Helmingur vill spítala við Hringbraut Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. október 2017 06:00 Helmingur, eða 51 prósent, þeirra sem afstöðu taka vill að nýr Landspítali verði á Hringbraut. Vísir/Vilhelm Helmingur, eða 51 prósent, þeirra sem afstöðu taka vill að nýr Landspítali verði á Hringbraut. Þá vill þriðjungur, eða 35 prósent, að hann verði á Vífilsstöðum en 14 prósent vilja að hann verði annars staðar. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þeir sem telja að hann eigi að vera annars staðar sögðu flestir að hann ætti að vera í Fossvogi, nokkrir sögðu að hann ætti að vera einhvers staðar annars staðar í Reykjavík en enn aðrir sögðu að hann ætti að vera í Garðabæ.Lilja Alfreðsdóttir.Áætlað er að framkvæmdir hefjist á vormánuðum 2018 við byggingu nýs spítala og er fullnaðarhönnun vel á veg komin. Útboð vegna hönnunar á nýju rannsóknahúsi stendur yfir. „Nú líður senn að því að grunnteikningar meðferðarkjarnans, sem er nýi spítalinn, verði sendar til skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar til umsagnar og samþykktar. Um er að ræða umfangsmikið verkefni, það stærsta á borði borgarinnar síðan Harpa var byggð,“ sagði Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður Nýja Landspítalans, í blaði um Hringbrautarverkefnið sem dreift var í gær. Stjórnmálamenn hafa haft ólíkar skoðanir á staðsetningu spítalans og hefur Framsóknarflokkurinn meðal annars gagnrýnt að reisa eigi spítalann við Hringbraut. „Ég tel að þessi staðsetning sem stjórnvöld eru búin að velja, séu hreinlega mistök,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Bylgjuna í fyrradag. Hún segir umferðaræðar miðsvæðis í borginni vera sprungnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvar vilt þú að nýr Landspítali sé staðsettur? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 18 prósent sögðust óákveðin en 1 prósent svaraði ekki. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Helmingur, eða 51 prósent, þeirra sem afstöðu taka vill að nýr Landspítali verði á Hringbraut. Þá vill þriðjungur, eða 35 prósent, að hann verði á Vífilsstöðum en 14 prósent vilja að hann verði annars staðar. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þeir sem telja að hann eigi að vera annars staðar sögðu flestir að hann ætti að vera í Fossvogi, nokkrir sögðu að hann ætti að vera einhvers staðar annars staðar í Reykjavík en enn aðrir sögðu að hann ætti að vera í Garðabæ.Lilja Alfreðsdóttir.Áætlað er að framkvæmdir hefjist á vormánuðum 2018 við byggingu nýs spítala og er fullnaðarhönnun vel á veg komin. Útboð vegna hönnunar á nýju rannsóknahúsi stendur yfir. „Nú líður senn að því að grunnteikningar meðferðarkjarnans, sem er nýi spítalinn, verði sendar til skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar til umsagnar og samþykktar. Um er að ræða umfangsmikið verkefni, það stærsta á borði borgarinnar síðan Harpa var byggð,“ sagði Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður Nýja Landspítalans, í blaði um Hringbrautarverkefnið sem dreift var í gær. Stjórnmálamenn hafa haft ólíkar skoðanir á staðsetningu spítalans og hefur Framsóknarflokkurinn meðal annars gagnrýnt að reisa eigi spítalann við Hringbraut. „Ég tel að þessi staðsetning sem stjórnvöld eru búin að velja, séu hreinlega mistök,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Bylgjuna í fyrradag. Hún segir umferðaræðar miðsvæðis í borginni vera sprungnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvar vilt þú að nýr Landspítali sé staðsettur? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 18 prósent sögðust óákveðin en 1 prósent svaraði ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira