Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 11:59 Sigurður Páll Pálsson, geðlæknir, kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen. vísir/vilhelm Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. Þetta kom fram við skýrslutöku yfir lækninum, Sigurði Páli Pálssyni, við aðalmeðferð máls ákæruvaldsins gegn Thomas sem fram fer í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Fylgst er með framvindu mála í beinni textalýsingu. Sigurður lýsti því að hann hefði hitt Thomas nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn um borð í Polar Nanoq. Hann sagði að það hefði gengið ágætlega að ræða við hann í fyrstu fjórum viðtölunum, það er þegar Thomas var í einangrun á Litla-Hrauni, en þegar kom að fimmta viðtalinu þá hefðu hlutirnir orðið erfiðari. Ástæðan var sú að Thomas var ekki lengur í einangrun heldur kominn á Hólmsheiði. Hafði hann þá séð umfjöllun um málið í fjölmiðlum og allt sem komið hafði fram og sagði geðlæknirinn að honum hefði brugðið við að sjá allt sem komið hafði fram.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari í þingsal í morgun ásamt réttarmeinafræðingnum Sebastian Kunz. Vísir/VilhelmKurteis, blíður og jákvæður en forðaðist að ræða málið Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, byrjaði á að biðja Sigurð um að taka saman helstu niðurstöður geðrannsóknar sem hann gerði á Thomasi. Sigurður sagði að Thomas hefði verið kurteis, blíður og jákvæður við hann en að hann hefði fundið það mjög fljótt að Thomas forðaðist að ræða málið. „En það er óyggjandi að hann er sakhæfur og ekki með neinn meiriháttar geðsjúkdóm,“ sagði Sigurður. Hann sagði að lagðir hefðu verið margir skalar fyrir Thomas og þá hafði Sigurður fengið sálfræðing til að leggja persónuleikapróf fyrir hann. Sigurður sagði frá niðurstöðu þess prófs. „Það er ákveðin tilhneiging hjá honum að hann hafi ákveðna ímynd af sjálfum sér, að hann sé fullkominn, hafi enga vankanta og geri ekki neitt af sér. Hann kom full hátt út á lygaskalanum. [...] Að öðru leyti gekk þetta vel en hann er ótrúlega óeðlilega eðlilegur.“Thomas Olsen bar vitni í síðusut viku. Hann mætti ekki í þingsal í dag.vísir/eyþórEkkert athugavert við minni ThomasarKolbrún spurði hann svo hvort að læknirinn hefði fundið að eitthvað væri athugavert við minni hans. „Nei, það er ekkert athugavert við minni hans. Hann ber við minnisleysi þegar hann vill ekki svara já eða nei. En þegar maður stendur frammi fyrir því að þurfa að segja já við einhverju sem maður vill ekki þá segist maður ekki muna,“ sagði Sigurður. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, spurði svo lækninn hvort að sálfræðingurinn sem lagði persónuleikaprófin fyrir Thomas hefði verið dómkvaddur. Læknirinn sagði að svo hefði ekki verið en sagði að þegar hann væri dómkvaddur í málum sem þessum þá mæti hann það hvor það þurfi sálfræðing með. Verjandinn spurði svo hvort að hann hefði verið beðinn um að meta eitthvað annað en sakhæfi Thomasar. Hann sagði svo ekki vera. „En ég gerði þetta fyrst og fremst því mér finnst mjög mikilvægt í þessu hver þessi persóna er. Það liggur fyrir að hann hefur ákveðnar persónuleikavarnir og það er engin spurning að hann á erfitt með að viðurkenna bresti og að hann forðast að ræða óþægilega hluti.“Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, ásamt Kolbrúnu og þýska réttarmeinafræðingnum í héraðsdómi í morgun.Vísir/VilhelmSagði Thomas vera með persónuleikavarnir Kristinn Halldórsson, dómsformaður, spurði þá hvort að verjandinn væri að spyrja að því hvort að læknirinn hefði farið út fyrir það sem beðið var um. Svaraði verjandinn því játandi og svaraði læknirinn því þá til að hann teldi ekki að hann hefði farið út fyrir það. Annar meðdómsmaðurinn spurði þá hvort að það bæri að skilja það sem svo að persónuleikaprófin sem sálfræðingurinn lagði fyrir Thomas hafi verið nauðsynleg til þess að meta sakhæfi. Sagði Sigurður svo ekki vera. Spurði dómarinn þá hvort að læknirinn hafi ekki einmitt farið út fyrir það sem hann átti að gera. „Nei, ég tel að þetta hafi ekki verið út fyrir það því ég var ekki bara að meta sakhæfi,“ sagði læknirinn. Dómarinn spurði þá lækninn hvað hann ætti við með orðalagi á borð við það að Thomas væri „óeðlilega eðlilegur“ og að hann hefði „enga meiriháttar geðsjúkdóma.“ „Að hann hefur ákveðnar persónuleikavarnir og notar þær til að tala við mig. Hann forðast það meðvitað að muna og lýsir sér sem mjög góðum manni.“ „En þessi atriði gera það að verkum að þú notar orðalagið „óeðlilega eðlilegur,““ sagði dómarinn. „Miðað við þær aðstæður sem hann var í þá var eins og hann væri í einhverjum hjúp.“ Sigurður sagði að hann hefði verið að vinna sína vinnu og verið annt um Thomas. Hann hefði ekki haft neina fyrirfram afstöðu til sektar hans eða sakleysis í því máli sem hann var grunaður um. