Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. október 2017 02:30 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, við undirritun stjórnarsáttmála í janúar síðastliðnum. Vísir/Ernir Vinstrihreyfingin –grænt framboð yrði langstærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði nú, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Vinstri græn fengju tæplega 29 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn með rúmlega 22 prósent. Píratar og Samfylkingin yrðu nánast jafnstór, Píratar fengju rúmlega 11 prósent en Samfylkingin fengi tæplega 11 prósent. Þá fengi Miðflokkurinn tæplega 9 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins væru svo álíka stórir með tæplega 6 prósenta fylgi. Viðreisn fengi 3 prósent og Björt framtíð rétt innan við 3 prósent. Í könnuninni var fólk spurt hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum hyggist kjósa Samfylkinguna núna. Ef þetta yrði niðurstaðan yrðu sjö flokkar með kjörna menn á Alþingi að loknum kosningum. Eina mögulega tveggja flokka stjórnin yrði mynduð af Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki kjörna þingmenn, Vinstri græn fengju tuttugu þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn fimmtán, Píratar fengju átta þingmenn, Samfylkingin sjö og Miðflokkurinn sex þingmenn. Þá fengi Flokkur fólksins fjóra þingmenn og Framsóknarflokkurinn þrjá. Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var því 59,1 prósent og tók 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 9 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 11 prósent sögðust vera óákveðin og tæplega 18 prósent svöruðu ekki spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Vinstrihreyfingin –grænt framboð yrði langstærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði nú, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Vinstri græn fengju tæplega 29 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn með rúmlega 22 prósent. Píratar og Samfylkingin yrðu nánast jafnstór, Píratar fengju rúmlega 11 prósent en Samfylkingin fengi tæplega 11 prósent. Þá fengi Miðflokkurinn tæplega 9 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins væru svo álíka stórir með tæplega 6 prósenta fylgi. Viðreisn fengi 3 prósent og Björt framtíð rétt innan við 3 prósent. Í könnuninni var fólk spurt hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum hyggist kjósa Samfylkinguna núna. Ef þetta yrði niðurstaðan yrðu sjö flokkar með kjörna menn á Alþingi að loknum kosningum. Eina mögulega tveggja flokka stjórnin yrði mynduð af Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki kjörna þingmenn, Vinstri græn fengju tuttugu þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn fimmtán, Píratar fengju átta þingmenn, Samfylkingin sjö og Miðflokkurinn sex þingmenn. Þá fengi Flokkur fólksins fjóra þingmenn og Framsóknarflokkurinn þrjá. Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var því 59,1 prósent og tók 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 9 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 11 prósent sögðust vera óákveðin og tæplega 18 prósent svöruðu ekki spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?