Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. september 2017 10:00 Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds auk Jóns Diðriks, forstjóra Senu, við stofnun Öldu Music. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta er almennur samstarfssamningur en þetta snýst í raun um að við erum „partner“ fyrir 300 á Íslandi og við stefnum á að verða það líka fyrir Skandinavíu. Í praxís þýðir þetta að okkar listamenn eru á þeirra „roadmappi“ og við erum dreifingaraðili fyrir þeirra tónlist hér á Íslandi og vonandi víðar. Það þýðir líka að við erum að „teyma upp“ með þeirra taktsmiðum jafnvel fyrir íslenska rappara, þeir fá fyrsta möguleika á þeim listamönnum sem við skrifum undir með hérna heima – við erum í raun virkur „partner“ fyrir þá hérna heima. Þetta er í raun algjör „game changer“ fyrir framtíð Öldu,“ segir Sölvi Blöndal, annar stjórnenda Öldu Music, en fyrirtækið skrifaði undir samstarfssamning við bandaríska hipphoppútgáfufyrirtækið 300 Entertainment nú á dögunum. Sölvi segir samninginn geta þýtt það að íslenskir hipphopplistamenn eigi kost á samvinnu með listamönnum 300 útgáfunnar – en meðal þeirra sem eru undir samningi hjá fyrirtækinu eru Íslandsvinirnir Migos og Young Thug, Fetty Wap, Riff Raff og fleiri. Alda Music var stofnað í fyrra og eru það þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds sem eru í brúnni. Þeir gáfu til að mynda út nýjustu plötu Úlfur Úlfur, Kristalsplötu Páls Óskars og plötu með Ella Grill.Íslandsvinurinn Young Thug er meðal þeirra listamanna sem er á snærum 300 Entertainment.Vísir/Getty300 Entertainment Útgáfufyrirtæki stofnað árið 2012 af Lyor Cohen, Roger Gold, Kevin Liles og Todd Moscowitz. Fyrirtækið fókusar aðallega á hipphopptónlist og eru margir af þeim stærstu í þeim bransa á samningi hjá fyrirtækinu. Lyor Cohen, einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins, yfirgaf það nýlega og stjórnar nú tónlistardeild YouTube. Hann er einn af þeim allra stærstu bak við tjöldin í rappbransanum og byrjaði feril sinn hjá umboðsfyrirtækinu Rush þar sem hann landaði sveitum eins og A Tribe Called Quest, EPMD og De La Soul. Hann á einnig heiðurinn af ódauðlegu samstarfi Run-DMC og Adidas auk þess að vera einn af stofnendum Def Jam. Tengdar fréttir Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. 12. september 2017 17:00 Nýtt nafn í útgáfubransanum Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. 29. júní 2017 13:00 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er almennur samstarfssamningur en þetta snýst í raun um að við erum „partner“ fyrir 300 á Íslandi og við stefnum á að verða það líka fyrir Skandinavíu. Í praxís þýðir þetta að okkar listamenn eru á þeirra „roadmappi“ og við erum dreifingaraðili fyrir þeirra tónlist hér á Íslandi og vonandi víðar. Það þýðir líka að við erum að „teyma upp“ með þeirra taktsmiðum jafnvel fyrir íslenska rappara, þeir fá fyrsta möguleika á þeim listamönnum sem við skrifum undir með hérna heima – við erum í raun virkur „partner“ fyrir þá hérna heima. Þetta er í raun algjör „game changer“ fyrir framtíð Öldu,“ segir Sölvi Blöndal, annar stjórnenda Öldu Music, en fyrirtækið skrifaði undir samstarfssamning við bandaríska hipphoppútgáfufyrirtækið 300 Entertainment nú á dögunum. Sölvi segir samninginn geta þýtt það að íslenskir hipphopplistamenn eigi kost á samvinnu með listamönnum 300 útgáfunnar – en meðal þeirra sem eru undir samningi hjá fyrirtækinu eru Íslandsvinirnir Migos og Young Thug, Fetty Wap, Riff Raff og fleiri. Alda Music var stofnað í fyrra og eru það þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds sem eru í brúnni. Þeir gáfu til að mynda út nýjustu plötu Úlfur Úlfur, Kristalsplötu Páls Óskars og plötu með Ella Grill.Íslandsvinurinn Young Thug er meðal þeirra listamanna sem er á snærum 300 Entertainment.Vísir/Getty300 Entertainment Útgáfufyrirtæki stofnað árið 2012 af Lyor Cohen, Roger Gold, Kevin Liles og Todd Moscowitz. Fyrirtækið fókusar aðallega á hipphopptónlist og eru margir af þeim stærstu í þeim bransa á samningi hjá fyrirtækinu. Lyor Cohen, einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins, yfirgaf það nýlega og stjórnar nú tónlistardeild YouTube. Hann er einn af þeim allra stærstu bak við tjöldin í rappbransanum og byrjaði feril sinn hjá umboðsfyrirtækinu Rush þar sem hann landaði sveitum eins og A Tribe Called Quest, EPMD og De La Soul. Hann á einnig heiðurinn af ódauðlegu samstarfi Run-DMC og Adidas auk þess að vera einn af stofnendum Def Jam.
Tengdar fréttir Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. 12. september 2017 17:00 Nýtt nafn í útgáfubransanum Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. 29. júní 2017 13:00 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. 12. september 2017 17:00
Nýtt nafn í útgáfubransanum Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. 29. júní 2017 13:00