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. Þetta kom fram við skýrslutöku yfir lækninum, Sigurði Páli Pálssyni, við aðalmeðferð máls ákæruvaldsins gegn Thomas sem fram fer í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Fylgst er með framvindu mála í beinni textalýsingu. Sigurður lýsti því að hann hefði hitt Thomas nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn um borð í Polar Nanoq. Hann sagði að það hefði gengið ágætlega að ræða við hann í fyrstu fjórum viðtölunum, það er þegar Thomas var í einangrun á Litla-Hrauni, en þegar kom að fimmta viðtalinu þá hefðu hlutirnir orðið erfiðari. Ástæðan var sú að Thomas var ekki lengur í einangrun heldur kominn á Hólmsheiði. Hafði hann þá séð umfjöllun um málið í fjölmiðlum og allt sem komið hafði fram og sagði geðlæknirinn að honum hefði brugðið við að sjá allt sem komið hafði fram.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari í þingsal í morgun ásamt réttarmeinafræðingnum Sebastian Kunz. Vísir/VilhelmKurteis, blíður og jákvæður en forðaðist að ræða málið Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, byrjaði á að biðja Sigurð um að taka saman helstu niðurstöður geðrannsóknar sem hann gerði á Thomasi. Sigurður sagði að Thomas hefði verið kurteis, blíður og jákvæður við hann en að hann hefði fundið það mjög fljótt að Thomas forðaðist að ræða málið. „En það er óyggjandi að hann er sakhæfur og ekki með neinn meiriháttar geðsjúkdóm,“ sagði Sigurður. Hann sagði að lagðir hefðu verið margir skalar fyrir Thomas og þá hafði Sigurður fengið sálfræðing til að leggja persónuleikapróf fyrir hann. Sigurður sagði frá niðurstöðu þess prófs. „Það er ákveðin tilhneiging hjá honum að hann hafi ákveðna ímynd af sjálfum sér, að hann sé fullkominn, hafi enga vankanta og geri ekki neitt af sér. Hann kom full hátt út á lygaskalanum. [...] Að öðru leyti gekk þetta vel en hann er ótrúlega óeðlilega eðlilegur.“Thomas Olsen bar vitni í síðusut viku. Hann mætti ekki í þingsal í dag.vísir/eyþórEkkert athugavert við minni ThomasarKolbrún spurði hann svo hvort að læknirinn hefði fundið að eitthvað væri athugavert við minni hans. „Nei, það er ekkert athugavert við minni hans. Hann ber við minnisleysi þegar hann vill ekki svara já eða nei. En þegar maður stendur frammi fyrir því að þurfa að segja já við einhverju sem maður vill ekki þá segist maður ekki muna,“ sagði Sigurður. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, spurði svo lækninn hvort að sálfræðingurinn sem lagði persónuleikaprófin fyrir Thomas hefði verið dómkvaddur. Læknirinn sagði að svo hefði ekki verið en sagði að þegar hann væri dómkvaddur í málum sem þessum þá mæti hann það hvor það þurfi sálfræðing með. Verjandinn spurði svo hvort að hann hefði verið beðinn um að meta eitthvað annað en sakhæfi Thomasar. Hann sagði svo ekki vera. „En ég gerði þetta fyrst og fremst því mér finnst mjög mikilvægt í þessu hver þessi persóna er. Það liggur fyrir að hann hefur ákveðnar persónuleikavarnir og það er engin spurning að hann á erfitt með að viðurkenna bresti og að hann forðast að ræða óþægilega hluti.“Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, ásamt Kolbrúnu og þýska réttarmeinafræðingnum í héraðsdómi í morgun.Vísir/VilhelmSagði Thomas vera með persónuleikavarnir Kristinn Halldórsson, dómsformaður, spurði þá hvort að verjandinn væri að spyrja að því hvort að læknirinn hefði farið út fyrir það sem beðið var um. Svaraði verjandinn því játandi og svaraði læknirinn því þá til að hann teldi ekki að hann hefði farið út fyrir það. Annar meðdómsmaðurinn spurði þá hvort að það bæri að skilja það sem svo að persónuleikaprófin sem sálfræðingurinn lagði fyrir Thomas hafi verið nauðsynleg til þess að meta sakhæfi. Sagði Sigurður svo ekki vera. Spurði dómarinn þá hvort að læknirinn hafi ekki einmitt farið út fyrir það sem hann átti að gera. „Nei, ég tel að þetta hafi ekki verið út fyrir það því ég var ekki bara að meta sakhæfi,“ sagði læknirinn. Dómarinn spurði þá lækninn hvað hann ætti við með orðalagi á borð við það að Thomas væri „óeðlilega eðlilegur“ og að hann hefði „enga meiriháttar geðsjúkdóma.“ „Að hann hefur ákveðnar persónuleikavarnir og notar þær til að tala við mig. Hann forðast það meðvitað að muna og lýsir sér sem mjög góðum manni.“ „En þessi atriði gera það að verkum að þú notar orðalagið „óeðlilega eðlilegur,““ sagði dómarinn. „Miðað við þær aðstæður sem hann var í þá var eins og hann væri í einhverjum hjúp.“ Sigurður sagði að hann hefði verið að vinna sína vinnu og verið annt um Thomas. Hann hefði ekki haft neina fyrirfram afstöðu til sektar hans eða sakleysis í því máli sem hann var grunaður um.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?