Værum að leiða til valda mjög laskaðan flokk og laskaðan formann Þórdís Valsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 14:38 „Þó að Katrín Jakobsdóttir treysti Bjarna Benediktssyni þá er ekkert þar með sagt að við hin treystum honum enda hefur kannski ekkert komið í ljós til þess að efla það traust,“ sagði Rósa Björg Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Rósa segir að það hafi verið mikið ákall í íslensku samfélagi frá hruni og einnig frá því kosið var árið 2016 um ný vinnubrögð, ný viðhorf og nýja pólitík. „Ég leyfi mér að efast um það að leiða flokk í fimm til sex ráðuneyti sem ekki hefur sýnt neina iðrun eða yfirbót í málum þegar kemur að samkrulli stjórnmála og viðskipta eða þá í málum er snúast um femínisma, eins og uppreist æru.“ Hún segist einnig efast um það að það sé nægilegt traust á milli flokkanna sem standa í stjórnarmyndnarviðræðum. „Ríkisstjórnarsamband snýst um traust á milli flokka, það snýst ekki bara um traust á milli persóna.“Ekki mikill fögnuður yfir hugsanlegri ríkisstjórn Aðspurð að því hvort það verði mikill fögnuður hjá henni ef þessi stjórn verður til þá segir Rósa að svo sé ekki. “Það hefur komið opinberlega fram hver mín afstaða er. Ég hef lýst yfir andstöðu minni yfir því að við séum að fara í viðræður við þessa flokka,” segir Rósa Björg og bætir við að afstaða hennar byggi ekki eingöngu á málefnasamningi, heldur líka á spurningu um traust og siðferði sem sé meira ráðandi en annað að hennar mati. Hún segir að ekki sé víst að hún muni styðja hina hugsanlegu ríkisstjórn, jafnvel þó stjórnarsáttmálinn yrði góður. „Við skulum bíða og sjá. Það eru mörg mál sem við vitum öll af sem hafa umleikið Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár, eftir hrun, sem eru þess valdandi að það er ekki eins og traust á þeim flokki hafi eflst og við getum alveg nefnt þau mál sem kosið var útaf fyrir ári síðan, það eru Panamaskjölin og svo náttúrulega líka þau mál sem urðu þess valdandi að sett var lögbann á Stundina, þ.e.a.s. viðskipti formannsinns varðandi Glitni. Síðan kannski líka mál eins og skipun dómara í Landsrétt og síðast en ekki síst uppreist æru máli sem hlýtur að sitja í ansi mörgum.“ Rósa segist ekkert vita um það hvort flokksráðið muni samþykkja stjórnarsáttmálann en segir að vissulega hafi verið úrsagnir úr flokknum og að óánægja hafi ríkt með viðræðurnar. „Á þessum tíma frá því viðræðurnar fóru af stað hefur fylgi Vinstri grænna minnkað um 4 prósent og 40 prósent þeirra sem taka afstöðu sem segjast hafa kosið Vinstri græna ætla ekki að gera það aftur. Það eru auðvitað heilmikil tíðindi þegar þessi ríkisstjórn er ekki komin, þegar við erum ennþá bara í viðræðum,“ segir Rósa Björg. „Ef af þessu verður erum við að leiða til valda mjög laskaðan flokk og mjög laskaðan formann,“ segir Rósa Björg.Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Þó að Katrín Jakobsdóttir treysti Bjarna Benediktssyni þá er ekkert þar með sagt að við hin treystum honum enda hefur kannski ekkert komið í ljós til þess að efla það traust,“ sagði Rósa Björg Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Rósa segir að það hafi verið mikið ákall í íslensku samfélagi frá hruni og einnig frá því kosið var árið 2016 um ný vinnubrögð, ný viðhorf og nýja pólitík. „Ég leyfi mér að efast um það að leiða flokk í fimm til sex ráðuneyti sem ekki hefur sýnt neina iðrun eða yfirbót í málum þegar kemur að samkrulli stjórnmála og viðskipta eða þá í málum er snúast um femínisma, eins og uppreist æru.“ Hún segist einnig efast um það að það sé nægilegt traust á milli flokkanna sem standa í stjórnarmyndnarviðræðum. „Ríkisstjórnarsamband snýst um traust á milli flokka, það snýst ekki bara um traust á milli persóna.“Ekki mikill fögnuður yfir hugsanlegri ríkisstjórn Aðspurð að því hvort það verði mikill fögnuður hjá henni ef þessi stjórn verður til þá segir Rósa að svo sé ekki. “Það hefur komið opinberlega fram hver mín afstaða er. Ég hef lýst yfir andstöðu minni yfir því að við séum að fara í viðræður við þessa flokka,” segir Rósa Björg og bætir við að afstaða hennar byggi ekki eingöngu á málefnasamningi, heldur líka á spurningu um traust og siðferði sem sé meira ráðandi en annað að hennar mati. Hún segir að ekki sé víst að hún muni styðja hina hugsanlegu ríkisstjórn, jafnvel þó stjórnarsáttmálinn yrði góður. „Við skulum bíða og sjá. Það eru mörg mál sem við vitum öll af sem hafa umleikið Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár, eftir hrun, sem eru þess valdandi að það er ekki eins og traust á þeim flokki hafi eflst og við getum alveg nefnt þau mál sem kosið var útaf fyrir ári síðan, það eru Panamaskjölin og svo náttúrulega líka þau mál sem urðu þess valdandi að sett var lögbann á Stundina, þ.e.a.s. viðskipti formannsinns varðandi Glitni. Síðan kannski líka mál eins og skipun dómara í Landsrétt og síðast en ekki síst uppreist æru máli sem hlýtur að sitja í ansi mörgum.“ Rósa segist ekkert vita um það hvort flokksráðið muni samþykkja stjórnarsáttmálann en segir að vissulega hafi verið úrsagnir úr flokknum og að óánægja hafi ríkt með viðræðurnar. „Á þessum tíma frá því viðræðurnar fóru af stað hefur fylgi Vinstri grænna minnkað um 4 prósent og 40 prósent þeirra sem taka afstöðu sem segjast hafa kosið Vinstri græna ætla ekki að gera það aftur. Það eru auðvitað heilmikil tíðindi þegar þessi ríkisstjórn er ekki komin, þegar við erum ennþá bara í viðræðum,“ segir Rósa Björg. „Ef af þessu verður erum við að leiða til valda mjög laskaðan flokk og mjög laskaðan formann,“ segir Rósa Björg.Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira