Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 06:20 Vettvangnum var í gærkvöldi lýst sem blóðbaði. Vísir/getty Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist.Sjá einnig: Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeki, sem kom til Bandaríkjanna árið 2010. Þá var hann handtekinn í Missouri-ríki í fyrra fyrir umferðarlagabrot. Hann er nú á sjúkrahúsi.Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fannst bréf í bíl Saipov með vísunum í hið svokallaða Íslamska ríki. Heimildarmenn New York Times segja hann hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum.Sayfullo Saipov er sagður bera ábyrgð á árásinni. Þessi mynd er tekin af honum í fyrra.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var fljótur að fordæma árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar sagði hann meðal annars:„Svo virðist sem enn önnur árás hafi verið framin af sjúkum og brjáluðum einstaklingi í New York. Löggæsluyfirvöld fylgjast náið með þessu. EKKI Í BNA!“„Við megum ekki leyfa ISIS að snúa til baka, eða koma inn, í landið okkar eftir að hafa sigrað þau í Austurlöndum nær og annars staðar. Nóg!“„Hugsanir mínar, samúð og bænir eru með fórnarlömbum árásarinn í New York og fjölskyldum þeirra. Guð og þjóðin eru með ykkur.“ Þá tilkynnti Trump að hann hafi skipað heimavarnarráðuneytinu að herða bakgrunnsrannsóknir á innflytjendum sem setjast vilja að í Bandaríkjunum.I have just ordered Homeland Security to step up our already Extreme Vetting Program. Being politically correct is fine, but not for this!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017 Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist.Sjá einnig: Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem Sayfullo Saipov, 29 ára Úsbeki, sem kom til Bandaríkjanna árið 2010. Þá var hann handtekinn í Missouri-ríki í fyrra fyrir umferðarlagabrot. Hann er nú á sjúkrahúsi.Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs fannst bréf í bíl Saipov með vísunum í hið svokallaða Íslamska ríki. Heimildarmenn New York Times segja hann hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum.Sayfullo Saipov er sagður bera ábyrgð á árásinni. Þessi mynd er tekin af honum í fyrra.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var fljótur að fordæma árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar sagði hann meðal annars:„Svo virðist sem enn önnur árás hafi verið framin af sjúkum og brjáluðum einstaklingi í New York. Löggæsluyfirvöld fylgjast náið með þessu. EKKI Í BNA!“„Við megum ekki leyfa ISIS að snúa til baka, eða koma inn, í landið okkar eftir að hafa sigrað þau í Austurlöndum nær og annars staðar. Nóg!“„Hugsanir mínar, samúð og bænir eru með fórnarlömbum árásarinn í New York og fjölskyldum þeirra. Guð og þjóðin eru með ykkur.“ Þá tilkynnti Trump að hann hafi skipað heimavarnarráðuneytinu að herða bakgrunnsrannsóknir á innflytjendum sem setjast vilja að í Bandaríkjunum.I have just ordered Homeland Security to step up our already Extreme Vetting Program. Being politically correct is fine, but not for this!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2017
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30
Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56