„Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 11:12 Í raun hefur ekkert verið útilokað varðandi stjórnarmyndun, þar með talið þriggja flokka ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins en ýmsir vilja meina að það yrði erfitt fyrir Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, að taka þátt í slíkri stjórn. vísir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. Einn möguleikinn sé þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Þá hafi Framsóknarflokkurinn verið í stjórnarmyndunarviðræðunum með Vinstri grænum, Samfylkingunni og Pírtöum en flokkurinn sleit viðræðunum í gær. Ástæðan er tæpur meirihluti flokkanna fjögurra en þeir eru saman með 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta á þingi. Lilja ræddi stöðuna í pólitíkinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Staðan er sú að það slitnaði upp úr þessu í gær eins og allri þjóðinni er kunnugt um. Það sem við leggjum áherslu á núna í framhaldinu, og við höfum alltaf gert frá því núna eftir kosningar, er að við viljum að sé mynduð ríkisstjórn sem stuðlar að pólitískum stöðugleika, félagslegum stöðugleika og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Lilja.Mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt Hún sagði Framsókn hafa viljað fá Viðreisn og Flokk fólksins með í viðræður flokkanna fjögurra til að breikka þær en formennirnir fjórir hafi á endanum ákveðið að setjast niður og fjölga ekki í hópnum. „En við höfum verið á því í Framsóknarflokknum að það sé mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt. Af hverju segi ég það? Jú, það er vegna þess að við höfum náð okkur efnahagslega nokkuð vel eftir fjármálahrunið en það sem hefur skort í íslensku samfélagi er ákveðin sátt. Sátt um næstu skref er varðar innviðauppbyggingu og hvernig við förum í þessi stóru verkefni,“ sagði Lilja og nefndi meðal annars komandi kjaraviðræður. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að það þyrfti traustari stjórn til að fara inn í kjaraviðræður en ég legg áherslu á að því gefnu þá er er ekki verið að útiloka einn eða neinn af þeim flokkum sem komu að þessu. Staðan er frekar flókin í íslenskum stjórnmálum og það vill þannig til að allir þeir flokkar sem eru kosnir á Alþingi Íslendinga hafa tiltölulega breiðan hóp á bak við sig. [...] Ég er að tala um að ríkisstjórnin endurspegli breiðan hóp fólks og það þarf ekki endilega að vera þannig að það séu margir flokkar heldur að það séu mismunandi sjónarmið sem mætast í þessari ríkisstjórn,“ sagði Lilja. Aðspurð hvort það væri raunhæfur möguleiki að mynda þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sagði Lilja: „Ég held eins og staðan er að þá er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur. [...] Ég sé þann möguleika jafnvel og líka fleiri möguleika.“Viðtalið við Lilju í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. Einn möguleikinn sé þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Þá hafi Framsóknarflokkurinn verið í stjórnarmyndunarviðræðunum með Vinstri grænum, Samfylkingunni og Pírtöum en flokkurinn sleit viðræðunum í gær. Ástæðan er tæpur meirihluti flokkanna fjögurra en þeir eru saman með 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta á þingi. Lilja ræddi stöðuna í pólitíkinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Staðan er sú að það slitnaði upp úr þessu í gær eins og allri þjóðinni er kunnugt um. Það sem við leggjum áherslu á núna í framhaldinu, og við höfum alltaf gert frá því núna eftir kosningar, er að við viljum að sé mynduð ríkisstjórn sem stuðlar að pólitískum stöðugleika, félagslegum stöðugleika og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Lilja.Mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt Hún sagði Framsókn hafa viljað fá Viðreisn og Flokk fólksins með í viðræður flokkanna fjögurra til að breikka þær en formennirnir fjórir hafi á endanum ákveðið að setjast niður og fjölga ekki í hópnum. „En við höfum verið á því í Framsóknarflokknum að það sé mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt. Af hverju segi ég það? Jú, það er vegna þess að við höfum náð okkur efnahagslega nokkuð vel eftir fjármálahrunið en það sem hefur skort í íslensku samfélagi er ákveðin sátt. Sátt um næstu skref er varðar innviðauppbyggingu og hvernig við förum í þessi stóru verkefni,“ sagði Lilja og nefndi meðal annars komandi kjaraviðræður. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að það þyrfti traustari stjórn til að fara inn í kjaraviðræður en ég legg áherslu á að því gefnu þá er er ekki verið að útiloka einn eða neinn af þeim flokkum sem komu að þessu. Staðan er frekar flókin í íslenskum stjórnmálum og það vill þannig til að allir þeir flokkar sem eru kosnir á Alþingi Íslendinga hafa tiltölulega breiðan hóp á bak við sig. [...] Ég er að tala um að ríkisstjórnin endurspegli breiðan hóp fólks og það þarf ekki endilega að vera þannig að það séu margir flokkar heldur að það séu mismunandi sjónarmið sem mætast í þessari ríkisstjórn,“ sagði Lilja. Aðspurð hvort það væri raunhæfur möguleiki að mynda þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sagði Lilja: „Ég held eins og staðan er að þá er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur. [...] Ég sé þann möguleika jafnvel og líka fleiri möguleika.“Viðtalið við Lilju í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36
Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00
Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45