Draumurinn um Ólympíugull dó snögglega hjá 15 ára eistneskri stelpu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 23:00 Kelly Sildaru á Laureus verðlaunhátið íþróttaheimsins. Vísir/Getty Það er alltaf leiðinlegt fyrir íþróttafólk að meiða sig en hvað þá þegar þú ert ein sú besta í heimi í þinni grein og aðeins nokkrir mánuðir í næstu Ólympíuleika. Kelly Sildaru er fimmtán ára súperstjarna á snjóbrettum og margverðlaunuð frá síðustu stórmótum í sinni grein. Hún er líka komin í hóp þekktustu íþróttamanna Eistlands. Kelly var aðeins nýorðin tólf ára þegar vetrarólympíuleikarnir fóru síðast fram í Sotsjí í Rússlandi 2014 en ætlaði sér stóra hluti á leikunum í Pyeongchang í febrúar næstkomandi. Hún vann gull á X-leiknum í Aspen 2016 þegar hún var þrettán ára gömul og varð með því yngsti gullverðlaunahafi sögunnar á X-leikunum. Hún vann gullið einnig í ár. Kelly Sildaru er einnig í forystu í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í brekkustíl (slopestyle) á þessu tímabili. Hún fékk fyrst að keppa í heimsmeistarakeppni fullorðinna 27.ágúst síðastliðinn og varð þá heimsmeistari í brekkustíl. Sildaru var því álitin mjög sigurstrangleg á leikunum í Pyeongchang en það verður ekkert af því að hún keppi þar. Kelly sleit krossband við æfingar á Nýja-Sjálandi og verður frá í sex til níu mánuði. Dagens Nyheder segir frá. Kelly Sildaru er frá Eistlandi og fædd í febrúar 2002. Hún hefði því haldið upp á sextán ára afmælið á miðjum Ólympíuleikunum í Kóreu. Næstu vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína árið 2022 en þá verður Kelly orðin tvítug. Aðrar íþróttir Eistland Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
Það er alltaf leiðinlegt fyrir íþróttafólk að meiða sig en hvað þá þegar þú ert ein sú besta í heimi í þinni grein og aðeins nokkrir mánuðir í næstu Ólympíuleika. Kelly Sildaru er fimmtán ára súperstjarna á snjóbrettum og margverðlaunuð frá síðustu stórmótum í sinni grein. Hún er líka komin í hóp þekktustu íþróttamanna Eistlands. Kelly var aðeins nýorðin tólf ára þegar vetrarólympíuleikarnir fóru síðast fram í Sotsjí í Rússlandi 2014 en ætlaði sér stóra hluti á leikunum í Pyeongchang í febrúar næstkomandi. Hún vann gull á X-leiknum í Aspen 2016 þegar hún var þrettán ára gömul og varð með því yngsti gullverðlaunahafi sögunnar á X-leikunum. Hún vann gullið einnig í ár. Kelly Sildaru er einnig í forystu í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í brekkustíl (slopestyle) á þessu tímabili. Hún fékk fyrst að keppa í heimsmeistarakeppni fullorðinna 27.ágúst síðastliðinn og varð þá heimsmeistari í brekkustíl. Sildaru var því álitin mjög sigurstrangleg á leikunum í Pyeongchang en það verður ekkert af því að hún keppi þar. Kelly sleit krossband við æfingar á Nýja-Sjálandi og verður frá í sex til níu mánuði. Dagens Nyheder segir frá. Kelly Sildaru er frá Eistlandi og fædd í febrúar 2002. Hún hefði því haldið upp á sextán ára afmælið á miðjum Ólympíuleikunum í Kóreu. Næstu vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína árið 2022 en þá verður Kelly orðin tvítug.
Aðrar íþróttir Eistland Ólympíuleikar Snjóbrettaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn