Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2017 10:17 Norska leikkonan Natassia Malthe. Vísir/AFP Norska leikkonan Natassia Malthe segir Harvey Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin árið 2008. Hann hafi ruðst inn á hótelherbergi hennar í London og þulið upp nöfn frægra leikkvenna sem hann hafi gert af stjörnum því þær sænguðu hjá honum . Þá hafi hann nauðgað henni. Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagðist ítrekað hafa sagt Weinstein að hún hefði ekki áhuga á að sænga hjá honum. Hún segir Weinstein hafa lofað sér hlutverki í kvikmynd gegn því að sænga hjá honum. Hún hafi neitað en hann hafi byrjað að fróa sér fyrir framan hana. Eftir neitanir hennar muni hann hafa hent henni á rúmið og nauðgað henni. Fjölmargar konur hafa sakað Weinstein um nauðgun og kynferðislega áreitni á undanförnum vikum. Nú síðast á þriðjudaginn sakaði önnur kona hann um nauðgun samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður Weinstein sendi út tilkynningu frá honum þar sem hann neitar því að hafa nauðgað nokkurri konu. Malthe segir einnig að Weinstein hafi haldið áfram að áreita hana á næstu árum, þegar hún var að reyna að byggja upp feril sinn sem leikari. Meðal annars hafi hann eitt sinn beðið hana um að taka þátt í hópkynlífi nokkrum árum seinna. Þá var til viðræðna að hún léki í kvikmynd sem Weinstein kom að. Malthe sagðist hafa sagt Weinstein að það að leika í kvikmyndum væri ekki þess virði ef þetta væri kostnaðurinn. Hún hafnaði honum og yfirgaf Bandaríkin í kjölfarið. „Mér fannst eins og draumar mínir hefðu verið eyðilagðir,“ sagði Malthe. „Leikkonur eiga ekki að þurfa að lítillækka sig til þess að ganga vel í ferli sínum.“ Hún sagðist hafa orðið fyrir áreitni frá mörgum mönnum í Hollywood, en Weinstein hefði verið sá versti. MeToo Noregur Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Norska leikkonan Natassia Malthe segir Harvey Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin árið 2008. Hann hafi ruðst inn á hótelherbergi hennar í London og þulið upp nöfn frægra leikkvenna sem hann hafi gert af stjörnum því þær sænguðu hjá honum . Þá hafi hann nauðgað henni. Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagðist ítrekað hafa sagt Weinstein að hún hefði ekki áhuga á að sænga hjá honum. Hún segir Weinstein hafa lofað sér hlutverki í kvikmynd gegn því að sænga hjá honum. Hún hafi neitað en hann hafi byrjað að fróa sér fyrir framan hana. Eftir neitanir hennar muni hann hafa hent henni á rúmið og nauðgað henni. Fjölmargar konur hafa sakað Weinstein um nauðgun og kynferðislega áreitni á undanförnum vikum. Nú síðast á þriðjudaginn sakaði önnur kona hann um nauðgun samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður Weinstein sendi út tilkynningu frá honum þar sem hann neitar því að hafa nauðgað nokkurri konu. Malthe segir einnig að Weinstein hafi haldið áfram að áreita hana á næstu árum, þegar hún var að reyna að byggja upp feril sinn sem leikari. Meðal annars hafi hann eitt sinn beðið hana um að taka þátt í hópkynlífi nokkrum árum seinna. Þá var til viðræðna að hún léki í kvikmynd sem Weinstein kom að. Malthe sagðist hafa sagt Weinstein að það að leika í kvikmyndum væri ekki þess virði ef þetta væri kostnaðurinn. Hún hafnaði honum og yfirgaf Bandaríkin í kjölfarið. „Mér fannst eins og draumar mínir hefðu verið eyðilagðir,“ sagði Malthe. „Leikkonur eiga ekki að þurfa að lítillækka sig til þess að ganga vel í ferli sínum.“ Hún sagðist hafa orðið fyrir áreitni frá mörgum mönnum í Hollywood, en Weinstein hefði verið sá versti.
MeToo Noregur Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira