Sækir innblásturinn í sálfræðinámið Stefán Þór Hjartarson skrifar 23. nóvember 2017 11:00 Árný sendi nýlega frá sér lag sem hún segir innblásið af sálfræðinámi sínu. Tónlistarkonan Árný sendi nú nýlega frá sér fyrsta lagið af komandi plötu en það nefnist Nowhere I’d Rather Be. Árný er með BS í sálfræði og valdi sálfræðinámið fram yfir tónlistarnám, en því sá hún stundum eftir á meðan á náminu stóð. Á endanum fór það svo að hún sótti töluverðan innblástur úr sálfræðinni sem hún nýtir sér nú við textagerð. Og ekki er lengur samviskubitinu fyrir að fara. „Ég hef lengi haft áhuga á því hvernig hugsanir og líðan okkar eru samtvinnuð og því hvað við höfum í raun mikil tök á að stjórna hvernig okkur líður. Þá skiptir svo miklu máli hverju við trúum að við getum. Textarnir fjalla um að brjótast út úr þessum hömlum sem maður setur á sjálfan sig,“ segir Árný. „Ég var einu sinni viss um að ég gæti aldrei keyrt beinskiptan bíl og að ég kynni ekki að kaupa avókadó. Ég var líka sannfærð um að ég gæti ekki gefið út plötu sem ég væri raunverulega sátt við og gæti ekki leyft mér að vera sátt í eigin skinni. Ekkert af þessu reyndist rétt en ég gat það samt ekki fyrr en ég í rauninni leyfði mér að geta það.“ Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarkonan Árný sendi nú nýlega frá sér fyrsta lagið af komandi plötu en það nefnist Nowhere I’d Rather Be. Árný er með BS í sálfræði og valdi sálfræðinámið fram yfir tónlistarnám, en því sá hún stundum eftir á meðan á náminu stóð. Á endanum fór það svo að hún sótti töluverðan innblástur úr sálfræðinni sem hún nýtir sér nú við textagerð. Og ekki er lengur samviskubitinu fyrir að fara. „Ég hef lengi haft áhuga á því hvernig hugsanir og líðan okkar eru samtvinnuð og því hvað við höfum í raun mikil tök á að stjórna hvernig okkur líður. Þá skiptir svo miklu máli hverju við trúum að við getum. Textarnir fjalla um að brjótast út úr þessum hömlum sem maður setur á sjálfan sig,“ segir Árný. „Ég var einu sinni viss um að ég gæti aldrei keyrt beinskiptan bíl og að ég kynni ekki að kaupa avókadó. Ég var líka sannfærð um að ég gæti ekki gefið út plötu sem ég væri raunverulega sátt við og gæti ekki leyft mér að vera sátt í eigin skinni. Ekkert af þessu reyndist rétt en ég gat það samt ekki fyrr en ég í rauninni leyfði mér að geta það.“
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira