Hundruð milljóna kosningar teknar úr varasjóði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. september 2017 12:00 Það kostar sitt að kjósa og gera má ráð fyrir að þingkosningarnar 28. október muni kosta mörg hundruð milljónir króna. Fréttablaðið/Eyþór Gera má ráð fyrir því að beinn kostnaður vegna framkvæmd Alþingiskosninganna sem boðað hefur verið til þann 28. október næstkomandi muni nema á fjórða hundrað milljónum króna. Skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála gerir ráð fyrir að þessum óvæntu útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði ríkisins. Beinn kostnaður vegna kosninganna í fyrra fór 30 milljónum fram úr áætlun og nam 350 milljónum króna. „Ég geri ráð fyrir að þessum útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði samkvæmt 24. gr. laga um opinber fjármál sem ætlað er að mæta útgjöldum sem eru tímabundin, óhjákvæmileg, ófyrirséð og ekki hægt að bregðast við með öðrum hætti innan fjárlagaársins,“ segir Björn Þór Hermannsson, skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála við fyrirspurn Fréttablaðsins, um hvernig ríkissjóður muni bregðast við kostnaðinum sem kosningum fylgir. Varasjóði þessum er lýst þannig á vef fjármálaráðuneytisins að hann sé nokkurs konar „geymslustaður fyrir fjárheimildir sem hægt er að grípa til ef slíkar aðstæður skapast“ og skal hann nema að lágmarki 1% af fjárheimildum fjárlaga hverju sinni. Í fyrra var kosningum sem kunnugt er flýtt en þá gafst ráðrúm til að gera ráðstafanir fyrir útgjöldunum í fjáraukalögum í september 2016. Þá voru 320 milljónir eyrnamerktar beinum kostnaði við að halda sjálfar kosningarnar. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins nam kostnaðurinn þegar upp var staðið 350 milljónum og fór því 30 milljónum fram úr áætlun. Helstu kostnaðarliðir eru að sögn Jóhannesar ýmis sérfræðiþjónusta, prentun kjörgagna, kostnaður vegna kjörstaða og vinnsla gagna hjá Þjóðskrá. Þá er ekki meðtalinn kostnaður upp á 121 milljón króna sem ráðgert var að þyrfti í biðlaun og annan þingfararkostnað þar sem þá var orðið ljóst að óvenju margir þingmenn gæfu ekki kost á sér til endurkjörs. Svo var gert ráð fyrir 47 milljónum í ýmis útgjöld sem falli til í framhaldi af kosningunum. Eins og kaupa á tækjum og búnaði fyrir nýja alþingismenn, standsetningu á húsnæði, flutningskostnað og útgáfu á kynningarefni fyrri nýja þingmenn. Heildarkostnaður vegna kosninganna í fyrra gat því numið hátt í hálfum milljarði króna. Björn Þór segir að áætlaður kostnaður nú liggi ekki fyrir. „En það má þó ætla að það verði svipað og fyrir ári síðan.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Gera má ráð fyrir því að beinn kostnaður vegna framkvæmd Alþingiskosninganna sem boðað hefur verið til þann 28. október næstkomandi muni nema á fjórða hundrað milljónum króna. Skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála gerir ráð fyrir að þessum óvæntu útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði ríkisins. Beinn kostnaður vegna kosninganna í fyrra fór 30 milljónum fram úr áætlun og nam 350 milljónum króna. „Ég geri ráð fyrir að þessum útgjöldum verði mætt með framlagi úr almennum varasjóði samkvæmt 24. gr. laga um opinber fjármál sem ætlað er að mæta útgjöldum sem eru tímabundin, óhjákvæmileg, ófyrirséð og ekki hægt að bregðast við með öðrum hætti innan fjárlagaársins,“ segir Björn Þór Hermannsson, skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála við fyrirspurn Fréttablaðsins, um hvernig ríkissjóður muni bregðast við kostnaðinum sem kosningum fylgir. Varasjóði þessum er lýst þannig á vef fjármálaráðuneytisins að hann sé nokkurs konar „geymslustaður fyrir fjárheimildir sem hægt er að grípa til ef slíkar aðstæður skapast“ og skal hann nema að lágmarki 1% af fjárheimildum fjárlaga hverju sinni. Í fyrra var kosningum sem kunnugt er flýtt en þá gafst ráðrúm til að gera ráðstafanir fyrir útgjöldunum í fjáraukalögum í september 2016. Þá voru 320 milljónir eyrnamerktar beinum kostnaði við að halda sjálfar kosningarnar. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins nam kostnaðurinn þegar upp var staðið 350 milljónum og fór því 30 milljónum fram úr áætlun. Helstu kostnaðarliðir eru að sögn Jóhannesar ýmis sérfræðiþjónusta, prentun kjörgagna, kostnaður vegna kjörstaða og vinnsla gagna hjá Þjóðskrá. Þá er ekki meðtalinn kostnaður upp á 121 milljón króna sem ráðgert var að þyrfti í biðlaun og annan þingfararkostnað þar sem þá var orðið ljóst að óvenju margir þingmenn gæfu ekki kost á sér til endurkjörs. Svo var gert ráð fyrir 47 milljónum í ýmis útgjöld sem falli til í framhaldi af kosningunum. Eins og kaupa á tækjum og búnaði fyrir nýja alþingismenn, standsetningu á húsnæði, flutningskostnað og útgáfu á kynningarefni fyrri nýja þingmenn. Heildarkostnaður vegna kosninganna í fyrra gat því numið hátt í hálfum milljarði króna. Björn Þór segir að áætlaður kostnaður nú liggi ekki fyrir. „En það má þó ætla að það verði svipað og fyrir ári síðan.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira