Kópavogs klukkan 05:39. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang dró aðilinn upp hníf og ógnaði þeim. Var hann fluttur á slysadeild vegna meiðsla sinna í lögreglufylgd. Þá kom eldur upp í gámum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar var um að ræða eld í gámi í Seljahverfinu í Breiðholti. Eldurinn var slökktur en gámurinn var skemmdur eftir. Hins vegar var tilkynnt um eld í gámi á Smiðjustíg. Mikil hætta skapaðist á vettvangi, enda var gámurinn upp við húsvegg.
Lögreglumál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira