Slóvenar burstuðu Spánverja og eru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2017 20:16 Goran Dragić og Luka Doncic fagna í kvöld. Vísir/EPA Óvænt úrslit urðu í Evrópukeppni karla í körfubolta í kvöld þegar spútniklið Slóvena hélt áfram sigurgöngu sinni og kom í veg fyrir að Evrópumeistarar Spánverja spili til úrslita í ár. Slóvenarnir unnu ekki aðeins ríkjandi meistara heldur burstuðu þá. Slóvenar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með tuttugu stiga stórsigri á Spáni, 92-72, en bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Slóvenía kemst í úrslitaleik Evrópukeppninnar en liðið hafði einu sinni áður komist í undanúrslit og endaði þá í fjórða sæti (2009). Spánverjar eru hinsvegar ríkjandi Evrópumeistarar og höfðu unnið Evrópumeistaratitilinn þrisvar sinnum í síðustu fjórum mótum. Það bjuggust flestir við að þær færu alla leið í ár en þeir komust ekki framhjá hinu frábæra liði Slóvena. NBA-leikmaðurinn Goran Dragić skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Slóveníu í kvöld en hann fékk líka mikla hjálp frá liðsfélögum sínum. Anthony Randolph var með 15 stig og hinn átján ára gamli Luka Doncic skoraði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í kvöld. Þá skoraði Klemen Prepelic 13 stig og Gasper Vidmar var með 12 stig. NBA-leikmennirnir hjá spænska landsliðinu, Pau Gasol (16 stig), Marc Gasol (12 stig) og Ricky Rubio (13 stig) voru atkvæðamestir Slóvenar mæta annaðhvort Rússlandi eða Serbíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld. Slóvenar voru komnir sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-19, og voru síðan fjórum stigum yfir í hálfleik, 49-45. Frábær þriðji leikhluti, sem slóvenska liðið vann 24-12, kom liðinu í sextán stiga forystu fyrri lokaleikhlutann, 73-57. Slóvenar komust nítján stigum yfir, 76-57, í upphafi fjórða leikhlutans og voru síðan 21 stigi yfir, 83-62, þegar sex mínútur voru eftir. Spánverjar náðu aðeins að laga stöðuna en það stóð ekki lengi yfir því Slóvenarnir gáfu aftur í og kláruðu leikinn sannfærandi. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Óvænt úrslit urðu í Evrópukeppni karla í körfubolta í kvöld þegar spútniklið Slóvena hélt áfram sigurgöngu sinni og kom í veg fyrir að Evrópumeistarar Spánverja spili til úrslita í ár. Slóvenarnir unnu ekki aðeins ríkjandi meistara heldur burstuðu þá. Slóvenar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með tuttugu stiga stórsigri á Spáni, 92-72, en bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Slóvenía kemst í úrslitaleik Evrópukeppninnar en liðið hafði einu sinni áður komist í undanúrslit og endaði þá í fjórða sæti (2009). Spánverjar eru hinsvegar ríkjandi Evrópumeistarar og höfðu unnið Evrópumeistaratitilinn þrisvar sinnum í síðustu fjórum mótum. Það bjuggust flestir við að þær færu alla leið í ár en þeir komust ekki framhjá hinu frábæra liði Slóvena. NBA-leikmaðurinn Goran Dragić skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Slóveníu í kvöld en hann fékk líka mikla hjálp frá liðsfélögum sínum. Anthony Randolph var með 15 stig og hinn átján ára gamli Luka Doncic skoraði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í kvöld. Þá skoraði Klemen Prepelic 13 stig og Gasper Vidmar var með 12 stig. NBA-leikmennirnir hjá spænska landsliðinu, Pau Gasol (16 stig), Marc Gasol (12 stig) og Ricky Rubio (13 stig) voru atkvæðamestir Slóvenar mæta annaðhvort Rússlandi eða Serbíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld. Slóvenar voru komnir sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-19, og voru síðan fjórum stigum yfir í hálfleik, 49-45. Frábær þriðji leikhluti, sem slóvenska liðið vann 24-12, kom liðinu í sextán stiga forystu fyrri lokaleikhlutann, 73-57. Slóvenar komust nítján stigum yfir, 76-57, í upphafi fjórða leikhlutans og voru síðan 21 stigi yfir, 83-62, þegar sex mínútur voru eftir. Spánverjar náðu aðeins að laga stöðuna en það stóð ekki lengi yfir því Slóvenarnir gáfu aftur í og kláruðu leikinn sannfærandi.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira