Thomas Møller Olsen mun að öllum líkindum ekki afplána dóm sinn á Íslandi Þórdís Valsdóttir skrifar 29. september 2017 18:45 Thomas huldi andlit sitt við skýrslutökur fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi. Vísir/Anton Brink Miklar líkur eru á því að Thomas Møller Olsen muni afplána dóm sinn í heimalandi sínu. Thomas var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun leggi mikla áherslu á það að menn verði sendir heim í afplánun þegar um er að ræða Norðurlandabúa. „Þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna þá er samningur á milli þjóðanna um flutning dæmdra manna.“Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun reyni eftir bestu getu að senda menn til heimalands síns til afplánunar.Vísir/Anton BrinkUmrætt samstarf byggist á því að ríkin viðurkenna dóma hvers annars og er samstarfinu ætlað að tryggja að refsidómar fylgi dómþola, flytji hann á milli Norðurlandanna. Dómþolar geta óskað eftir því að afplána dóm sinn í heimalandi sínu en þeir geta einnig óskað eftir því að vera ekki fluttir til síns heima, en þá reynir á Fangelsismálastofnun. „Þegar menn eru dæmdir í þungar refsingar munum við alltaf gera allt sem við getum til að koma mönnum heim í afplánun og það gengur yfirleitt hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Páll. Nú bíða tæplega 600 dæmdir einstaklingar eftir afplánun hérlendis og Fangelsismálastofnun nýtir öll pláss eins vel og mögulega, að sögn Páls. „Ef við getum komið mönnum heim í afplánun, þá gerum við það.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig beint um mál Thomasar Møller Olsen, heldur einungis almennt um mál Norðurlandabúa. „Flestir á Norðurlöndum vilja fara heim til sín, vilja afplána nálægt fjölskyldu sinni. Við tökum við mjög mörgum Íslendingum frá Norðurlöndunum sem óska eftir því að koma heim." Ekki er víst að Thomas muni þó geta afplánað dóm sinn í heimalandi sínu því um þessar mundir er verið að byggja fangelsi í Grænlandi, en óvíst er hvenær það mun vera tekið í notkun. Fangelsið ber heitið Ny Anstalt og er staðsett í Nuuk, höfuðborg Grænlands. „Danir sjá um fangelsismál Grænlendinga svo ef um er að ræða grænlenska ríkisborgara eigum við samskipti við dönsk fangelsismálayfirvöld,“ segir Páll. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Miklar líkur eru á því að Thomas Møller Olsen muni afplána dóm sinn í heimalandi sínu. Thomas var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Þá var hann einnig dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun leggi mikla áherslu á það að menn verði sendir heim í afplánun þegar um er að ræða Norðurlandabúa. „Þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna þá er samningur á milli þjóðanna um flutning dæmdra manna.“Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að Fangelsismálastofnun reyni eftir bestu getu að senda menn til heimalands síns til afplánunar.Vísir/Anton BrinkUmrætt samstarf byggist á því að ríkin viðurkenna dóma hvers annars og er samstarfinu ætlað að tryggja að refsidómar fylgi dómþola, flytji hann á milli Norðurlandanna. Dómþolar geta óskað eftir því að afplána dóm sinn í heimalandi sínu en þeir geta einnig óskað eftir því að vera ekki fluttir til síns heima, en þá reynir á Fangelsismálastofnun. „Þegar menn eru dæmdir í þungar refsingar munum við alltaf gera allt sem við getum til að koma mönnum heim í afplánun og það gengur yfirleitt hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Páll. Nú bíða tæplega 600 dæmdir einstaklingar eftir afplánun hérlendis og Fangelsismálastofnun nýtir öll pláss eins vel og mögulega, að sögn Páls. „Ef við getum komið mönnum heim í afplánun, þá gerum við það.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig beint um mál Thomasar Møller Olsen, heldur einungis almennt um mál Norðurlandabúa. „Flestir á Norðurlöndum vilja fara heim til sín, vilja afplána nálægt fjölskyldu sinni. Við tökum við mjög mörgum Íslendingum frá Norðurlöndunum sem óska eftir því að koma heim." Ekki er víst að Thomas muni þó geta afplánað dóm sinn í heimalandi sínu því um þessar mundir er verið að byggja fangelsi í Grænlandi, en óvíst er hvenær það mun vera tekið í notkun. Fangelsið ber heitið Ny Anstalt og er staðsett í Nuuk, höfuðborg Grænlands. „Danir sjá um fangelsismál Grænlendinga svo ef um er að ræða grænlenska ríkisborgara eigum við samskipti við dönsk fangelsismálayfirvöld,“ segir Páll.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30 Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu Ofbeldisglæpir eins og morð og kynferðisbrot gegn konum eru tíðari á Grænlandi en á öðrum Norðurlöndum. 3. febrúar 2017 20:30
Svona verður útsýnið úr grænlenska fangelsinu Þeir segja að engir fangar í heiminum fái betra útsýni því allir fangaklefar verða með glugga út á fjörðinn. Við blasa stórkostlegir fjallatindar og mögnuð fjarðamynni þar sem skipin sigla út og inn. 2. febrúar 2017 20:30