Værum að leiða til valda mjög laskaðan flokk og laskaðan formann Þórdís Valsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 14:38 „Þó að Katrín Jakobsdóttir treysti Bjarna Benediktssyni þá er ekkert þar með sagt að við hin treystum honum enda hefur kannski ekkert komið í ljós til þess að efla það traust,“ sagði Rósa Björg Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Rósa segir að það hafi verið mikið ákall í íslensku samfélagi frá hruni og einnig frá því kosið var árið 2016 um ný vinnubrögð, ný viðhorf og nýja pólitík. „Ég leyfi mér að efast um það að leiða flokk í fimm til sex ráðuneyti sem ekki hefur sýnt neina iðrun eða yfirbót í málum þegar kemur að samkrulli stjórnmála og viðskipta eða þá í málum er snúast um femínisma, eins og uppreist æru.“ Hún segist einnig efast um það að það sé nægilegt traust á milli flokkanna sem standa í stjórnarmyndnarviðræðum. „Ríkisstjórnarsamband snýst um traust á milli flokka, það snýst ekki bara um traust á milli persóna.“Ekki mikill fögnuður yfir hugsanlegri ríkisstjórn Aðspurð að því hvort það verði mikill fögnuður hjá henni ef þessi stjórn verður til þá segir Rósa að svo sé ekki. “Það hefur komið opinberlega fram hver mín afstaða er. Ég hef lýst yfir andstöðu minni yfir því að við séum að fara í viðræður við þessa flokka,” segir Rósa Björg og bætir við að afstaða hennar byggi ekki eingöngu á málefnasamningi, heldur líka á spurningu um traust og siðferði sem sé meira ráðandi en annað að hennar mati. Hún segir að ekki sé víst að hún muni styðja hina hugsanlegu ríkisstjórn, jafnvel þó stjórnarsáttmálinn yrði góður. „Við skulum bíða og sjá. Það eru mörg mál sem við vitum öll af sem hafa umleikið Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár, eftir hrun, sem eru þess valdandi að það er ekki eins og traust á þeim flokki hafi eflst og við getum alveg nefnt þau mál sem kosið var útaf fyrir ári síðan, það eru Panamaskjölin og svo náttúrulega líka þau mál sem urðu þess valdandi að sett var lögbann á Stundina, þ.e.a.s. viðskipti formannsinns varðandi Glitni. Síðan kannski líka mál eins og skipun dómara í Landsrétt og síðast en ekki síst uppreist æru máli sem hlýtur að sitja í ansi mörgum.“ Rósa segist ekkert vita um það hvort flokksráðið muni samþykkja stjórnarsáttmálann en segir að vissulega hafi verið úrsagnir úr flokknum og að óánægja hafi ríkt með viðræðurnar. „Á þessum tíma frá því viðræðurnar fóru af stað hefur fylgi Vinstri grænna minnkað um 4 prósent og 40 prósent þeirra sem taka afstöðu sem segjast hafa kosið Vinstri græna ætla ekki að gera það aftur. Það eru auðvitað heilmikil tíðindi þegar þessi ríkisstjórn er ekki komin, þegar við erum ennþá bara í viðræðum,“ segir Rósa Björg. „Ef af þessu verður erum við að leiða til valda mjög laskaðan flokk og mjög laskaðan formann,“ segir Rósa Björg.Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
„Þó að Katrín Jakobsdóttir treysti Bjarna Benediktssyni þá er ekkert þar með sagt að við hin treystum honum enda hefur kannski ekkert komið í ljós til þess að efla það traust,“ sagði Rósa Björg Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Rósa segir að það hafi verið mikið ákall í íslensku samfélagi frá hruni og einnig frá því kosið var árið 2016 um ný vinnubrögð, ný viðhorf og nýja pólitík. „Ég leyfi mér að efast um það að leiða flokk í fimm til sex ráðuneyti sem ekki hefur sýnt neina iðrun eða yfirbót í málum þegar kemur að samkrulli stjórnmála og viðskipta eða þá í málum er snúast um femínisma, eins og uppreist æru.“ Hún segist einnig efast um það að það sé nægilegt traust á milli flokkanna sem standa í stjórnarmyndnarviðræðum. „Ríkisstjórnarsamband snýst um traust á milli flokka, það snýst ekki bara um traust á milli persóna.“Ekki mikill fögnuður yfir hugsanlegri ríkisstjórn Aðspurð að því hvort það verði mikill fögnuður hjá henni ef þessi stjórn verður til þá segir Rósa að svo sé ekki. “Það hefur komið opinberlega fram hver mín afstaða er. Ég hef lýst yfir andstöðu minni yfir því að við séum að fara í viðræður við þessa flokka,” segir Rósa Björg og bætir við að afstaða hennar byggi ekki eingöngu á málefnasamningi, heldur líka á spurningu um traust og siðferði sem sé meira ráðandi en annað að hennar mati. Hún segir að ekki sé víst að hún muni styðja hina hugsanlegu ríkisstjórn, jafnvel þó stjórnarsáttmálinn yrði góður. „Við skulum bíða og sjá. Það eru mörg mál sem við vitum öll af sem hafa umleikið Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár, eftir hrun, sem eru þess valdandi að það er ekki eins og traust á þeim flokki hafi eflst og við getum alveg nefnt þau mál sem kosið var útaf fyrir ári síðan, það eru Panamaskjölin og svo náttúrulega líka þau mál sem urðu þess valdandi að sett var lögbann á Stundina, þ.e.a.s. viðskipti formannsinns varðandi Glitni. Síðan kannski líka mál eins og skipun dómara í Landsrétt og síðast en ekki síst uppreist æru máli sem hlýtur að sitja í ansi mörgum.“ Rósa segist ekkert vita um það hvort flokksráðið muni samþykkja stjórnarsáttmálann en segir að vissulega hafi verið úrsagnir úr flokknum og að óánægja hafi ríkt með viðræðurnar. „Á þessum tíma frá því viðræðurnar fóru af stað hefur fylgi Vinstri grænna minnkað um 4 prósent og 40 prósent þeirra sem taka afstöðu sem segjast hafa kosið Vinstri græna ætla ekki að gera það aftur. Það eru auðvitað heilmikil tíðindi þegar þessi ríkisstjórn er ekki komin, þegar við erum ennþá bara í viðræðum,“ segir Rósa Björg. „Ef af þessu verður erum við að leiða til valda mjög laskaðan flokk og mjög laskaðan formann,“ segir Rósa Björg.Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira