Varaformaður VG vonast til að meiri friður verði um stjórnmálin með samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 12:26 Frá fundi formannanna í ráðherrabústaðnum í liðinni viku. Þeir hittust aftur í morgun en málefnasamningurinn er nánast tilbúinn. vísir/ernir Edward Hákon Hujibens, varaformaður Vinstri grænna, vonast til þess að það verði meiri friður um stjórnmálin hér á landi með ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þetta kemur fram í orðsendingu varaformannsins til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag en þar segir Edward að búið sé að boða flokksráð flokksins til fundar á miðvikudag klukkan 17 þar sem stjórnarsáttmáli flokkanna þrigga verður ræddur og borinn undir atkvæði. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu VG er stefnt að því að fundinum ljúki eigi síðar en klukkan 21. Þá er einnig búið að boða miðstjórn Framsóknarflokksins til fundar þar sem stjórnarsáttmálinn verður ræddur, að því er fram kemur á vef RÚV. Þá er gert ráð fyrir því að flokksráð Sjálfstæðisflokksins komi einnig saman til fundar á miðvikudag til að greiða atkvæði um stjórnarsamstarfið. Ekki er búið að boða til fundarins en það verður að öllum líkindum gert í dag. Í færslu Edwards til stuðningsmanna VG á Facebook í dag kveðst hann vita að miklar tilfinningar séu tengdar samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk en eins og kunnugt er er mikil ólga innan Vinstri grænna með fyrirhugað samstarf. Edward segir að mörgum finnist erfitt að horfast í augu við þessa mynd og niðurstöður kosninganna. „Ég viðurkenni fúslega að þetta er ekki óskastaðan, en ég ætla að horfa helst á þá ljósu punkta sem eru við þetta samstarf. Það er mikil breidd í þessum þremur flokkum og með því vonast ég til að verði meiri friður um stjórnmálin á Íslandi í kjölfar 9 ára umrótatíma eftir Hrun. Ég vona að þingið fari að endurheimta virðingarstöðu sína með nýjum og bættum vinnubrögðum samstarfs og heilinda. Og ég vona að nú hefjist uppbyggingarskeið innviða, öllum til handa hér á landi, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Ég mun horfa eftir því í stjórnarsáttmála hvaða samfélagsbreytingum við erum að ná fram og ætl ég að hampa þeim og leggja mitt á vogarskálar þess að af þeim verði. Hinum sem við viljum öll ná fram, en verða ekki í þessari umferð, ætla ég að halda vandlega til haga og berjast fyrir við hvert tækifæri sem gefst,“ segir Edward í færslunni. Kosningar 2017 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Edward Hákon Hujibens, varaformaður Vinstri grænna, vonast til þess að það verði meiri friður um stjórnmálin hér á landi með ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þetta kemur fram í orðsendingu varaformannsins til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag en þar segir Edward að búið sé að boða flokksráð flokksins til fundar á miðvikudag klukkan 17 þar sem stjórnarsáttmáli flokkanna þrigga verður ræddur og borinn undir atkvæði. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu VG er stefnt að því að fundinum ljúki eigi síðar en klukkan 21. Þá er einnig búið að boða miðstjórn Framsóknarflokksins til fundar þar sem stjórnarsáttmálinn verður ræddur, að því er fram kemur á vef RÚV. Þá er gert ráð fyrir því að flokksráð Sjálfstæðisflokksins komi einnig saman til fundar á miðvikudag til að greiða atkvæði um stjórnarsamstarfið. Ekki er búið að boða til fundarins en það verður að öllum líkindum gert í dag. Í færslu Edwards til stuðningsmanna VG á Facebook í dag kveðst hann vita að miklar tilfinningar séu tengdar samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk en eins og kunnugt er er mikil ólga innan Vinstri grænna með fyrirhugað samstarf. Edward segir að mörgum finnist erfitt að horfast í augu við þessa mynd og niðurstöður kosninganna. „Ég viðurkenni fúslega að þetta er ekki óskastaðan, en ég ætla að horfa helst á þá ljósu punkta sem eru við þetta samstarf. Það er mikil breidd í þessum þremur flokkum og með því vonast ég til að verði meiri friður um stjórnmálin á Íslandi í kjölfar 9 ára umrótatíma eftir Hrun. Ég vona að þingið fari að endurheimta virðingarstöðu sína með nýjum og bættum vinnubrögðum samstarfs og heilinda. Og ég vona að nú hefjist uppbyggingarskeið innviða, öllum til handa hér á landi, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Ég mun horfa eftir því í stjórnarsáttmála hvaða samfélagsbreytingum við erum að ná fram og ætl ég að hampa þeim og leggja mitt á vogarskálar þess að af þeim verði. Hinum sem við viljum öll ná fram, en verða ekki í þessari umferð, ætla ég að halda vandlega til haga og berjast fyrir við hvert tækifæri sem gefst,“ segir Edward í færslunni.
Kosningar 2017 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira