Þingheimur eldist um sex ár Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Kjartansson skrifa 29. október 2017 16:20 Meðalþingmaðurinn á nýju þingi er að komast á sextugsaldur. Vísir/Anton Brink Meðalaldur þingmanna á nýju þingi verður tæp fimmtíu ár og hækkar um rúm sex ár frá því á síðasta þingi eftir kosningarnar í gær. Rúmir fjórir áratugir skilja að yngsta og elsta þingmanninn. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings og var sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall. Þingið nú er það elsta frá því eftir þingkosningarnar 2007. Aldursforseti nýs þings er Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna úr Suðurkjördæmi. Hann var 68 ára, tíu mánaða og 25 daga gamall á kjördag. Á milli hans og Áslaugar Örnu Sigubjörnsdóttur, yngsta þingmannsins eru 42 ár. Áslaug Arna, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavíkurkjördæmi norður var 26 ára, tíu mánaða og 28 daga gömul þegar hún var kjörin á þing öðru sinni í gær. Sjáfstæðismenn eiga einnig næstyngsta þingmanninn, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, en hún er 29 ára, ellefu mánaða og 24 ára gömul. Þær Áslaug Arna eru einu þingmennirnir sem eru undir þrítugu. Af þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri.Píratar yngstir, Flokkur fólksins elstur Af einstökum þingflokkum eru Píratar með áberandi lægsta meðalaldurinn, tæp 37 ár. Það er þó nokkuð hærra en eftir síðustu kosningar en þá voru þingmenn Pírata 33 ára gamlir að meðaltali. Á hinum endanum er Flokkur fólksins þar sem nýkjörnir þingmenn flokksins eru rúmlega sextugir að meðaltali. Aðeins þingflokkur Samfylkingarinnar yngist á milli kosninga. Eftir þingkosningarnar í fyrra var meðalaldur þingflokksins rúm 54 ár en er nú tæpt 51 og hálft. Aðrir flokkar sem áttu þingmenn á þingi fyrir eldast töluvert. Mesta öldrunin á sér stað í þingflokki Viðreisnar. Meðalaldur þingmanna flokksins var 44,7 ár á síðasta þingi en er nú rúm 53 ár. Þingflokkur Framsóknarflokksins eldist um tæp sex ár og þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um það bil fjögur ár. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er 51 árs að meðaltali. Kosningar 2017 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Meðalaldur þingmanna á nýju þingi verður tæp fimmtíu ár og hækkar um rúm sex ár frá því á síðasta þingi eftir kosningarnar í gær. Rúmir fjórir áratugir skilja að yngsta og elsta þingmanninn. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings og var sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall. Þingið nú er það elsta frá því eftir þingkosningarnar 2007. Aldursforseti nýs þings er Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna úr Suðurkjördæmi. Hann var 68 ára, tíu mánaða og 25 daga gamall á kjördag. Á milli hans og Áslaugar Örnu Sigubjörnsdóttur, yngsta þingmannsins eru 42 ár. Áslaug Arna, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavíkurkjördæmi norður var 26 ára, tíu mánaða og 28 daga gömul þegar hún var kjörin á þing öðru sinni í gær. Sjáfstæðismenn eiga einnig næstyngsta þingmanninn, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, en hún er 29 ára, ellefu mánaða og 24 ára gömul. Þær Áslaug Arna eru einu þingmennirnir sem eru undir þrítugu. Af þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri.Píratar yngstir, Flokkur fólksins elstur Af einstökum þingflokkum eru Píratar með áberandi lægsta meðalaldurinn, tæp 37 ár. Það er þó nokkuð hærra en eftir síðustu kosningar en þá voru þingmenn Pírata 33 ára gamlir að meðaltali. Á hinum endanum er Flokkur fólksins þar sem nýkjörnir þingmenn flokksins eru rúmlega sextugir að meðaltali. Aðeins þingflokkur Samfylkingarinnar yngist á milli kosninga. Eftir þingkosningarnar í fyrra var meðalaldur þingflokksins rúm 54 ár en er nú tæpt 51 og hálft. Aðrir flokkar sem áttu þingmenn á þingi fyrir eldast töluvert. Mesta öldrunin á sér stað í þingflokki Viðreisnar. Meðalaldur þingmanna flokksins var 44,7 ár á síðasta þingi en er nú rúm 53 ár. Þingflokkur Framsóknarflokksins eldist um tæp sex ár og þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um það bil fjögur ár. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er 51 árs að meðaltali.
Kosningar 2017 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira