Rebel Wilson tjáir sig um kynferðislega áreitni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 17:05 Rebel Wilson greinir frá því að hún hafi tvisvar sinnum orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu valdamikilla manna í kvikmyndaiðnaðinum. Vísir/getty Enn ein konan sem starfar innan kvikmyndaiðnaðarins stígur nú fram og tjáir sig um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hálfu valdamikils manns. Rebel Wilson er áströlsk leikkona á fertugsaldri sem þekktust er fyrir eftirminnilega frammistöðu í gamanmyndunum Pitch Perfect og Bridesmades. Þetta kemur fram á vef Guardian. Rebel segir frá því þegar þekktur maður í valdastöðu innan kvikmyndaiðnaðarins bað hana um að fylgja sér inn í herbergi. Þegar þangað var komið hafi hann þrábeðið hana um að stinga fingrinum í rassinn á honum og hún neitað staðfastlega. Á meðan á þessu stóð hefðu karlkyns vinir reynt að taka atvikið upp á myndband og hlegið. Þegar hún hafi komið sér úr þessum erfiðum aðstæðum hafi hún haft samband við lögfræðinginn sinn og umboðsmann og skrifað formlega kvörtun á yfirmenn kvikmyndaversins en hún fór fram á grein í samningnum sem verndaði hana fyrir umræddum manni. Jafnvel eftir að hafa ráðist í nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að girða fyrir frekari áreitni hafi henni verið sagt að „vera almennileg“ og styðja við leikarann. Rebel kiknaði ekki undan því álagi sem fylgdi þessum hótunum heldur hafi hún mótmælt harðlega og í staðinn fyrir „vera almennileg“ hafi hún sagt hundruð fólks frá atvikinu með „myndrænum hætti“ til þess að vara fólk við leikaranum. Þá greinir Rebel jafnframt frá öðru atviki en hún segir að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood – sem sé alræmdur fyrir níðast á konum – hafi áreitt hana en hún hafi komist naumlega undan. Rebel segir að jafnvel hún sem sé jafnan sterk og sjálfsörugg búi yfir reynslu af áreitni en hún sé afar lánsöm að hafa tekið sjálfsvarnarnámskeið. Rebel segist hafa komist undan báðum atvikum heil á húfi en hún sé meðvituð um að ekki séu allir svo heppnir. MeToo Hollywood Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Enn ein konan sem starfar innan kvikmyndaiðnaðarins stígur nú fram og tjáir sig um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hálfu valdamikils manns. Rebel Wilson er áströlsk leikkona á fertugsaldri sem þekktust er fyrir eftirminnilega frammistöðu í gamanmyndunum Pitch Perfect og Bridesmades. Þetta kemur fram á vef Guardian. Rebel segir frá því þegar þekktur maður í valdastöðu innan kvikmyndaiðnaðarins bað hana um að fylgja sér inn í herbergi. Þegar þangað var komið hafi hann þrábeðið hana um að stinga fingrinum í rassinn á honum og hún neitað staðfastlega. Á meðan á þessu stóð hefðu karlkyns vinir reynt að taka atvikið upp á myndband og hlegið. Þegar hún hafi komið sér úr þessum erfiðum aðstæðum hafi hún haft samband við lögfræðinginn sinn og umboðsmann og skrifað formlega kvörtun á yfirmenn kvikmyndaversins en hún fór fram á grein í samningnum sem verndaði hana fyrir umræddum manni. Jafnvel eftir að hafa ráðist í nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að girða fyrir frekari áreitni hafi henni verið sagt að „vera almennileg“ og styðja við leikarann. Rebel kiknaði ekki undan því álagi sem fylgdi þessum hótunum heldur hafi hún mótmælt harðlega og í staðinn fyrir „vera almennileg“ hafi hún sagt hundruð fólks frá atvikinu með „myndrænum hætti“ til þess að vara fólk við leikaranum. Þá greinir Rebel jafnframt frá öðru atviki en hún segir að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood – sem sé alræmdur fyrir níðast á konum – hafi áreitt hana en hún hafi komist naumlega undan. Rebel segir að jafnvel hún sem sé jafnan sterk og sjálfsörugg búi yfir reynslu af áreitni en hún sé afar lánsöm að hafa tekið sjálfsvarnarnámskeið. Rebel segist hafa komist undan báðum atvikum heil á húfi en hún sé meðvituð um að ekki séu allir svo heppnir.
MeToo Hollywood Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna