Kína rýmkar heimildir fyrir erlend fjármálafyrirtæki Ingvar Þór Björnsson skrifar 10. nóvember 2017 17:49 Donald Trump heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping, forseta landsins. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Kína hafa ákveðið að slaka á takmörkunum á erlendu eignarhaldi á eignastýringarfyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum. Með rýmkun heimildanna munu erlend fyrirtæki geta átt meirihlutaeign í sjóðum og bönkum. Þá stendur einnig til að erlendir aðilar geti átt meirihluta í tryggingafélögum. Um er að ræða kúvendingu í efnahagsstefnu Kína en stjórnvöld hafa hingað til takmarkað umsvif erlendra fyrirtækja. Ákvörðunin er skref í átt að frekari markaðsvæðingu kínverska fjármálamarkaðsins. Nú þurfa erlendir bankar sem eru með starfsemi í landinu að starfa í gegnum kínverska aðila til að geta átt viðskipti með verðbréf og stýrt eignum.Xi Jinping, forseti Kína, sagði í ræðu sinni í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja að ekki væri hægt að stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Þá mun þetta eflaust styrkja viðskiptasamband Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping. Ræddu þeir til að mynda milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Tilkynningin frá stjórnvöldum landsins kemur því beint í kjölfar fundar leiðtoganna. Trump hefur ítrekað bent á viðskiptasamband ríkjanna sem hann telur vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni talaði hann um viðskiptahallann og sakaði Kína um að eyðileggja efnahag Bandaríkjanna. Jafnframt sagði hann stjórnvöld í landinu halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum. Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa ákveðið að slaka á takmörkunum á erlendu eignarhaldi á eignastýringarfyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum. Með rýmkun heimildanna munu erlend fyrirtæki geta átt meirihlutaeign í sjóðum og bönkum. Þá stendur einnig til að erlendir aðilar geti átt meirihluta í tryggingafélögum. Um er að ræða kúvendingu í efnahagsstefnu Kína en stjórnvöld hafa hingað til takmarkað umsvif erlendra fyrirtækja. Ákvörðunin er skref í átt að frekari markaðsvæðingu kínverska fjármálamarkaðsins. Nú þurfa erlendir bankar sem eru með starfsemi í landinu að starfa í gegnum kínverska aðila til að geta átt viðskipti með verðbréf og stýrt eignum.Xi Jinping, forseti Kína, sagði í ræðu sinni í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja að ekki væri hægt að stöðva alþjóðavæðinguna og lýsti yfir stuðningi við marghliða samvinnu. Þá mun þetta eflaust styrkja viðskiptasamband Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping. Ræddu þeir til að mynda milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Tilkynningin frá stjórnvöldum landsins kemur því beint í kjölfar fundar leiðtoganna. Trump hefur ítrekað bent á viðskiptasamband ríkjanna sem hann telur vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni talaði hann um viðskiptahallann og sakaði Kína um að eyðileggja efnahag Bandaríkjanna. Jafnframt sagði hann stjórnvöld í landinu halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum.
Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira