Ríkið dæmt til að endurgreiða útboðsgjald upp á 355 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 15:23 Gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. vísir/valli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt að því er segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda en gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. Um er að ræða þrjá samhljóða dóma, einn fyrir hvert fyrirtæki. Er þetta í annað sinn sem dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt en forsaga málsins er sú að í janúar í fyrra dæmdi Hæstiréttur ríkið til að endurgreiða sömu þremur fyrirtækjunum oftekið útboðsgjald. Hæstiréttur sló því föstu í dómum sínum að útboðsgjaldið væri í raun skattur og samkvæmt stjórnarskrá mætti Alþingi ekki framselja val um það hvort skattur sé lagður á eða ekki til landbúnaðarráðherra. Má ætla að ríkið hafi alls þurft að endurgreiða fyrirtækjunum þremur hátt í tvo milljarða króna vegna dóma Hæstaréttar í málum þeirra. „Eftir að dómar í sömu málum höfðu fallið í Héraðsdómi í mars 2015 breytti Alþingi ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta og felldi út þann möguleika ráðherra að úthluta tollkvóta með hlutkesti. Félag atvinnurekenda taldi að búvörulögin brytu áfram í bága við stjórnarskrá, enda hefur ráðherra áfram það val samkvæmt lögunum að bjóða upp tollkvótana og innheimta útboðsgjald eða úthluta kvótunum endurgjaldslaust. Meðal annars á þeim forsendum var ríkinu stefnt á nýjan leik. Á rökin varðandi framsal skattlagningarvaldsins fellst Héraðsdómur Reykjavíkur og segir í niðurstöðum dómsins að ráðherra hafi eftir sem áður verulegt svigrúm samkvæmt 3. mgr. 65. gr. búvörulaga til að ákveða hvort innflutningur vöru skuli háður tollkvótum eða hvort hann veiti heimild til almenns innflutnings,“ segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda þar sem lesa má nánar um málið.Dóminn í máli Haga má sjá hér en dómarnir þrír eru hinir sömu að því frátöldu að um þrjú aðskilin fyrirtæki er að ræða. Tengdar fréttir Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að endurgreiða þremur fyrirtækjum, Högum, Sælkeradreifingu og Innness, alls um 355 milljónir króna í oftekið útboðsgjald vegna innflutnings á búvörum. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt að því er segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda en gjaldið er innheimt fyrir heimildir til að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum. Um er að ræða þrjá samhljóða dóma, einn fyrir hvert fyrirtæki. Er þetta í annað sinn sem dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið sé ólögmætt en forsaga málsins er sú að í janúar í fyrra dæmdi Hæstiréttur ríkið til að endurgreiða sömu þremur fyrirtækjunum oftekið útboðsgjald. Hæstiréttur sló því föstu í dómum sínum að útboðsgjaldið væri í raun skattur og samkvæmt stjórnarskrá mætti Alþingi ekki framselja val um það hvort skattur sé lagður á eða ekki til landbúnaðarráðherra. Má ætla að ríkið hafi alls þurft að endurgreiða fyrirtækjunum þremur hátt í tvo milljarða króna vegna dóma Hæstaréttar í málum þeirra. „Eftir að dómar í sömu málum höfðu fallið í Héraðsdómi í mars 2015 breytti Alþingi ákvæðum búvörulaga um úthlutun tollkvóta og felldi út þann möguleika ráðherra að úthluta tollkvóta með hlutkesti. Félag atvinnurekenda taldi að búvörulögin brytu áfram í bága við stjórnarskrá, enda hefur ráðherra áfram það val samkvæmt lögunum að bjóða upp tollkvótana og innheimta útboðsgjald eða úthluta kvótunum endurgjaldslaust. Meðal annars á þeim forsendum var ríkinu stefnt á nýjan leik. Á rökin varðandi framsal skattlagningarvaldsins fellst Héraðsdómur Reykjavíkur og segir í niðurstöðum dómsins að ráðherra hafi eftir sem áður verulegt svigrúm samkvæmt 3. mgr. 65. gr. búvörulaga til að ákveða hvort innflutningur vöru skuli háður tollkvótum eða hvort hann veiti heimild til almenns innflutnings,“ segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda þar sem lesa má nánar um málið.Dóminn í máli Haga má sjá hér en dómarnir þrír eru hinir sömu að því frátöldu að um þrjú aðskilin fyrirtæki er að ræða.
Tengdar fréttir Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21
FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00
Íslenska ríkið þarf að endurgreiða hálfan milljarð Innnes, Hagar og Sælkeradreifing fá um hálfan milljarð í endurgreiðslu frá ríkinu vegna ofgreiddra tollgjalda. 21. janúar 2016 17:34