Friðarbylting unga fólksins Dagur B. Eggertsson og Jón Atli Benediktsson skrifar 10. október 2017 07:00 Það þarf ungt fólk til að ganga gegn hefðum og venjum og knýja fram samfélagsbreytingar til framtíðar. Það er því mikilvægt að stuðla að samtali þvert á kynslóðir með því að ljá ungu fólki rödd og veita því hlutdeild í úrlausnum þeirra flóknu áskorana sem við stöndum frammi fyrir í heiminum í dag. Í hefðbundinni friðarumræðu á alþjóðavísu hefur jafnan verið horft fram hjá því hlutverki sem ungt fólk getur gegnt í friðaruppbyggingu. Ályktun Sameinuðu þjóðanna frá því í desember 2015 um ungt fólk, frið og öryggi hefur þó umbylt þeirri umræðu, og hefur skapað umgjörð um framlag ungs fólks til friðaruppbyggingar og baráttunnar gegn ofbeldisfullum öfgastefnum. Aukin menntun og valdefling ungs fólks skiptir sköpum fyrir þróun heimsmála næstu árin og í því tilliti er mikilvægt að fræðasamfélagið og borgin skapi vettvang fyrir upplýsta umræðu um friðarmál hér á landi. Þar gegnir Höfði friðarsetur mikilvægu hlutverki en Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands standa að setrinu. Áskoranir heimsmála kalla á víðtækt samstarf og samtal. Höfði friðarsetur býður til þess samtals í dag á alþjóðlegri ráðstefnu þar sem leiddir eru saman heimsþekktir leiðtogar og aðgerðasinnar í friðarmálum. Tawakkol Karman, handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2011 og blaðamaður frá Jemen, sem hefur beitt sér bæði fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna, er þar meðal flytjenda ásamt Faten Mahdi Al-Hussaini, baráttukonu gegn ofbeldisfullum öfgahópum og talskonu norska ríkissjónvarpsins gegn hatursorðræðu í Noregi, auk annarra frábærra þátttakenda. Friðarvika í Reykjavík er nú orðinn að föstum viðburði í byrjun október, þegar Friðarsúlan í Viðey er tendruð til að minna okkur á von Yoko Ono og Johns Lennon um heimsfrið. Okkar von er að framlag Höfða friðarseturs með árlegri friðarráðstefnu geti orðið til þess að festa Reykjavíkurborg enn frekar í sessi sem borg friðar á alþjóðavísu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Jón Atli Benediktsson Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Það þarf ungt fólk til að ganga gegn hefðum og venjum og knýja fram samfélagsbreytingar til framtíðar. Það er því mikilvægt að stuðla að samtali þvert á kynslóðir með því að ljá ungu fólki rödd og veita því hlutdeild í úrlausnum þeirra flóknu áskorana sem við stöndum frammi fyrir í heiminum í dag. Í hefðbundinni friðarumræðu á alþjóðavísu hefur jafnan verið horft fram hjá því hlutverki sem ungt fólk getur gegnt í friðaruppbyggingu. Ályktun Sameinuðu þjóðanna frá því í desember 2015 um ungt fólk, frið og öryggi hefur þó umbylt þeirri umræðu, og hefur skapað umgjörð um framlag ungs fólks til friðaruppbyggingar og baráttunnar gegn ofbeldisfullum öfgastefnum. Aukin menntun og valdefling ungs fólks skiptir sköpum fyrir þróun heimsmála næstu árin og í því tilliti er mikilvægt að fræðasamfélagið og borgin skapi vettvang fyrir upplýsta umræðu um friðarmál hér á landi. Þar gegnir Höfði friðarsetur mikilvægu hlutverki en Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands standa að setrinu. Áskoranir heimsmála kalla á víðtækt samstarf og samtal. Höfði friðarsetur býður til þess samtals í dag á alþjóðlegri ráðstefnu þar sem leiddir eru saman heimsþekktir leiðtogar og aðgerðasinnar í friðarmálum. Tawakkol Karman, handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2011 og blaðamaður frá Jemen, sem hefur beitt sér bæði fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna, er þar meðal flytjenda ásamt Faten Mahdi Al-Hussaini, baráttukonu gegn ofbeldisfullum öfgahópum og talskonu norska ríkissjónvarpsins gegn hatursorðræðu í Noregi, auk annarra frábærra þátttakenda. Friðarvika í Reykjavík er nú orðinn að föstum viðburði í byrjun október, þegar Friðarsúlan í Viðey er tendruð til að minna okkur á von Yoko Ono og Johns Lennon um heimsfrið. Okkar von er að framlag Höfða friðarseturs með árlegri friðarráðstefnu geti orðið til þess að festa Reykjavíkurborg enn frekar í sessi sem borg friðar á alþjóðavísu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun