NBA í nótt: Gríska fríkið áfram í miklu stuði | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 07:00 Giannis Antetokounmpo. Vísir/Getty Giannis Antetokounmpo er illviðráðanlegur í NBA-deildinni í körfubolta í upphafi leiktíðar og meistarar Golden State Warriors unnu léttan sigur. Washington Wizards er eina taplausa liðið í Austurdeildinni en bæði San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies héldu líka áfram fullkominni byrjun sinni í nótt. Phoenix Suns snéri við blaðinu og vann sinn fyrsta leik undir stjórn nýja þjálfarans og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu í sínum fjórða leik í NBA.Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo var með 32 stig og 14 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 103-94 sigur á Charlotte Hornets. Bucks-liðið skoraði níu síðustu stigin í leiknum. Antetokounmpo var einnig með 6 stoðsendingar, 2 varin skot og hitti úr 13 af 21 skoti sínu en Grikkinn hefur byrjað þetta tímabil af miklum krafti.Stephen Curry skoraði 29 stig og Kevin Durant var með 25 stig þegar meistarar Golden State Warriors unnu 133-103 sigur á Dallas en Golden State menn voru fyrir leikinn búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Dallas hefur aftur á móti tapað fyrstu fjórum leikjum leiktíðarinnar. Stephen Curry hitti meðal annars úr öllum 13 vítum sínum í leiknum en auk stiganna 29 var hann líka með 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Durant var með 8 fráköst og 6 stoðsendingar og Draymond Green bætti við 10 stigum, 8 stoðsendingum og 7 fráköstum. Marc Gasol skoraði 26 stig fyrir Memphis Grizzlies sem vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið lagði Houston 98-90 á útivelli. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2014-15 tímabilið sem Memphis-liðið vinnur þrjá fyrstu leiki sína en þá byrjaði 6-0. James Harden var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst fyrir Houston en Eric Gordon var stigahæstur hjá liðinu með 27 stig.Nýliðinn Ben Simmons var með þrennu þegar Philadelphia 76ers vann sinn fyrsta leik á tímabilinu en Simmons var með 21 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar í 97-86 sigri á Detroit Pistons. Joel Embiid var einnig með 30 stig fyrir Philadelphia-liðið sem hafði tapað þremur fyrstu leikjum sínum.Bradley Beal skoraði 20 stig og bætti við 19 stigum og 12 stoðsendingum þegar Washington Wizards vann 109-104 útisigur á Denver Nuggets. Washington menn hafa unnið þrjá fyrstu leiki tímabilsins. Wizards-liðið hitti meðal annars úr 26 af 28 vítaskotum sínum í leiknum. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 29 stig.Devin Booker skoraði 22 stig þar af tvö víti þegar 9,8 sekúndur voru eftir þegar Phoenix Suns vann 117-115 sigur á Sacramento Kings. Suns rak þjálfarann eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum en Jay Triano vann sinn fyrsta leik sem þjálfari liðsins.LaMarcus Aldridge var atkvæðamestur í 101-97 sigri San Antionio Spurs á Toronto Raptors en Aldridge skoraði 20 stig í þriðja sigri Spurs í þremur leikjum. Dejounte Murray var síðan með 16 stig og 15 fráköst. Spurs-liðið vann þrátt fyrir að spila án þeirra Kawhi Leonard og Tony Parker. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 28 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Sacramento Kings 117-115 Denver Nuggets - Washington Wizards 104-109 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 103-133 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 101-97 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 90-98 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 103-94 Miami Heat - Atlanta Hawks 104-93 Detroit Pistons - Philadelphia 76ers 86-97 Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 112-119 NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Giannis Antetokounmpo er illviðráðanlegur í NBA-deildinni í körfubolta í upphafi leiktíðar og meistarar Golden State Warriors unnu léttan sigur. Washington Wizards er eina taplausa liðið í Austurdeildinni en bæði San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies héldu líka áfram fullkominni byrjun sinni í nótt. Phoenix Suns snéri við blaðinu og vann sinn fyrsta leik undir stjórn nýja þjálfarans og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu í sínum fjórða leik í NBA.Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo var með 32 stig og 14 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 103-94 sigur á Charlotte Hornets. Bucks-liðið skoraði níu síðustu stigin í leiknum. Antetokounmpo var einnig með 6 stoðsendingar, 2 varin skot og hitti úr 13 af 21 skoti sínu en Grikkinn hefur byrjað þetta tímabil af miklum krafti.Stephen Curry skoraði 29 stig og Kevin Durant var með 25 stig þegar meistarar Golden State Warriors unnu 133-103 sigur á Dallas en Golden State menn voru fyrir leikinn búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Dallas hefur aftur á móti tapað fyrstu fjórum leikjum leiktíðarinnar. Stephen Curry hitti meðal annars úr öllum 13 vítum sínum í leiknum en auk stiganna 29 var hann líka með 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Durant var með 8 fráköst og 6 stoðsendingar og Draymond Green bætti við 10 stigum, 8 stoðsendingum og 7 fráköstum. Marc Gasol skoraði 26 stig fyrir Memphis Grizzlies sem vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið lagði Houston 98-90 á útivelli. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2014-15 tímabilið sem Memphis-liðið vinnur þrjá fyrstu leiki sína en þá byrjaði 6-0. James Harden var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst fyrir Houston en Eric Gordon var stigahæstur hjá liðinu með 27 stig.Nýliðinn Ben Simmons var með þrennu þegar Philadelphia 76ers vann sinn fyrsta leik á tímabilinu en Simmons var með 21 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar í 97-86 sigri á Detroit Pistons. Joel Embiid var einnig með 30 stig fyrir Philadelphia-liðið sem hafði tapað þremur fyrstu leikjum sínum.Bradley Beal skoraði 20 stig og bætti við 19 stigum og 12 stoðsendingum þegar Washington Wizards vann 109-104 útisigur á Denver Nuggets. Washington menn hafa unnið þrjá fyrstu leiki tímabilsins. Wizards-liðið hitti meðal annars úr 26 af 28 vítaskotum sínum í leiknum. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 29 stig.Devin Booker skoraði 22 stig þar af tvö víti þegar 9,8 sekúndur voru eftir þegar Phoenix Suns vann 117-115 sigur á Sacramento Kings. Suns rak þjálfarann eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum en Jay Triano vann sinn fyrsta leik sem þjálfari liðsins.LaMarcus Aldridge var atkvæðamestur í 101-97 sigri San Antionio Spurs á Toronto Raptors en Aldridge skoraði 20 stig í þriðja sigri Spurs í þremur leikjum. Dejounte Murray var síðan með 16 stig og 15 fráköst. Spurs-liðið vann þrátt fyrir að spila án þeirra Kawhi Leonard og Tony Parker. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 28 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Sacramento Kings 117-115 Denver Nuggets - Washington Wizards 104-109 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 103-133 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 101-97 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 90-98 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 103-94 Miami Heat - Atlanta Hawks 104-93 Detroit Pistons - Philadelphia 76ers 86-97 Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 112-119
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira