Bandaríkjamenn heita því að tortíma stjórn Norður Kóreu komi til stríðs Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 23:30 Nikki Haley á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Getty Norður kóresku stjórninni verður algjörlega tortímt komi til stríðs. Þetta sagði fulltrúi Bandaríkjamanna á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Boðað var til fundarins eftir að yfirvöld í Norður Kóreu skutu flugskeyti á loft í gær. Var þetta fyrsta eldflaugaskot Norður Kóreu í rúma tvo mánuði en á vef Reuters kemur fram að eftir þetta tilraunaskot búi Norður Kórea fræðilega séð yfir tækni til að skjóta eldflaug á meginland Bandaríkjanna. „Ef það kemur til stríðs, verið þá ekki í nokkrum vafa um að stjórn Norður Kóreu verður algjörlega tortímt,“ sagði Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna í öryggisráðinu. Haley greindi frá því að Bandaríkjamenn hefðu farið fram á við yfirvöld í Kína að þau hætti að veita Norður Kóreu olíu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við forseta Kína, Xi Jinping, fyrr í dag. „Við höfum aldrei sóst eftir stríði við Norður Kóreu, og gerum það ekki í dag,“ sagði Haley en bætti við að ef að kemur til stríðs þá verði það vegna hegðunar yfirvalda í Norður Kóreu. Tekið er fram á vef Reuters að stjórn Donalds Trump hafi ítrekað haldið því fram að allt komi til greina þegar kemur að því að eiga við Norður Kóreu, þar á meðal hernaðaraðgerðir, en stjórnin kjósi þó að leysa málið friðsamlega. Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“ "Við sjáum um þetta,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn í Hvíta Húsinu í dag eftir að Norður-Kórea skaut á loft eldflaug fyrr í dag. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu 28. nóvember 2017 21:45 Efasemdir þrátt fyrir hátíðlegar yfirlýsingar Norður-Kóresk stjórnvöld fagna því sem þau segja hafa verið fullkomið tilraunaskot á nýrri tegund eldflauga, eldflauga sem geta hæft hvern einasta fermetra í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2017 06:50 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Norður kóresku stjórninni verður algjörlega tortímt komi til stríðs. Þetta sagði fulltrúi Bandaríkjamanna á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Boðað var til fundarins eftir að yfirvöld í Norður Kóreu skutu flugskeyti á loft í gær. Var þetta fyrsta eldflaugaskot Norður Kóreu í rúma tvo mánuði en á vef Reuters kemur fram að eftir þetta tilraunaskot búi Norður Kórea fræðilega séð yfir tækni til að skjóta eldflaug á meginland Bandaríkjanna. „Ef það kemur til stríðs, verið þá ekki í nokkrum vafa um að stjórn Norður Kóreu verður algjörlega tortímt,“ sagði Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna í öryggisráðinu. Haley greindi frá því að Bandaríkjamenn hefðu farið fram á við yfirvöld í Kína að þau hætti að veita Norður Kóreu olíu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við forseta Kína, Xi Jinping, fyrr í dag. „Við höfum aldrei sóst eftir stríði við Norður Kóreu, og gerum það ekki í dag,“ sagði Haley en bætti við að ef að kemur til stríðs þá verði það vegna hegðunar yfirvalda í Norður Kóreu. Tekið er fram á vef Reuters að stjórn Donalds Trump hafi ítrekað haldið því fram að allt komi til greina þegar kemur að því að eiga við Norður Kóreu, þar á meðal hernaðaraðgerðir, en stjórnin kjósi þó að leysa málið friðsamlega.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“ "Við sjáum um þetta,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn í Hvíta Húsinu í dag eftir að Norður-Kórea skaut á loft eldflaug fyrr í dag. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu 28. nóvember 2017 21:45 Efasemdir þrátt fyrir hátíðlegar yfirlýsingar Norður-Kóresk stjórnvöld fagna því sem þau segja hafa verið fullkomið tilraunaskot á nýrri tegund eldflauga, eldflauga sem geta hæft hvern einasta fermetra í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2017 06:50 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21
Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“ "Við sjáum um þetta,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn í Hvíta Húsinu í dag eftir að Norður-Kórea skaut á loft eldflaug fyrr í dag. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu 28. nóvember 2017 21:45
Efasemdir þrátt fyrir hátíðlegar yfirlýsingar Norður-Kóresk stjórnvöld fagna því sem þau segja hafa verið fullkomið tilraunaskot á nýrri tegund eldflauga, eldflauga sem geta hæft hvern einasta fermetra í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2017 06:50