Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2017 00:50 Kevin Spacey fer með aðalhlutverkið í House of Cards. Vísir/Getty Átta einstaklingar hafa sakað leikarinn Kevin Spacey um kynferðislega áreitni á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá þessu. Enginn þeirra átta sem saka leikarinn um þetta gerir það undir nafni af ótta við afleiðingar sem það gæti haft á starfsferil þeirra. Í umfjöllun CNN um málið er því haldið fram að Spacey hafi eitrað andrúmsloft tökustaðarins með hátterni sínu sem hafi verið viðvarandi á meðan tökum stóð. Þessir átta sem um ræðir eru ýmist núverandi eða fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Þessi umfjöllun CNN kemur í kjölfar greinar sem birt var á Buzzfeed þar sem leikarinn Anthoyny Rapp sagði Spacey hafa áreitt sig kynferðislega árið 1985 þegar Rapp var fjórtán ára gamall og Spacey 26 ára. Spacey bað Rapp afsökunar í yfirlýsingu á Twitter en sagðist ekki muna eftir atvikinu. Hann opinberaði um leið að hann væri samkynhneigður og var gagnrýndur fyrir að reyna með því að beina athyglinni frá ásökunum. Einn af starfsmönnum House of Cards sem CNN ræðir við segir Spacey hafa farið inn á buxur hans á meðan þeir óku að tökustað þáttanna. „Ég fékk áfall. Hann var maður í afar valdamikilli stöðu varðandi vinnslu þessara þátta og ég var mun lægra settur.” Hann vildi ekki segja hvað gerðist næst í samskiptum hans við Spacey í bílnum af ótta við að það kæmi upp um hver hann er. Hann segist hafa hjálpað Spacey að koma farangri í hjólhýsi sem leikarinn hafði til afnota á tökustað. Þar hafi Spacey króað starfsmanninn af og snert hann gegn hans vilja. „Ég sagði við hann að mér þætti þetta ekki í lagi,” hefur CNN eftir starfsmanninum. Hann sagði Spacey hafa reiðst við þetta og látið sig hverfa og ekki snúið aftur það sem eftir lifði degi. Starfsmaðurinn segist ekki hafa tilkynnt málið til lögreglu eða þeirra sem fóru fyrir framleiðslu þáttanna, en sagði samstarfsmanni sínum frá því sem staðfesti söguna við CNN. „Ég er í engum vafa um að svona hegðun var vani hjá honum. Ég var eflaust einn af mörgum og Spacey var eflaust ekki í vafa um hvort hann mætti misnota stöðu sína svona.” Aðrir starfsmenn sem CNN ræddi við segja að Spacey hafi gert ungum mönnum erfitt fyrir að starfa á tökustað House of Cards. CNN segist hafa reynt að ná tali af Spacey vegna málsins án árangurs. Netflix hafði tilkynnt fyrr í vikunni að væntanleg sjötta sería af House of Cards yrði sú síðasta. Síðar tilkynnti streymisveitan að hún hefði hætt framleiðslu á sjöttu seríunni. Mál Kevin Spacey MeToo Bandaríkin Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Átta einstaklingar hafa sakað leikarinn Kevin Spacey um kynferðislega áreitni á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá þessu. Enginn þeirra átta sem saka leikarinn um þetta gerir það undir nafni af ótta við afleiðingar sem það gæti haft á starfsferil þeirra. Í umfjöllun CNN um málið er því haldið fram að Spacey hafi eitrað andrúmsloft tökustaðarins með hátterni sínu sem hafi verið viðvarandi á meðan tökum stóð. Þessir átta sem um ræðir eru ýmist núverandi eða fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Þessi umfjöllun CNN kemur í kjölfar greinar sem birt var á Buzzfeed þar sem leikarinn Anthoyny Rapp sagði Spacey hafa áreitt sig kynferðislega árið 1985 þegar Rapp var fjórtán ára gamall og Spacey 26 ára. Spacey bað Rapp afsökunar í yfirlýsingu á Twitter en sagðist ekki muna eftir atvikinu. Hann opinberaði um leið að hann væri samkynhneigður og var gagnrýndur fyrir að reyna með því að beina athyglinni frá ásökunum. Einn af starfsmönnum House of Cards sem CNN ræðir við segir Spacey hafa farið inn á buxur hans á meðan þeir óku að tökustað þáttanna. „Ég fékk áfall. Hann var maður í afar valdamikilli stöðu varðandi vinnslu þessara þátta og ég var mun lægra settur.” Hann vildi ekki segja hvað gerðist næst í samskiptum hans við Spacey í bílnum af ótta við að það kæmi upp um hver hann er. Hann segist hafa hjálpað Spacey að koma farangri í hjólhýsi sem leikarinn hafði til afnota á tökustað. Þar hafi Spacey króað starfsmanninn af og snert hann gegn hans vilja. „Ég sagði við hann að mér þætti þetta ekki í lagi,” hefur CNN eftir starfsmanninum. Hann sagði Spacey hafa reiðst við þetta og látið sig hverfa og ekki snúið aftur það sem eftir lifði degi. Starfsmaðurinn segist ekki hafa tilkynnt málið til lögreglu eða þeirra sem fóru fyrir framleiðslu þáttanna, en sagði samstarfsmanni sínum frá því sem staðfesti söguna við CNN. „Ég er í engum vafa um að svona hegðun var vani hjá honum. Ég var eflaust einn af mörgum og Spacey var eflaust ekki í vafa um hvort hann mætti misnota stöðu sína svona.” Aðrir starfsmenn sem CNN ræddi við segja að Spacey hafi gert ungum mönnum erfitt fyrir að starfa á tökustað House of Cards. CNN segist hafa reynt að ná tali af Spacey vegna málsins án árangurs. Netflix hafði tilkynnt fyrr í vikunni að væntanleg sjötta sería af House of Cards yrði sú síðasta. Síðar tilkynnti streymisveitan að hún hefði hætt framleiðslu á sjöttu seríunni.
Mál Kevin Spacey MeToo Bandaríkin Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58