Stjörnurnar vörðu titilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2017 06:00 Sigurreifar Stjörnustelpur. mynd/stefán þór friðriksson Kvennalið Stjörnunnar gerði sér lítið fyrir og varði titil sinn á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fór fram í Lundi í Svíþjóð. Lið frá Íslandi hafa unnið fjóra síðustu Norðurlandameistaratitla í kvennaflokki. Grótta varð Norðurlandameistari 2011 og 2013 og Stjarnan 2015 og 2017. Stjarnan fékk 58.216 í heildareinkunn, 0.883 hærra en GT Vikingarna frá Svíþjóð. Sæby-Viborg frá Danmörku varð í 3. sæti með 55.050 í einkunn. Ungt lið Gerplu hafnaði í 6. sæti með 51.916 í einkunn. Í karlaflokki endaði Gerpla í sjöunda og neðsta sæti. Í flokki blandaðra liða lenti Gerpla í 4. sæti og Stjarnan í því áttunda. Norma Dögg Róbertsdóttir er ein af nýliðunum í meistaraliði Stjörnunnar enda byrjaði hún bara að æfa hópfimleika í fyrra. Hún var áður í fremstu röð á landinu í áhaldafimleikum. Norma var að vonum ánægð er Fréttablaðið heyrði í henni í gær, skömmu eftir að Stjörnuliðið kom til Íslands. Hún segir flest hafa gengið upp hjá Stjörnustelpum um helgina. „Við fengum hæstu einkunn í dansi á mótinu. Það gekk mjög vel á trampólíni en það voru smá hnökrar á dýnu þar sem við vorum með mjög erfiðar æfingar,“ sagði Norma. Stjarnan fékk 23.066 í einkunn fyrir dansinn, 17.350 fyrir æfingar á dýnu og 17.800 stig fyrir æfingar á trampólíni. „Okkar markmið var að klára öll stökkin okkar og komast á pall. En það er bara geggjað að verja titilinn,“ bætti Norma við. Hún segist ekki sjá eftir því að hafa skipt úr áhaldafimleikunum yfir í hópfimleikana þar sem hún nýtur sín vel. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég skipti úr Björk yfir í Stjörnuna og stelpurnar þar hafa tekið mér rosalega vel. Þetta er ótrúlega skemmtilegt lið,“ sagði Norma sem keppti með blönduðu liði Íslands á EM í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu á síðasta ári. Fimleikar Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar gerði sér lítið fyrir og varði titil sinn á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fór fram í Lundi í Svíþjóð. Lið frá Íslandi hafa unnið fjóra síðustu Norðurlandameistaratitla í kvennaflokki. Grótta varð Norðurlandameistari 2011 og 2013 og Stjarnan 2015 og 2017. Stjarnan fékk 58.216 í heildareinkunn, 0.883 hærra en GT Vikingarna frá Svíþjóð. Sæby-Viborg frá Danmörku varð í 3. sæti með 55.050 í einkunn. Ungt lið Gerplu hafnaði í 6. sæti með 51.916 í einkunn. Í karlaflokki endaði Gerpla í sjöunda og neðsta sæti. Í flokki blandaðra liða lenti Gerpla í 4. sæti og Stjarnan í því áttunda. Norma Dögg Róbertsdóttir er ein af nýliðunum í meistaraliði Stjörnunnar enda byrjaði hún bara að æfa hópfimleika í fyrra. Hún var áður í fremstu röð á landinu í áhaldafimleikum. Norma var að vonum ánægð er Fréttablaðið heyrði í henni í gær, skömmu eftir að Stjörnuliðið kom til Íslands. Hún segir flest hafa gengið upp hjá Stjörnustelpum um helgina. „Við fengum hæstu einkunn í dansi á mótinu. Það gekk mjög vel á trampólíni en það voru smá hnökrar á dýnu þar sem við vorum með mjög erfiðar æfingar,“ sagði Norma. Stjarnan fékk 23.066 í einkunn fyrir dansinn, 17.350 fyrir æfingar á dýnu og 17.800 stig fyrir æfingar á trampólíni. „Okkar markmið var að klára öll stökkin okkar og komast á pall. En það er bara geggjað að verja titilinn,“ bætti Norma við. Hún segist ekki sjá eftir því að hafa skipt úr áhaldafimleikunum yfir í hópfimleikana þar sem hún nýtur sín vel. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég skipti úr Björk yfir í Stjörnuna og stelpurnar þar hafa tekið mér rosalega vel. Þetta er ótrúlega skemmtilegt lið,“ sagði Norma sem keppti með blönduðu liði Íslands á EM í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu á síðasta ári.
Fimleikar Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira