Sigga Beinteins og Sigur Rós taka höndum saman á jólatónleikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2017 16:22 Áhugavert samstarf er framundan. Vísir/Getty Sönkonan Sigríður Beinteinsdóttir, mun ásamt góðkunnum listamönnum, koma fram á sérstökum jólatónleikum með hljómsveitinni Sigur Rós. Tónleikarnir eru hluti af Norður og niður, tónlistarhátið Sigur Rósar sem haldin verður í Hörpu um jólin.Tónleikarnir verða haldnir þann 27. desember en hugmyndina áttu meðlimir Sigur Rósar en þeir vildu heyra öll þessi vinsælu jólalög í annars konar, myrkari búningi, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Samúel Jón Samúelsson, betur þekktur sem Sammi í Jagúar, mun stjórna hljómsveitinni en hann, ásamt meðlimum Sigur Rósar, hafa kallað til einvalalið innlendra sem erlendra tónlistarmanna. Tónleikarnir eru auglýstir sem glæsilegir en lágstemmdir hátíðartónleikar „fyrir fólk sem er enn í jólaskapi en orðið nokkuð þreytt á hefðbundnum jólalögum.“ Fram koma Alexis Taylor úr Hot Chip, Peaches, Björgvin Halldórsson, Daníel Ágúst, Helga Möller, Helgi Björns, Katrína Mogensen (Mammút), Laddi, Ragga Gísla, Sigga Beinteins og Svala og er það hlutverk þeirra að „búa til fallegar, lítillátar ábreiður fyrir okkar mikilfenglegu hátíðarlög líkt og fönn sem fellur af himnum ofan á friðsælli vetrarnóttu.“ Tengdar fréttir Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. 8. maí 2017 14:08 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Sönkonan Sigríður Beinteinsdóttir, mun ásamt góðkunnum listamönnum, koma fram á sérstökum jólatónleikum með hljómsveitinni Sigur Rós. Tónleikarnir eru hluti af Norður og niður, tónlistarhátið Sigur Rósar sem haldin verður í Hörpu um jólin.Tónleikarnir verða haldnir þann 27. desember en hugmyndina áttu meðlimir Sigur Rósar en þeir vildu heyra öll þessi vinsælu jólalög í annars konar, myrkari búningi, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Samúel Jón Samúelsson, betur þekktur sem Sammi í Jagúar, mun stjórna hljómsveitinni en hann, ásamt meðlimum Sigur Rósar, hafa kallað til einvalalið innlendra sem erlendra tónlistarmanna. Tónleikarnir eru auglýstir sem glæsilegir en lágstemmdir hátíðartónleikar „fyrir fólk sem er enn í jólaskapi en orðið nokkuð þreytt á hefðbundnum jólalögum.“ Fram koma Alexis Taylor úr Hot Chip, Peaches, Björgvin Halldórsson, Daníel Ágúst, Helga Möller, Helgi Björns, Katrína Mogensen (Mammút), Laddi, Ragga Gísla, Sigga Beinteins og Svala og er það hlutverk þeirra að „búa til fallegar, lítillátar ábreiður fyrir okkar mikilfenglegu hátíðarlög líkt og fönn sem fellur af himnum ofan á friðsælli vetrarnóttu.“
Tengdar fréttir Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. 8. maí 2017 14:08 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. 8. maí 2017 14:08