Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 10:15 Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar Karlsdóttur. Vísir/GVA Dyggur hlustandi Útvarps Sögu hefur stefnt útvarpsstjóranum, Arnþrúði Karlsdóttur, um greiðslu á 3,6 milljónum króna. Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Tengdadóttir hlustandans, konu á miðjum aldri, segir hana glíma við andleg veikindi. Hún sé öryrki sem hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild.Trúði að um lán væri að ræða Forsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Í stefnunni, sem Vísir hefur undir höndum, segist konan hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Lögmaðurinn Pétur Gunnlaugsson, sem er í aðalhlutverki á Útvarpi Sögu við hlið Arnþrúðar, fer með málið fyrir hönd Arnþrúðar. Í greinargerð hans segir að konan hafi tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Af þeim sökum hafi hún ekki viljað að peningurinn færi inn á opinberan reikning stöðvarinnar. Því hafi hún óskað eftir því að fá að leggja inn á reikning sem skráður var á Arnþrúði.Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson standa vaktina á Útvarpi Sögu og hafa gert í vel á annan áratug.Útvarp SagaHafði áður styrkt Útvarp Sögu „Þetta er lánamál. Það snýr að því að tengdamóðir mín er andlega veik og er búin að liggja í lengri tíma inni á geðdeild,“ segir Thelma Christel Kristjánsdóttir, tengdadóttir konunnar. Hún segir tengdamóður sína vera hjá kírópraktor sem sé með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga. „Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma segir að tengdamóðir sín hafi verið einlægur aðdáandi Útvarps Sögu, hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt stöðina um 150 þúsund krónur. „Hún hafði styrkt Útvarp Sögu og lagt inn á styrktarreikninginn sjálfan. Svo fara inn á persónulegan reikning Arnþrúðar 3,6 milljónir alla vega,“ segir Telma.Segir skýringu Arnþrúðar hafa breyst „Tengdamóðir mín heldur því fram að þetta hafi verið lán því Arnþrúður hafi sagt að hún þyrfti fjármagn til að halda stöðinni gangandi og eitthvað svoleiðis. Þetta var móðurarfur hennar, hún er öryrki,“ bætir Telma við. Um það snúist málið. „Arnþrúður, skilst mér, vill meina að þetta hafi verið styrkur til Útvarps Sögu en þá spyrjum við af hverju fór þetta ekki bara inn á styrktarreikninginn?“ Telma segir að í samtali við sig hafi Arnþrúður sagt að það hafi verið við gjaldkera í Arion banka að sakast og það væri skýringin á því að peningurinn hafi endað á sínum persónulega reikning. „Það er svo orðið breytt núna. Ég skil það nú ekki.“ Forsvarsmenn Útvarps Sögu segja að upphæðin hafi nær samstundis verið lögð inn á styrktarreikning Útvarps Sögu. „Þau hafa ekki lagt fram nein gögn þess efnis. Ég hlakka þá bara til að sjá þau.“ Arnþrúður sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig frekar um málið. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Dyggur hlustandi Útvarps Sögu hefur stefnt útvarpsstjóranum, Arnþrúði Karlsdóttur, um greiðslu á 3,6 milljónum króna. Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Tengdadóttir hlustandans, konu á miðjum aldri, segir hana glíma við andleg veikindi. Hún sé öryrki sem hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild.Trúði að um lán væri að ræða Forsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Í stefnunni, sem Vísir hefur undir höndum, segist konan hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Lögmaðurinn Pétur Gunnlaugsson, sem er í aðalhlutverki á Útvarpi Sögu við hlið Arnþrúðar, fer með málið fyrir hönd Arnþrúðar. Í greinargerð hans segir að konan hafi tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Af þeim sökum hafi hún ekki viljað að peningurinn færi inn á opinberan reikning stöðvarinnar. Því hafi hún óskað eftir því að fá að leggja inn á reikning sem skráður var á Arnþrúði.Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson standa vaktina á Útvarpi Sögu og hafa gert í vel á annan áratug.Útvarp SagaHafði áður styrkt Útvarp Sögu „Þetta er lánamál. Það snýr að því að tengdamóðir mín er andlega veik og er búin að liggja í lengri tíma inni á geðdeild,“ segir Thelma Christel Kristjánsdóttir, tengdadóttir konunnar. Hún segir tengdamóður sína vera hjá kírópraktor sem sé með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga. „Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma segir að tengdamóðir sín hafi verið einlægur aðdáandi Útvarps Sögu, hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt stöðina um 150 þúsund krónur. „Hún hafði styrkt Útvarp Sögu og lagt inn á styrktarreikninginn sjálfan. Svo fara inn á persónulegan reikning Arnþrúðar 3,6 milljónir alla vega,“ segir Telma.Segir skýringu Arnþrúðar hafa breyst „Tengdamóðir mín heldur því fram að þetta hafi verið lán því Arnþrúður hafi sagt að hún þyrfti fjármagn til að halda stöðinni gangandi og eitthvað svoleiðis. Þetta var móðurarfur hennar, hún er öryrki,“ bætir Telma við. Um það snúist málið. „Arnþrúður, skilst mér, vill meina að þetta hafi verið styrkur til Útvarps Sögu en þá spyrjum við af hverju fór þetta ekki bara inn á styrktarreikninginn?“ Telma segir að í samtali við sig hafi Arnþrúður sagt að það hafi verið við gjaldkera í Arion banka að sakast og það væri skýringin á því að peningurinn hafi endað á sínum persónulega reikning. „Það er svo orðið breytt núna. Ég skil það nú ekki.“ Forsvarsmenn Útvarps Sögu segja að upphæðin hafi nær samstundis verið lögð inn á styrktarreikning Útvarps Sögu. „Þau hafa ekki lagt fram nein gögn þess efnis. Ég hlakka þá bara til að sjá þau.“ Arnþrúður sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig frekar um málið.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira