Trump hindrar aðgengi að getnaðarvörnum Þórdís Valsdóttir skrifar 7. október 2017 12:15 Nú geta atvinnurekendur neitað að greiða fyrir getnaðarvarnir starfsmanna sinna ef þeir segja það stríða gegn trúarskoðunum sínum eða siðvitund. Vísir/getty Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að hindra aðgengi kvenna að getnaðarvörnum. Undir stjórn Baracks Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta, var komið á laggirnar reglu sem kvað á um skyldu atvinnurekenda til að greiða fyrir getnaðarvarnir fyrir starfsmenn sína. Samkvæmt nýjum úrskurði ríkisstjónar Trump mega vinnuveitendur neita því að útvega starfsmönnum sínum getnaðarvarnir ef það stríðir gegn trúarskoðunum eða siðvitund atvinnurekandans. 55 milljónir kvenna í Bandaríkjunum nutu góðs af reglu Obama sem skyldaði atvinnurekendur til að útvega getnaðarvarnir. Þessi regla var ein af hornsteinum Obamacare, heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Meirihluti almennings studdi regluna, en samkvæmt könnunum voru um 68 prósent almennings fylgjandi því að atvinnurekendur greiddu fyrir getnaðarvarnarlyf.Breytingarnar taka gildi strax Þessar breytingar taka gildi strax. Ríkisstjórnin sagði að mikið lægi á því að breyta tilskipuninni, meðal annars vegna þess að með því að greiða fyrir getnaðarvarnir væri verið að ýta undir „varasama kynferðislega hegðun“ unglingsstúlkna og ungra kvenna. Undir stjórn Obama voru ákveðnar undantekningar frá reglunni, þar á meðal fyrir kirkjur, moskur og sýnagógur. Ef atvinnurekendur hyggðust ekki ætla að fylgja reglunni þá var þó skylda að tilkynna það til stjórnvalda. Nú er hins vegar búið að afnema tilkynningarskylduna og þannig auðvelda atvinnurekendum að komast undan því að greiða fyrir getnaðarvarnir starfsmanna. Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að hindra aðgengi kvenna að getnaðarvörnum. Undir stjórn Baracks Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta, var komið á laggirnar reglu sem kvað á um skyldu atvinnurekenda til að greiða fyrir getnaðarvarnir fyrir starfsmenn sína. Samkvæmt nýjum úrskurði ríkisstjónar Trump mega vinnuveitendur neita því að útvega starfsmönnum sínum getnaðarvarnir ef það stríðir gegn trúarskoðunum eða siðvitund atvinnurekandans. 55 milljónir kvenna í Bandaríkjunum nutu góðs af reglu Obama sem skyldaði atvinnurekendur til að útvega getnaðarvarnir. Þessi regla var ein af hornsteinum Obamacare, heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Meirihluti almennings studdi regluna, en samkvæmt könnunum voru um 68 prósent almennings fylgjandi því að atvinnurekendur greiddu fyrir getnaðarvarnarlyf.Breytingarnar taka gildi strax Þessar breytingar taka gildi strax. Ríkisstjórnin sagði að mikið lægi á því að breyta tilskipuninni, meðal annars vegna þess að með því að greiða fyrir getnaðarvarnir væri verið að ýta undir „varasama kynferðislega hegðun“ unglingsstúlkna og ungra kvenna. Undir stjórn Obama voru ákveðnar undantekningar frá reglunni, þar á meðal fyrir kirkjur, moskur og sýnagógur. Ef atvinnurekendur hyggðust ekki ætla að fylgja reglunni þá var þó skylda að tilkynna það til stjórnvalda. Nú er hins vegar búið að afnema tilkynningarskylduna og þannig auðvelda atvinnurekendum að komast undan því að greiða fyrir getnaðarvarnir starfsmanna.
Donald Trump Stj.mál Tengdar fréttir Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25
Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent