Björk syngur um ástina í Blissing Me Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 11:45 Björk á tónleikum í Georgíu fyrr á árinu. vísir/getty Björk gefur í dag út nýtt myndband við annað lagið sem kemur út af nýrri plötu hennar Utopia sem væntanleg er þann 24. nóvember næstkomandi. Lagið heitir Blissing Me. Björk syngur um ástina og lýsir því hvernig hún verður ástfangin en af hverjum eða hverju er ekki alveg ljóst enda virðist af texta lagsins að dæma sem söngkonan sé ekki alveg viss um það heldur. Fyrsta lagið sem Björk gaf út af Utopiu heitir The Gate og kom út í byrjun september. Plötunnar er beðið með eftirvæntingu, eins og reyndar á við um flestar plötur Bjarkar. Síðasta plata hennar, Vulnicura, kom út árið 2015 og fjallaði að mestu leyti um skilnað hennar og listamannsins Matthew Barney. Vulnicura var því mjög persónuleg og oft á tíðum sorgleg en Björk hefur sagt að Utopia fjalli um ástina og þá einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. Í viðtali við New York Times í vikunni sagði Björk jafnframt að platan væri ástarbréf til bjartsýninnar. Myndbandið við Blissing Me má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Dragdrottningin Hungry farðaði Björk fyrir nýjustu plötuna Ótrúleg förðun Bjarkar Guðmundsdóttur fyrir nýjustu plötuna vekur athygli en heiðurinn af því á dragdrottningin Hungry. 1. nóvember 2017 20:00 Ný plata frá Björk í nóvember Platan heitir Utopia. 31. október 2017 14:15 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Björk gefur í dag út nýtt myndband við annað lagið sem kemur út af nýrri plötu hennar Utopia sem væntanleg er þann 24. nóvember næstkomandi. Lagið heitir Blissing Me. Björk syngur um ástina og lýsir því hvernig hún verður ástfangin en af hverjum eða hverju er ekki alveg ljóst enda virðist af texta lagsins að dæma sem söngkonan sé ekki alveg viss um það heldur. Fyrsta lagið sem Björk gaf út af Utopiu heitir The Gate og kom út í byrjun september. Plötunnar er beðið með eftirvæntingu, eins og reyndar á við um flestar plötur Bjarkar. Síðasta plata hennar, Vulnicura, kom út árið 2015 og fjallaði að mestu leyti um skilnað hennar og listamannsins Matthew Barney. Vulnicura var því mjög persónuleg og oft á tíðum sorgleg en Björk hefur sagt að Utopia fjalli um ástina og þá einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. Í viðtali við New York Times í vikunni sagði Björk jafnframt að platan væri ástarbréf til bjartsýninnar. Myndbandið við Blissing Me má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Dragdrottningin Hungry farðaði Björk fyrir nýjustu plötuna Ótrúleg förðun Bjarkar Guðmundsdóttur fyrir nýjustu plötuna vekur athygli en heiðurinn af því á dragdrottningin Hungry. 1. nóvember 2017 20:00 Ný plata frá Björk í nóvember Platan heitir Utopia. 31. október 2017 14:15 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Dragdrottningin Hungry farðaði Björk fyrir nýjustu plötuna Ótrúleg förðun Bjarkar Guðmundsdóttur fyrir nýjustu plötuna vekur athygli en heiðurinn af því á dragdrottningin Hungry. 1. nóvember 2017 20:00