Ásgeir á heimavelli í nýju myndbandi Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2017 18:30 Ásgeir hefur verið að gera það gott erlendis. Atwood Magazine og GoldFlakePaint frumsýndu í gær nýtt myndband Ásgeirs við lagið I Know you Know af annarri breiðskífu tónlistarmannsins, Afterglow. Tjarnargatan framleiðir myndbandið en leikstjórn er í höndum Baldvins Albertsson og Arnars Helga Hlynssonar. Myndbandið er tekið upp við bóndabæ í nágrenni Laugarbakka, heimabæ Ásgeirs og er að sögn leikstjóranna innblásið af nýlegu hægvarps verkefni Ásgeirs og RÚV, Beint á vínyl. Grunnhugmyndin er mjög einföld en í myndbandinu keyrir Ásgeir um á traktor og sinnir heyskap. Eins og oft gerist í skapandi vinnu kviknuðu síðan nokkrar skemmtilegar hugmyndir við eftirvinnslu myndbandsins og er endirinn dæmi um eina slíka.„Við tókum þetta myndband upp í sveitinni minni. Gamli náttúrufræði kennarinn minn var svo góður að leyfa okkur að nota bóndabæinn hans og allar græjur í upptökurnar. Allt var þetta skotið á nokkrum klukkutimum í frábæru veðri og góðum fíling,“ segir Ásgeir. Ásgeir hefur einnig sett af stað remix keppni fyrir lagið í samstarfi við MetaPop en áhugasamir geta sent inn eigin endurhljóðblöndun af laginu fyrir 11. október og átt möguleika á að vinna til veglegra verðlauna. Ásgeir er þessa stundina staddur í San Diego í Bandaríkjunum þar sem hann er á rúmlega mánaðarlangri tónleikaferð sem hófst í Vancouver í Kanada og lýkur á tónlistarhátíðinni Austin City Limits 7. október. Frá Bandaríkjunum heldur Ásgeir til Evrópu þar sem hann verður á tónleikaferð út nóvember með stuttri viðkomu í Japan annars vegar og á Íslandi hins vegar þar sem hann kemur fram á tvennum tónleikum á vegum Iceland Airwaves - í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 2. nóvember og í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 3. nóvember. Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Atwood Magazine og GoldFlakePaint frumsýndu í gær nýtt myndband Ásgeirs við lagið I Know you Know af annarri breiðskífu tónlistarmannsins, Afterglow. Tjarnargatan framleiðir myndbandið en leikstjórn er í höndum Baldvins Albertsson og Arnars Helga Hlynssonar. Myndbandið er tekið upp við bóndabæ í nágrenni Laugarbakka, heimabæ Ásgeirs og er að sögn leikstjóranna innblásið af nýlegu hægvarps verkefni Ásgeirs og RÚV, Beint á vínyl. Grunnhugmyndin er mjög einföld en í myndbandinu keyrir Ásgeir um á traktor og sinnir heyskap. Eins og oft gerist í skapandi vinnu kviknuðu síðan nokkrar skemmtilegar hugmyndir við eftirvinnslu myndbandsins og er endirinn dæmi um eina slíka.„Við tókum þetta myndband upp í sveitinni minni. Gamli náttúrufræði kennarinn minn var svo góður að leyfa okkur að nota bóndabæinn hans og allar græjur í upptökurnar. Allt var þetta skotið á nokkrum klukkutimum í frábæru veðri og góðum fíling,“ segir Ásgeir. Ásgeir hefur einnig sett af stað remix keppni fyrir lagið í samstarfi við MetaPop en áhugasamir geta sent inn eigin endurhljóðblöndun af laginu fyrir 11. október og átt möguleika á að vinna til veglegra verðlauna. Ásgeir er þessa stundina staddur í San Diego í Bandaríkjunum þar sem hann er á rúmlega mánaðarlangri tónleikaferð sem hófst í Vancouver í Kanada og lýkur á tónlistarhátíðinni Austin City Limits 7. október. Frá Bandaríkjunum heldur Ásgeir til Evrópu þar sem hann verður á tónleikaferð út nóvember með stuttri viðkomu í Japan annars vegar og á Íslandi hins vegar þar sem hann kemur fram á tvennum tónleikum á vegum Iceland Airwaves - í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 2. nóvember og í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 3. nóvember.
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira