Norsk leikkona sakar Weinstein um nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2017 10:17 Norska leikkonan Natassia Malthe. Vísir/AFP Norska leikkonan Natassia Malthe segir Harvey Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin árið 2008. Hann hafi ruðst inn á hótelherbergi hennar í London og þulið upp nöfn frægra leikkvenna sem hann hafi gert af stjörnum því þær sænguðu hjá honum . Þá hafi hann nauðgað henni. Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagðist ítrekað hafa sagt Weinstein að hún hefði ekki áhuga á að sænga hjá honum. Hún segir Weinstein hafa lofað sér hlutverki í kvikmynd gegn því að sænga hjá honum. Hún hafi neitað en hann hafi byrjað að fróa sér fyrir framan hana. Eftir neitanir hennar muni hann hafa hent henni á rúmið og nauðgað henni. Fjölmargar konur hafa sakað Weinstein um nauðgun og kynferðislega áreitni á undanförnum vikum. Nú síðast á þriðjudaginn sakaði önnur kona hann um nauðgun samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður Weinstein sendi út tilkynningu frá honum þar sem hann neitar því að hafa nauðgað nokkurri konu. Malthe segir einnig að Weinstein hafi haldið áfram að áreita hana á næstu árum, þegar hún var að reyna að byggja upp feril sinn sem leikari. Meðal annars hafi hann eitt sinn beðið hana um að taka þátt í hópkynlífi nokkrum árum seinna. Þá var til viðræðna að hún léki í kvikmynd sem Weinstein kom að. Malthe sagðist hafa sagt Weinstein að það að leika í kvikmyndum væri ekki þess virði ef þetta væri kostnaðurinn. Hún hafnaði honum og yfirgaf Bandaríkin í kjölfarið. „Mér fannst eins og draumar mínir hefðu verið eyðilagðir,“ sagði Malthe. „Leikkonur eiga ekki að þurfa að lítillækka sig til þess að ganga vel í ferli sínum.“ Hún sagðist hafa orðið fyrir áreitni frá mörgum mönnum í Hollywood, en Weinstein hefði verið sá versti. MeToo Noregur Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Norska leikkonan Natassia Malthe segir Harvey Weinstein hafa nauðgað sér eftir BAFTA-verðlaunin árið 2008. Hann hafi ruðst inn á hótelherbergi hennar í London og þulið upp nöfn frægra leikkvenna sem hann hafi gert af stjörnum því þær sænguðu hjá honum . Þá hafi hann nauðgað henni. Malthe hélt blaðamannafund í New York í gærkvöldi þar sem hún sagðist ítrekað hafa sagt Weinstein að hún hefði ekki áhuga á að sænga hjá honum. Hún segir Weinstein hafa lofað sér hlutverki í kvikmynd gegn því að sænga hjá honum. Hún hafi neitað en hann hafi byrjað að fróa sér fyrir framan hana. Eftir neitanir hennar muni hann hafa hent henni á rúmið og nauðgað henni. Fjölmargar konur hafa sakað Weinstein um nauðgun og kynferðislega áreitni á undanförnum vikum. Nú síðast á þriðjudaginn sakaði önnur kona hann um nauðgun samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður Weinstein sendi út tilkynningu frá honum þar sem hann neitar því að hafa nauðgað nokkurri konu. Malthe segir einnig að Weinstein hafi haldið áfram að áreita hana á næstu árum, þegar hún var að reyna að byggja upp feril sinn sem leikari. Meðal annars hafi hann eitt sinn beðið hana um að taka þátt í hópkynlífi nokkrum árum seinna. Þá var til viðræðna að hún léki í kvikmynd sem Weinstein kom að. Malthe sagðist hafa sagt Weinstein að það að leika í kvikmyndum væri ekki þess virði ef þetta væri kostnaðurinn. Hún hafnaði honum og yfirgaf Bandaríkin í kjölfarið. „Mér fannst eins og draumar mínir hefðu verið eyðilagðir,“ sagði Malthe. „Leikkonur eiga ekki að þurfa að lítillækka sig til þess að ganga vel í ferli sínum.“ Hún sagðist hafa orðið fyrir áreitni frá mörgum mönnum í Hollywood, en Weinstein hefði verið sá versti.
MeToo Noregur Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira