Óttast ekki að þrívíddargangbrautin á Ísafirði trufli ökumenn of mikið Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2017 12:07 Þrívíddargangbrautin í Hafnarstræti á Ísafirði. Mynd/Ágúst G. Atlason Það hafa fáar gangbrautir á Íslandi vakið jafn mikla athygli undanfarin sólarhring og þrívíddargangbrautin á Ísafirði. Brautin var máluð við Landsbankahúsið í Hafnarstræti, en um er að ræða einstefnugötu með 30 kílómetra hámarkshraða. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, fékk hugmyndina að mála þrívíddargangbraut á þessum stað þegar hann var að vinna umferðaröryggisáætlun og að reyna að finna viðunandi aðgerðir sem lækka umferðarhraða í þéttbýli.Sjá einnig: Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða30 einfaldlega of hratt30 kílómetra hámarkshraði er í þéttbýli á Ísafirði en Ralf segir að á sumum stöðum í bænum sé það einfaldlega of hratt, aðstæður leyfi það ekki. Þegar hann reyndi að finna leiðir til að lækka hraðann á vissum stöðum fann hann mynd af þrívíddargangbraut á Netinu og sá þá strax að það væri auðframkvæmanleg hugmynd sem gæti átt vel við á Ísafirði.Gangbrautin hefur heldur betur slegið í gegn og er það mikið sport í dag að fá af sér mynd á henni. Ísafjarðartöffari í Hafnarstræti. #DaníelIngi #Ísafjörður #3dgangbraut #vegamálun A post shared by Linda Björk Pétursdóttir (@lindabjorkp) on Sep 21, 2017 at 9:49am PDT Slíkar gangbrautir eru að finna í Rússlandi, Indlandi og Kína. Var þannig gangbraut komið upp í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, í fyrra og er sögð hafa gefið þá raun að meðal umferðarhraði lækkaði úr 50 kílómetrum á klukkustund í 30 kílómetra á klukkustund. Í Kína var þetta sömuleiðis gert til að lækka umferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfarenda, en á sumum stöðum var þetta einnig gert til að lokka ferðamenn á staðinn. Ralf Trylla segir einhvern tíma hafa farið í leyfisveitingu þar sem þurfti að finna þessari þrívíddargangbraut stað í reglugerð um gangbrautir hér á landi. Leyfin fengust á endanum og var ráðist í að mála brautina í gær.Ýktara á myndum Einhverjir hafa spurt hvort þessi gangbraut muni hafa truflandi áhrif á ökumenn og valda þannig einhverri hættu. Ralf bendir þó á að gangbrautin sé mun tilkomu meiri á ljósmyndum en í raun og veru og að þegar ökumenn nálgast hana eigi ekki að fara á milli mála að um sé að ræða manngerða skynvillu.Hér fyrir neðan má sjá myndband frá svæðinu sem var tekið í gær.Spurður hvort komi til greina að gera fleiri slíkar gangbrautir á Ísafirði segir hann það eiga eftir að koma í ljós og fari allt eftir því hvernig reynslan verði af þessari, en vonir standa til að hún lækki umferðarhraða á svæðinu og geri það öruggara. Hann segir gangbrautina málaða með hefðbundinni götumálningu og muni væntanlega verða fyrir töluverður hnjaski í vetur sökum umferðar á nagladekkjum og þá muni frostið hafa einhver áhrif. Brautin verði þá einfaldlega máluð upp á nýtt á næsta ári fari svo að hún verði illa farin. Hægt er að sjá fleiri myndir af gangbrautinni í þessari frétt hér.Gangbrautin séð hinu megin frá.Ralf Trylla Tengdar fréttir Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Það hafa fáar gangbrautir á Íslandi vakið jafn mikla athygli undanfarin sólarhring og þrívíddargangbrautin á Ísafirði. Brautin var máluð við Landsbankahúsið í Hafnarstræti, en um er að ræða einstefnugötu með 30 kílómetra hámarkshraða. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, fékk hugmyndina að mála þrívíddargangbraut á þessum stað þegar hann var að vinna umferðaröryggisáætlun og að reyna að finna viðunandi aðgerðir sem lækka umferðarhraða í þéttbýli.Sjá einnig: Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða30 einfaldlega of hratt30 kílómetra hámarkshraði er í þéttbýli á Ísafirði en Ralf segir að á sumum stöðum í bænum sé það einfaldlega of hratt, aðstæður leyfi það ekki. Þegar hann reyndi að finna leiðir til að lækka hraðann á vissum stöðum fann hann mynd af þrívíddargangbraut á Netinu og sá þá strax að það væri auðframkvæmanleg hugmynd sem gæti átt vel við á Ísafirði.Gangbrautin hefur heldur betur slegið í gegn og er það mikið sport í dag að fá af sér mynd á henni. Ísafjarðartöffari í Hafnarstræti. #DaníelIngi #Ísafjörður #3dgangbraut #vegamálun A post shared by Linda Björk Pétursdóttir (@lindabjorkp) on Sep 21, 2017 at 9:49am PDT Slíkar gangbrautir eru að finna í Rússlandi, Indlandi og Kína. Var þannig gangbraut komið upp í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, í fyrra og er sögð hafa gefið þá raun að meðal umferðarhraði lækkaði úr 50 kílómetrum á klukkustund í 30 kílómetra á klukkustund. Í Kína var þetta sömuleiðis gert til að lækka umferðarhraða og auka öryggi gangandi vegfarenda, en á sumum stöðum var þetta einnig gert til að lokka ferðamenn á staðinn. Ralf Trylla segir einhvern tíma hafa farið í leyfisveitingu þar sem þurfti að finna þessari þrívíddargangbraut stað í reglugerð um gangbrautir hér á landi. Leyfin fengust á endanum og var ráðist í að mála brautina í gær.Ýktara á myndum Einhverjir hafa spurt hvort þessi gangbraut muni hafa truflandi áhrif á ökumenn og valda þannig einhverri hættu. Ralf bendir þó á að gangbrautin sé mun tilkomu meiri á ljósmyndum en í raun og veru og að þegar ökumenn nálgast hana eigi ekki að fara á milli mála að um sé að ræða manngerða skynvillu.Hér fyrir neðan má sjá myndband frá svæðinu sem var tekið í gær.Spurður hvort komi til greina að gera fleiri slíkar gangbrautir á Ísafirði segir hann það eiga eftir að koma í ljós og fari allt eftir því hvernig reynslan verði af þessari, en vonir standa til að hún lækki umferðarhraða á svæðinu og geri það öruggara. Hann segir gangbrautina málaða með hefðbundinni götumálningu og muni væntanlega verða fyrir töluverður hnjaski í vetur sökum umferðar á nagladekkjum og þá muni frostið hafa einhver áhrif. Brautin verði þá einfaldlega máluð upp á nýtt á næsta ári fari svo að hún verði illa farin. Hægt er að sjá fleiri myndir af gangbrautinni í þessari frétt hér.Gangbrautin séð hinu megin frá.Ralf Trylla
Tengdar fréttir Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45