NBA: Stephen Curry með sinn besta leik á tímabilinu | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 07:30 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry átti flottan leik með Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en þurfti reyndar að setjast á bekkinn með sex villur þremur mínútum fyrir leikslok og treysta á það að félagar hans lönduðu sigrinum. Nýliðinn Lonzo Ball hjá LA Lakers náði sinni annarri þrennu á tímabilinu.Stephen Curry var með 39 stig og 11 fráköst í 118-111 útisigri Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Meistararnir í Golden State Warriors voru komnir með 22 stiga forystu í hálfleik en Curry skoraði einmitt 22 stig í fyrri hálfleiknum. Kevin Durant lék ekki með liðinu í nótt og það leit lengi vel eins og það skipti engu máli enda náði Golden State mest 27 stiga forystu í þriðja leikhluta. Leikmönnum Brooklyn Nets tókst hinsvegar að minnka muninn niður í fjögur stig eftir að Stephen Curry fór útaf með sex villur. Klay Thompson koma þá til bjargar og skoraði 7 af 23 stigum sínum í leiknum á síðustu tveimur mínútunum. Ísraelsmaðurinn Omri Casspi byrjaði inná í staðinn fyrir Kevin Durant og endaði leikinn með 12 stig og 8 fráköst. Stephen Curry var auk 39 stig og 11 frákasta einnig með 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta en hann hitti úr 4 af 10 þriggja stiga skotum í leiknum. Skvettubræðurnir voru einu leikmenn Warriors með meira en tíu fráköst, Curry tók 11 fráköst og Klay 10. Allen Crabbe skoraði 25 stig fyrir Brooklyn Nets og Spencer Dinwiddie var með 21 stig og 8 stoðsendingar.Nýliðinn Lonzo Ball var með sína aðra þrennu á tímabilinu þegar lið hans Los Angeles Lakers vann 127-109 sigur á Denver Nuggets í Staples Center. Ball endaði leikinn með 11 stig, 16 fráköst og 11 stoðsendingar en enginn nýliði hefur tekið fleiri fráköst í einum leik á leiktíðinni. Mike Malone þjálfari Denver Nuggets og aðalstjarna liðsins, miðherjinn Nikola Jokic, voru báðir reknir út úr húsi þegar rúmar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. DeMar DeRoan skoraði 33 stig þegar Totonto Raptors vann 100-91 sigur á Washington Wizards en næststigahæsti leikmaður liðsins var C.J. Miles með 12 stig. John Wall spilaði ekki með Washington vegna hnémeiðsla. Bradley Beal var stigahæstur með 27 stig.Andre Drummond var með 20 stig og 16 fráköst þegar Detroit Pistons vann 100-97 sigur á Minnesota Timberwolves á útivelli. Tobias Harris og Avery Bradley voru báðir með 18 stig. Jimmy Butler skoraði 26 stig og tók 10 fráköst fyrir Minnesota og Andrew Wiggins var með 24 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 127-109 Phoenix Suns - Chicago Bulls 113-105 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 97-100 Brooklyn Nets - Golden State Warriors 111-118 Miami Heat - Indiana Pacers 95-120 Toronto Raptors - Washington Wizards 100-91 NBA Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Stephen Curry átti flottan leik með Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en þurfti reyndar að setjast á bekkinn með sex villur þremur mínútum fyrir leikslok og treysta á það að félagar hans lönduðu sigrinum. Nýliðinn Lonzo Ball hjá LA Lakers náði sinni annarri þrennu á tímabilinu.Stephen Curry var með 39 stig og 11 fráköst í 118-111 útisigri Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Meistararnir í Golden State Warriors voru komnir með 22 stiga forystu í hálfleik en Curry skoraði einmitt 22 stig í fyrri hálfleiknum. Kevin Durant lék ekki með liðinu í nótt og það leit lengi vel eins og það skipti engu máli enda náði Golden State mest 27 stiga forystu í þriðja leikhluta. Leikmönnum Brooklyn Nets tókst hinsvegar að minnka muninn niður í fjögur stig eftir að Stephen Curry fór útaf með sex villur. Klay Thompson koma þá til bjargar og skoraði 7 af 23 stigum sínum í leiknum á síðustu tveimur mínútunum. Ísraelsmaðurinn Omri Casspi byrjaði inná í staðinn fyrir Kevin Durant og endaði leikinn með 12 stig og 8 fráköst. Stephen Curry var auk 39 stig og 11 frákasta einnig með 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta en hann hitti úr 4 af 10 þriggja stiga skotum í leiknum. Skvettubræðurnir voru einu leikmenn Warriors með meira en tíu fráköst, Curry tók 11 fráköst og Klay 10. Allen Crabbe skoraði 25 stig fyrir Brooklyn Nets og Spencer Dinwiddie var með 21 stig og 8 stoðsendingar.Nýliðinn Lonzo Ball var með sína aðra þrennu á tímabilinu þegar lið hans Los Angeles Lakers vann 127-109 sigur á Denver Nuggets í Staples Center. Ball endaði leikinn með 11 stig, 16 fráköst og 11 stoðsendingar en enginn nýliði hefur tekið fleiri fráköst í einum leik á leiktíðinni. Mike Malone þjálfari Denver Nuggets og aðalstjarna liðsins, miðherjinn Nikola Jokic, voru báðir reknir út úr húsi þegar rúmar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. DeMar DeRoan skoraði 33 stig þegar Totonto Raptors vann 100-91 sigur á Washington Wizards en næststigahæsti leikmaður liðsins var C.J. Miles með 12 stig. John Wall spilaði ekki með Washington vegna hnémeiðsla. Bradley Beal var stigahæstur með 27 stig.Andre Drummond var með 20 stig og 16 fráköst þegar Detroit Pistons vann 100-97 sigur á Minnesota Timberwolves á útivelli. Tobias Harris og Avery Bradley voru báðir með 18 stig. Jimmy Butler skoraði 26 stig og tók 10 fráköst fyrir Minnesota og Andrew Wiggins var með 24 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 127-109 Phoenix Suns - Chicago Bulls 113-105 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 97-100 Brooklyn Nets - Golden State Warriors 111-118 Miami Heat - Indiana Pacers 95-120 Toronto Raptors - Washington Wizards 100-91
NBA Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum