Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 10:17 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gengur út af fundi í Washington D.C. fyrr í vikunni. Vísir/AFP John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás – að því gefnu að fyrirskipunin væri „ólögleg.“ Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá. „Ég gef forsetanum ráð,“ sagði hershöfðinginn Hyten á alþjóðlegri öryggismálaráðstefnu í Nova Scotia í Kanada í gær. „Hann segir mér hvað ég á að gera, og ef það er ólöglegt, getið hvað gerist þá. Ég mun segja „herra forseti, það er ólöglegt.“ Getið hvað hann gerir þá. Hann mun segja: „Hvað væri löglegt?“ og við munum upphugsa leiðir til að bregðast við stöðunni, og þannig gengur þetta fyrir sig. Þetta er ekki ýkja flókið.“ Þingnefnd utanríkismála í öldungadeild Bandaríkjaþings fundaði nýlega um heimild Bandaríkjaforseta til að skjóta kjarnorkuvopnum á loft. Fjörutíu ár eru síðan slíkur fundur var haldinn síðast.John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers.Vísir/AFPRobert Kehler, sem gegndi stöðu hershöfðingja í bandaríska hernum í valdatíð Barack Obama, ræddi kjarnorkumálin á fundi þingnefndarinnar. Hann sagði Bandaríkjaher ekki framfylgja fyrirskipunum forsetans í blindni. Allar slíkar fyrirskipanir, sérstaklega er varða kjarnorkumál, verði að vera samkvæmt lögum. Kjarnorkumál Bandaríkjanna hafa farið hátt í fréttum undanfarin misseri vegna tíðra kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu. Nú síðast sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti stjórnvöldum í Norður-Kóreu tóninn í heimsókn sinni til Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Þá hvatti hann aðrar þjóðir til að stöðva vopnabrölt leiðtogans, Kim Jong-un. Donald Trump Tengdar fréttir Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31 Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. 15. nóvember 2017 07:37 Norður-Kóreumenn útiloka viðræður um kjarnorkuvopn Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna standa í vegi viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna, að sögn sendiherra alræðisríkisins. 17. nóvember 2017 14:29 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás – að því gefnu að fyrirskipunin væri „ólögleg.“ Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá. „Ég gef forsetanum ráð,“ sagði hershöfðinginn Hyten á alþjóðlegri öryggismálaráðstefnu í Nova Scotia í Kanada í gær. „Hann segir mér hvað ég á að gera, og ef það er ólöglegt, getið hvað gerist þá. Ég mun segja „herra forseti, það er ólöglegt.“ Getið hvað hann gerir þá. Hann mun segja: „Hvað væri löglegt?“ og við munum upphugsa leiðir til að bregðast við stöðunni, og þannig gengur þetta fyrir sig. Þetta er ekki ýkja flókið.“ Þingnefnd utanríkismála í öldungadeild Bandaríkjaþings fundaði nýlega um heimild Bandaríkjaforseta til að skjóta kjarnorkuvopnum á loft. Fjörutíu ár eru síðan slíkur fundur var haldinn síðast.John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers.Vísir/AFPRobert Kehler, sem gegndi stöðu hershöfðingja í bandaríska hernum í valdatíð Barack Obama, ræddi kjarnorkumálin á fundi þingnefndarinnar. Hann sagði Bandaríkjaher ekki framfylgja fyrirskipunum forsetans í blindni. Allar slíkar fyrirskipanir, sérstaklega er varða kjarnorkumál, verði að vera samkvæmt lögum. Kjarnorkumál Bandaríkjanna hafa farið hátt í fréttum undanfarin misseri vegna tíðra kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu. Nú síðast sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti stjórnvöldum í Norður-Kóreu tóninn í heimsókn sinni til Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Þá hvatti hann aðrar þjóðir til að stöðva vopnabrölt leiðtogans, Kim Jong-un.
Donald Trump Tengdar fréttir Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31 Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. 15. nóvember 2017 07:37 Norður-Kóreumenn útiloka viðræður um kjarnorkuvopn Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna standa í vegi viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna, að sögn sendiherra alræðisríkisins. 17. nóvember 2017 14:29 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31
Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. 15. nóvember 2017 07:37
Norður-Kóreumenn útiloka viðræður um kjarnorkuvopn Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna standa í vegi viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna, að sögn sendiherra alræðisríkisins. 17. nóvember 2017 14:29