Laug ekki heldur misminnti Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2017 23:45 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þvertók fyrir að hafa logið að þingmönnum um samskipti framboðs Donald Trump, forseta, við yfirvöld Rússlands. Þess í stað hefði honum misminnt vegna mikilla anna sem framboðið skapaði. Sessions sat fyrir svörum þingmanna í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rúma fimm tíma í kvöld þar sem hann fór nánar út í svör sín til þingmanna fyrr á árinu. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af neinum samskiptum á milli framboðsins og Rússlands. Nú hefur George Papadopoulos, fyrrverandi starfsmaður framboðsins, játað við Alríkislögreglu Bandaríkjanna að hafa reynt að koma á fundi á milli Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Papadopoulos fundaði með Sessions á sínum tíma og stakk upp á þeim fundi. Hann sagði Sessions að hann þekkti fólk sem gæti hjálpað til við að koma fundinum á. Sessions segist ekki hafa munað eftir þeim fundi fyrr en fregnir bárust af því að Papadopoulos hefði verið handtekinn og ákærður. „Eftir að hafa lesið sögu hans og eftir því sem ég best man, þá minnir mig að ég hafi útskýrt fyrir honum að hann hefði ekkert umboð til að vera í forsvari fyrir framboðið við yfirvöld Rússlands né nokkrur önnur yfirvöld,“ sagði Sessions samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Sessions þurfti að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá tveimur fundum sínum með Serkei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Carter Page, fyrrverandi ráðgjafi Trump, ferðaðist til Moskvu í fyrra og þar hitti hann forsætisráðherra Rússlands. Hann hafði áður neitað því að hafa hitt forsætisráðherrann. Page sat fyrir svörum nefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál nýverið og þar sagðist hann hafa sagt Sessions frá því að hann væri á leið til Moskvu í fyrra. Þingmenn Demókrataflokksins spurðu Sessions ítrekað út í samskipti sín við bæði Page og Papadopoulos í kvöld. Samkvæmt Washington Post sögðu þeir að ósamræmi væri á milli frásagna þeirra og Sessions. Þá hefði saga hans breyst reglulega. Sessions sagðist ekki heldur muna eftir því samtali við Page. Einn þingmaður rifjaði upp ummæli Sessions þar sem hann gagnrýndi minnisleysi Hillary Clinton þegar hún sat eitt sinn fyrir svörum þingmanna. Þá gaf Sessions í skyn að slíkt gæti verið glæpsamlegt. Donald Trump Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, þvertók fyrir að hafa logið að þingmönnum um samskipti framboðs Donald Trump, forseta, við yfirvöld Rússlands. Þess í stað hefði honum misminnt vegna mikilla anna sem framboðið skapaði. Sessions sat fyrir svörum þingmanna í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rúma fimm tíma í kvöld þar sem hann fór nánar út í svör sín til þingmanna fyrr á árinu. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af neinum samskiptum á milli framboðsins og Rússlands. Nú hefur George Papadopoulos, fyrrverandi starfsmaður framboðsins, játað við Alríkislögreglu Bandaríkjanna að hafa reynt að koma á fundi á milli Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Papadopoulos fundaði með Sessions á sínum tíma og stakk upp á þeim fundi. Hann sagði Sessions að hann þekkti fólk sem gæti hjálpað til við að koma fundinum á. Sessions segist ekki hafa munað eftir þeim fundi fyrr en fregnir bárust af því að Papadopoulos hefði verið handtekinn og ákærður. „Eftir að hafa lesið sögu hans og eftir því sem ég best man, þá minnir mig að ég hafi útskýrt fyrir honum að hann hefði ekkert umboð til að vera í forsvari fyrir framboðið við yfirvöld Rússlands né nokkrur önnur yfirvöld,“ sagði Sessions samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Sessions þurfti að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá tveimur fundum sínum með Serkei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Carter Page, fyrrverandi ráðgjafi Trump, ferðaðist til Moskvu í fyrra og þar hitti hann forsætisráðherra Rússlands. Hann hafði áður neitað því að hafa hitt forsætisráðherrann. Page sat fyrir svörum nefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál nýverið og þar sagðist hann hafa sagt Sessions frá því að hann væri á leið til Moskvu í fyrra. Þingmenn Demókrataflokksins spurðu Sessions ítrekað út í samskipti sín við bæði Page og Papadopoulos í kvöld. Samkvæmt Washington Post sögðu þeir að ósamræmi væri á milli frásagna þeirra og Sessions. Þá hefði saga hans breyst reglulega. Sessions sagðist ekki heldur muna eftir því samtali við Page. Einn þingmaður rifjaði upp ummæli Sessions þar sem hann gagnrýndi minnisleysi Hillary Clinton þegar hún sat eitt sinn fyrir svörum þingmanna. Þá gaf Sessions í skyn að slíkt gæti verið glæpsamlegt.
Donald Trump Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira