Mueller hitti höfund eldfimrar skýrslu um Trump og Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2017 23:22 Mueller hefur sjálfur verið þögull sem gröfinn frá því að hann tók við rannsókninni eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra FBI í vor. Vísir/AFP Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hittu breskan fyrrverandi leyniþjónustumann sem samdi skýrslu um tengsl Rússa og Donalds Trump í sumar. Framandlegar fullyrðingar í skýrslunni vöktu mikla athygli. Greint var frá efni skýrslu breska njósnarans Christophers Steele í byrjun þessa árs. Í henni kom meðal annars fram að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Trump og að þeir hefðu séð honum fyrir upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Safaríkustu fullyrðingarnar í skýrslunni vörðuðu meðal annars vændiskonur á hóteli í Moskvu. Þeir hlutar skýrslunnar hafa ekki verið staðfestir. Trump hefur þvertekið fyrir að þeir eigi sér stoð í veruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að tryggja Trump sigur. Það hafi þeir meðal annars gert með innbrotum í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins sem var í kjölfarið lekið. Mueller rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi staðið í samráði við Rússa fyrir kosningarnar.Skýrslan var upphaflega unnin í tengslum við forval repúblikana CNN-fréttastöðin greinir nú frá því að Mueller hafi látið starfsmenn sína hitta Steele í sumar en upplýsingar hans gætu hjálpað þeim að glöggva sig á því hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi mögulega brotið lög með samskiptum við Rússa í aðdraganda kosninganna í fyrra. Í frétt hennar segir ennfremur að svo virðist sem að leyniþjónustan CIA og alríkislögreglan FBI hafi tekið skýrslunni alvarlegar en áður hefur komið fram. Þannig hafi CIA haldið henni utan við skýrslu sem stofnunin birti um afskipti Rússa opinberlega í janúar til að þurfa ekki að greina frá því hvaða hlutar hennar hefðu verið staðfestir og hvernig. Steele hefur hafnað því að bera vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar einnig afskipti Rússa og meint samráð milli þeirra og framboðs Trump. Njósnarinn fyrrverandi var fenginn af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins til að safna upplýsingum um hann í fyrra. Þegar ljóst var að Trump myndi hljóta útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi réðu demókratar hann til að halda upplýsingasöfnuninni áfram. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira
Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hittu breskan fyrrverandi leyniþjónustumann sem samdi skýrslu um tengsl Rússa og Donalds Trump í sumar. Framandlegar fullyrðingar í skýrslunni vöktu mikla athygli. Greint var frá efni skýrslu breska njósnarans Christophers Steele í byrjun þessa árs. Í henni kom meðal annars fram að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Trump og að þeir hefðu séð honum fyrir upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Safaríkustu fullyrðingarnar í skýrslunni vörðuðu meðal annars vændiskonur á hóteli í Moskvu. Þeir hlutar skýrslunnar hafa ekki verið staðfestir. Trump hefur þvertekið fyrir að þeir eigi sér stoð í veruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að tryggja Trump sigur. Það hafi þeir meðal annars gert með innbrotum í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins sem var í kjölfarið lekið. Mueller rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi staðið í samráði við Rússa fyrir kosningarnar.Skýrslan var upphaflega unnin í tengslum við forval repúblikana CNN-fréttastöðin greinir nú frá því að Mueller hafi látið starfsmenn sína hitta Steele í sumar en upplýsingar hans gætu hjálpað þeim að glöggva sig á því hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi mögulega brotið lög með samskiptum við Rússa í aðdraganda kosninganna í fyrra. Í frétt hennar segir ennfremur að svo virðist sem að leyniþjónustan CIA og alríkislögreglan FBI hafi tekið skýrslunni alvarlegar en áður hefur komið fram. Þannig hafi CIA haldið henni utan við skýrslu sem stofnunin birti um afskipti Rússa opinberlega í janúar til að þurfa ekki að greina frá því hvaða hlutar hennar hefðu verið staðfestir og hvernig. Steele hefur hafnað því að bera vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar einnig afskipti Rússa og meint samráð milli þeirra og framboðs Trump. Njósnarinn fyrrverandi var fenginn af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins til að safna upplýsingum um hann í fyrra. Þegar ljóst var að Trump myndi hljóta útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi réðu demókratar hann til að halda upplýsingasöfnuninni áfram.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26
Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29
Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27