Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Bjarni Benediktsson virtist vongóður þegar hann mætti til fundar við þingflokk sinn í Valhöll í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Línurnar skýrast í dag eða á morgun um hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Viðmælendum Fréttablaðsins úr þingliði flokkanna þykir ekki ólíklegt að náist saman um málefni verði farið í formlegar viðræður en róðurinn er sagður þyngstur innan Vinstri grænna. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort stjórn þessara flokka geti orðið langlíf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraefni stjórnarinnar, verði hún að veruleika. Í skiptum fyrir forsætið fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á 5 til 6 ráðherraembætti. Skipting ráðuneyta gæti þá verið sú að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti auk forsætisráðuneytisins, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Margir eru um hituna hjá Sjálfstæðismönnum og ljóst að færri komast í ríkisstjórn en vilja. Ekki þarf að deila um að formaðurinn sjálfur verði oddviti flokksins í stjórninni, líklega með fjármálaráðuneytið. Hvorki verður hróflað við Guðlaugi Þór Þórðarsyni né Kristjáni Þór Júlíussyni. Báðir eru þeir 1. þingmenn sinna kjördæma. Flokkurinn hélt öllum sínum þingmönnum í kjördæmi Guðlaugs en flokkurinn tapaði einum þingmanni í Norðausturkjördæmi. Kristján er hins vegar með mestu ráðherrareynsluna í þingliðinu og viðmælendum blaðsins ber saman um að við honum verði ekki hróflað. En nú vandast málin. Páll Magnússon og Haraldur Benediktsson eru báðir 1. þingmenn sinna kjördæma. Samkvæmt viðmælendum Fréttablaðsins væru þeir báðir ráðherrar ef þeir væru af öðru kyni og líklegt þykir að þeir muni aftur þurfa að víkja fyrir konum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er vonarstjarna flokksforystunnar og helsta varaformannsefni flokksins. Hún er 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis og var í öðru sæti á lista flokksins á eftir Haraldi Benediktssyni. Þegar fráfarandi stjórn var mynduð bauð Haraldur sjálfur fram þann kost að hún yrði gerð að ráðherra í hans stað. Sjálfur varð hann formaður valdamestu nefndar þingsins; fjárlaganefndar. Sumir kalla það ekki vond skipti. Enn er eftir að nefna Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og sitjandi varaformann, og Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Áslaug Arna þykir enn of ung og óreynd til að setjast í ráðherrastól. Ótækt þykir hins vegar að hafa aðeins eina konu í ráðherraliði flokksins og samkvæmt heimildum blaðsins er langlíklegast að Sigríður Andersen verði í ráðherraliði flokksins, enda er hún kona sem er 1. þingmaður síns kjördæmis. Jón Gunnarsson gæti því þurft að víkja úr ríkisstjórn, verði ráðherrar flokksins aðeins fimm. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Umsvif Rúv takmörkuð og svona á að raða í uppþvottavél Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Línurnar skýrast í dag eða á morgun um hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Viðmælendum Fréttablaðsins úr þingliði flokkanna þykir ekki ólíklegt að náist saman um málefni verði farið í formlegar viðræður en róðurinn er sagður þyngstur innan Vinstri grænna. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort stjórn þessara flokka geti orðið langlíf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraefni stjórnarinnar, verði hún að veruleika. Í skiptum fyrir forsætið fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á 5 til 6 ráðherraembætti. Skipting ráðuneyta gæti þá verið sú að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti auk forsætisráðuneytisins, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Margir eru um hituna hjá Sjálfstæðismönnum og ljóst að færri komast í ríkisstjórn en vilja. Ekki þarf að deila um að formaðurinn sjálfur verði oddviti flokksins í stjórninni, líklega með fjármálaráðuneytið. Hvorki verður hróflað við Guðlaugi Þór Þórðarsyni né Kristjáni Þór Júlíussyni. Báðir eru þeir 1. þingmenn sinna kjördæma. Flokkurinn hélt öllum sínum þingmönnum í kjördæmi Guðlaugs en flokkurinn tapaði einum þingmanni í Norðausturkjördæmi. Kristján er hins vegar með mestu ráðherrareynsluna í þingliðinu og viðmælendum blaðsins ber saman um að við honum verði ekki hróflað. En nú vandast málin. Páll Magnússon og Haraldur Benediktsson eru báðir 1. þingmenn sinna kjördæma. Samkvæmt viðmælendum Fréttablaðsins væru þeir báðir ráðherrar ef þeir væru af öðru kyni og líklegt þykir að þeir muni aftur þurfa að víkja fyrir konum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er vonarstjarna flokksforystunnar og helsta varaformannsefni flokksins. Hún er 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis og var í öðru sæti á lista flokksins á eftir Haraldi Benediktssyni. Þegar fráfarandi stjórn var mynduð bauð Haraldur sjálfur fram þann kost að hún yrði gerð að ráðherra í hans stað. Sjálfur varð hann formaður valdamestu nefndar þingsins; fjárlaganefndar. Sumir kalla það ekki vond skipti. Enn er eftir að nefna Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og sitjandi varaformann, og Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Áslaug Arna þykir enn of ung og óreynd til að setjast í ráðherrastól. Ótækt þykir hins vegar að hafa aðeins eina konu í ráðherraliði flokksins og samkvæmt heimildum blaðsins er langlíklegast að Sigríður Andersen verði í ráðherraliði flokksins, enda er hún kona sem er 1. þingmaður síns kjördæmis. Jón Gunnarsson gæti því þurft að víkja úr ríkisstjórn, verði ráðherrar flokksins aðeins fimm.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Umsvif Rúv takmörkuð og svona á að raða í uppþvottavél Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira