Vilja undirgöng fyrir ríðandi vegfarendur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. september 2017 06:00 Nýi stígurinn er kippkorn frá hesthúsunum. vísir/eyþór „Göngustígur er hið besta mál en við höfum áhyggjur af malbikuðum hjólastíg,“ segir Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Sörla í Hafnarfirði sem varað hefur við slysahættu sem gæti skapast vegna hjólastígs sem malbika á fram hjá hesthúsum hestamannafélagins. Þórunn segir að í sumar hafi verið unnið við gerð stígs meðfram Kaldárselsvegi. „Samkvæmt aðalskipulagi átti að koma þarna göngustígur en síðan hefur þetta þróast í hjólastíg,“ segir Þórunn sem sendi bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði bréf og lýsti miklum áhyggjum Sörlamanna.Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði við nýja göngu- og hjólastíginn við hestahúsabyggðina.vísir/eyþórHesthúsin eru ofan við Kaldárselsveg en reiðvegurinn er handan hans. Nýi stígurinn er hins vegar hesthúsmegin. Hestafólk þarf því að fara yfir nýja stíginn til að komast á reiðgötuna. „Hröð umferð reiðhjólamanna og ríðandi vegfarenda fer illa saman og er ávísun á slys,“ segir í bréfi Þórunnar til bæjarins. Stemma þurfi stigu við hraða hjólreiðamanna við hesthúsabyggðina við Hlíðarþúfur. „Besta lausn til framtíðar að okkar mati eru undirgöng sem myndu liggja bæði undir reiðhjólastíginn og Kaldárselsveginn.“ Í millitíðinni þurfi lausnir á borð við að hjólreiðastígurinn verði ekki malbikaður við Hlíðarþúfur, að settar verði varúðarmerkingar, að hestamenn hafi forgang og biðskylda verði hjá hjólreiðafólki. Jafnvel að hlið hægi á hjólandi umferð. Í samtali við Fréttablaðið bendir Þórunn á að fólk á reiðhjólum sé hljóðlaust og oft í skærum litum. „Það birtist kannski skyndilega og þá fælast hestar og það verða slys. Við erum alls ekkert á móti þessu en viljum að þetta sé gert eins öruggt og hægt er. Þá þarf að gera ráðstafanir svo þessi umferð fari saman; að hægja á hjólaumferðinni eða þá að sleppa því að malbika stíginn. Það eru alls konar aðferðir til. Núna eru þrjár leiðir frá hesthúshverfinu yfir á reiðgötuna en það væri í sjálfu sér nóg að hafa bara eina örugga leið og það sem við vildum helst er að gerð yrðu undirgöng.“ Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
„Göngustígur er hið besta mál en við höfum áhyggjur af malbikuðum hjólastíg,“ segir Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Sörla í Hafnarfirði sem varað hefur við slysahættu sem gæti skapast vegna hjólastígs sem malbika á fram hjá hesthúsum hestamannafélagins. Þórunn segir að í sumar hafi verið unnið við gerð stígs meðfram Kaldárselsvegi. „Samkvæmt aðalskipulagi átti að koma þarna göngustígur en síðan hefur þetta þróast í hjólastíg,“ segir Þórunn sem sendi bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði bréf og lýsti miklum áhyggjum Sörlamanna.Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði við nýja göngu- og hjólastíginn við hestahúsabyggðina.vísir/eyþórHesthúsin eru ofan við Kaldárselsveg en reiðvegurinn er handan hans. Nýi stígurinn er hins vegar hesthúsmegin. Hestafólk þarf því að fara yfir nýja stíginn til að komast á reiðgötuna. „Hröð umferð reiðhjólamanna og ríðandi vegfarenda fer illa saman og er ávísun á slys,“ segir í bréfi Þórunnar til bæjarins. Stemma þurfi stigu við hraða hjólreiðamanna við hesthúsabyggðina við Hlíðarþúfur. „Besta lausn til framtíðar að okkar mati eru undirgöng sem myndu liggja bæði undir reiðhjólastíginn og Kaldárselsveginn.“ Í millitíðinni þurfi lausnir á borð við að hjólreiðastígurinn verði ekki malbikaður við Hlíðarþúfur, að settar verði varúðarmerkingar, að hestamenn hafi forgang og biðskylda verði hjá hjólreiðafólki. Jafnvel að hlið hægi á hjólandi umferð. Í samtali við Fréttablaðið bendir Þórunn á að fólk á reiðhjólum sé hljóðlaust og oft í skærum litum. „Það birtist kannski skyndilega og þá fælast hestar og það verða slys. Við erum alls ekkert á móti þessu en viljum að þetta sé gert eins öruggt og hægt er. Þá þarf að gera ráðstafanir svo þessi umferð fari saman; að hægja á hjólaumferðinni eða þá að sleppa því að malbika stíginn. Það eru alls konar aðferðir til. Núna eru þrjár leiðir frá hesthúshverfinu yfir á reiðgötuna en það væri í sjálfu sér nóg að hafa bara eina örugga leið og það sem við vildum helst er að gerð yrðu undirgöng.“
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Sjá meira