McConnel vill að Moore stigi til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 17:47 Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/Getty Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Roy Moore, frambjóðandi til þingsins í Alabama, eigi að stíga til hliðar. Moore hefur verið sakaður um að hafa haft kynferðislegt samneyti við táningsstúlkur. Þar á meðal eina sem var fjórtán ára gömul. Þá var hann 32 ára og sakar Leigh Corfman hann um að hafa klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Þrjár aðrar konur segja að Moore hafi sóst eftir þeim um nokkuð skeið þegar þær voru sextán og átján ára og hann á fertugsaldri. Hann hafi þó ekki þvingað þær til samneytis. McConnell segist trúa konunum. Kosningarnar í Alabama munu fara fram þann tólfta desember og of seint er að taka Moore af kjörseðlinum. McConnell segir að verið sé að kanna aðra möguleika eins og að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars frambjóðanda. Eins og staðan er núna mælist frambjóðandi Demókrataflokksins í sterkari stöðu en Moore í skoðannakönnunum í Alabama.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í AlabamaMoore segir að um pólitíska árás sé að ræða og að hann ætli að höfða mál gegn Washington Post, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að ásakanirnar væru „falskar fréttir“ og „örvæntingafull tilraun til að koma í veg fyrir framboð hans“. Hann sagði að Demókrataflokkurinn og hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum vildu ekki að hann kæmist á þing. Hann sakaði þá um að starfa saman gegn honum og sagði að það myndi ekki virka. McConnell tilheyrir svo sannarlega þeim hópi þingmanna sem flokkast sem hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum. Moore nýtur stuðnings Stephen Bannon, ritstjóra Breitbart og fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, en hann ætlar sér að koma fjölda manna á þing til að velta hinum hefðbundnu stjórnmálamönnum úr sessi. Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Roy Moore, frambjóðandi til þingsins í Alabama, eigi að stíga til hliðar. Moore hefur verið sakaður um að hafa haft kynferðislegt samneyti við táningsstúlkur. Þar á meðal eina sem var fjórtán ára gömul. Þá var hann 32 ára og sakar Leigh Corfman hann um að hafa klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Þrjár aðrar konur segja að Moore hafi sóst eftir þeim um nokkuð skeið þegar þær voru sextán og átján ára og hann á fertugsaldri. Hann hafi þó ekki þvingað þær til samneytis. McConnell segist trúa konunum. Kosningarnar í Alabama munu fara fram þann tólfta desember og of seint er að taka Moore af kjörseðlinum. McConnell segir að verið sé að kanna aðra möguleika eins og að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars frambjóðanda. Eins og staðan er núna mælist frambjóðandi Demókrataflokksins í sterkari stöðu en Moore í skoðannakönnunum í Alabama.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í AlabamaMoore segir að um pólitíska árás sé að ræða og að hann ætli að höfða mál gegn Washington Post, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að ásakanirnar væru „falskar fréttir“ og „örvæntingafull tilraun til að koma í veg fyrir framboð hans“. Hann sagði að Demókrataflokkurinn og hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum vildu ekki að hann kæmist á þing. Hann sakaði þá um að starfa saman gegn honum og sagði að það myndi ekki virka. McConnell tilheyrir svo sannarlega þeim hópi þingmanna sem flokkast sem hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum. Moore nýtur stuðnings Stephen Bannon, ritstjóra Breitbart og fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, en hann ætlar sér að koma fjölda manna á þing til að velta hinum hefðbundnu stjórnmálamönnum úr sessi.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55
Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15