Koch bræður sækjast eftir fjölmiðlasamsteypunni Time Inc. Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. nóvember 2017 10:16 Charles og David Koch. Vísir/Getty Charles G. Koch og David H. Koch eru sagðir ætla að styðja tilraun bandaríska fjölmiðlarisans Meredith Corporation til þess að festa kaup á fjölmiðlafyrirtækinu Time Inc. Talið er að þeir bræður séu tilbúnir að reiða fram meira en 500 milljónir dollara til þess að styðja Meredith Corporation í kaupunum á Time. Charles og David Koch eru synir Fred C. Koch sem stofnaði á sínum tíma Koch Industries. Þeir eru eigendur fyrirtækisins í dag sem er metið á yfir 100 milljarða dollara. Þeir bræður eru töluvert umdeildir og eru þekktir fyrir að verja fjármunum sínum í að styðja íhaldsöfl. Það var raunin í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016, en talið er að þeir hafi lagt til rúmlega 720 milljónir dollara til íhaldssinnaðra frambjóðenda og samtaka. Time Inc. er fjölmiðlasamsteypa sem hefur á sínum snærum tímaritin Sports Illustrated, Fortune, People og hið þekkta tímarit Time. Meredith Corporation gefur út tímaritin Family Circle og Better Homes and Gardens. Talið er að fjárhagslegur stuðningur Koch-bræðra muni flýta fyrir kaupum Meredith á Time Inc. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Charles G. Koch og David H. Koch eru sagðir ætla að styðja tilraun bandaríska fjölmiðlarisans Meredith Corporation til þess að festa kaup á fjölmiðlafyrirtækinu Time Inc. Talið er að þeir bræður séu tilbúnir að reiða fram meira en 500 milljónir dollara til þess að styðja Meredith Corporation í kaupunum á Time. Charles og David Koch eru synir Fred C. Koch sem stofnaði á sínum tíma Koch Industries. Þeir eru eigendur fyrirtækisins í dag sem er metið á yfir 100 milljarða dollara. Þeir bræður eru töluvert umdeildir og eru þekktir fyrir að verja fjármunum sínum í að styðja íhaldsöfl. Það var raunin í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016, en talið er að þeir hafi lagt til rúmlega 720 milljónir dollara til íhaldssinnaðra frambjóðenda og samtaka. Time Inc. er fjölmiðlasamsteypa sem hefur á sínum snærum tímaritin Sports Illustrated, Fortune, People og hið þekkta tímarit Time. Meredith Corporation gefur út tímaritin Family Circle og Better Homes and Gardens. Talið er að fjárhagslegur stuðningur Koch-bræðra muni flýta fyrir kaupum Meredith á Time Inc.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira