Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2017 15:38 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna segir að það kæmi sér mjög á óvart ef fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar yrði lagt fram á Alþingi í óbreytti mynd. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að það sé vilji formanna flokkanna að leggja frumvarpið fram óbreytt, með nýjum formála þó, í því skyni að flýta fyrir setningu Alþingis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að hún vonaðist eftir því að þing gæti komið saman í næstu viku. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það kæmi sér mjög á óvart ef frumvarpið fráfarandi ráðherra yrði lagt fram. Það væri skrýtið en það sé þó bara hennar skoðun. „Þau hafa ekki tekið neina ákvörðun hvernig þau haga þessu,“ segir Bjarkey. Ljóst er að nokkrir möguleikar eru í stöðunni fyrir formenn flokkanna er varðar nýtt fjárlagafrumvarp. Hægt væri að leggja það óbreytt fram með eða án nýs formála, gera breytingar í ákveðnum köflum eða smíða nýtt frá grunni. Ljóst er að síðasti kosturinn er sá tímafrekasti og má telja líklegt að formennirnir forðist þann kost. Bjarkey minnir jafnframt á að fjárlagafrumvörp taki alltaf breytingum í meðferð þingsins. Frumvarpið fer fram í þremur umræðum með tilheyrandi atkvæðagreiðslum. „Það eru gerðar töluverðar breytingar á frumvarpinu milli breytinga. Það yrði ekkert öðruvísi með þetta.“ Fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar hlaut töluverða gagnrýni frá Katrínu Jakobsdóttur og sagði hún meðal annars að „sveltistefna“ væri lögfest með frumvarpinu. Þá sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins að engin af skattahækkunartillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Bjarkey sagði fund þingmanna VG með formanninum á öðrum tímanum hafa verið góðan. Málefnasamningur flokkanna hafi verið kynntur en hún hafi eins og fleiri þingmenn, sem starfað hafi að sáttmálanum, verið að mestu meðvituð um innihald hans. Nú stendur yfir fundur formanna allra flokka þar sem fjárlagafrumvarpið er meðal umræðuefna.Að neðan má sjá upptöku frá kynningu fráfarandi fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu. Kosningar 2017 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir að það kæmi sér mjög á óvart ef fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar yrði lagt fram á Alþingi í óbreytti mynd. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að það sé vilji formanna flokkanna að leggja frumvarpið fram óbreytt, með nýjum formála þó, í því skyni að flýta fyrir setningu Alþingis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að hún vonaðist eftir því að þing gæti komið saman í næstu viku. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það kæmi sér mjög á óvart ef frumvarpið fráfarandi ráðherra yrði lagt fram. Það væri skrýtið en það sé þó bara hennar skoðun. „Þau hafa ekki tekið neina ákvörðun hvernig þau haga þessu,“ segir Bjarkey. Ljóst er að nokkrir möguleikar eru í stöðunni fyrir formenn flokkanna er varðar nýtt fjárlagafrumvarp. Hægt væri að leggja það óbreytt fram með eða án nýs formála, gera breytingar í ákveðnum köflum eða smíða nýtt frá grunni. Ljóst er að síðasti kosturinn er sá tímafrekasti og má telja líklegt að formennirnir forðist þann kost. Bjarkey minnir jafnframt á að fjárlagafrumvörp taki alltaf breytingum í meðferð þingsins. Frumvarpið fer fram í þremur umræðum með tilheyrandi atkvæðagreiðslum. „Það eru gerðar töluverðar breytingar á frumvarpinu milli breytinga. Það yrði ekkert öðruvísi með þetta.“ Fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar hlaut töluverða gagnrýni frá Katrínu Jakobsdóttur og sagði hún meðal annars að „sveltistefna“ væri lögfest með frumvarpinu. Þá sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins að engin af skattahækkunartillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Bjarkey sagði fund þingmanna VG með formanninum á öðrum tímanum hafa verið góðan. Málefnasamningur flokkanna hafi verið kynntur en hún hafi eins og fleiri þingmenn, sem starfað hafi að sáttmálanum, verið að mestu meðvituð um innihald hans. Nú stendur yfir fundur formanna allra flokka þar sem fjárlagafrumvarpið er meðal umræðuefna.Að neðan má sjá upptöku frá kynningu fráfarandi fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu.
Kosningar 2017 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira