Ábyrg ferðaþjónusta – eykur samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 7. desember 2017 10:25 Meðvitund um samfélagsábyrgð fyrirtækja er sífellt að aukast og æ fleiri fyrirtæki hafa breytt verklagi sínu svo þau hafi jákvæðari áhrif á samfélag sitt og náttúruna með því að hafa ábyrga ferðaþjónustu sem eðlilegan hluta af sínum rekstri. Frá því í janúar á þessu ári hafa Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn boðið fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum uppá fræðslufundi, vinnustofur og málþing til að hreyfa við og þróa vinnu í átt að ábyrgari stjórnun fyrirtækja í ferðaþjónustu. Í upphafi árs undirrituðu yfir 300 stjórnendur fyrirtækja úr virðiskeðju ferðaþjónustu yfirlýsingu þess efnis að þau myndu setja sér markmið um fjóra meginþætti ábyrgrar ferðaþjónustu. Þessir þættir eru að tryggja öryggi ferðamanna og koma fram við þá af háttvísi, umgangast náttúruna af virðingu, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæði áhrif á nærsamfélag sitt. Með yfirlýsingunni skuldbundu fyrirtækin sig til að birta þessi markmið fyrir 7. desember í ár. Hafa mörg þessarra fyrirtækja núþegar birt markmiðin sín á heimasíðum sínum og sífellt fleiri bætast í þennan hóp. Fyrirtæki sem taka virkan þátt í verkefninu hafa skiptst á þekkingu og reynslu og farið yfir þessa fjóra meginþætti skref fyrir skref, náð að byggja upp, breyta ferlum og tileinka sér alveg nýja hugsun og starfshætti. Mörg þeirra hafa komist að því að ábyrg ferðaþjónusta skilar bættum rekstri og sparar peninga. Uppskeruhátið Ábyrgar ferðaþjónustu verður þann 7. desember þegar fyrirtækin koma saman og fara yfir árið. Þeim fyrirtækjum sem hafa skrifað undir yfirlýsinguna er fylgt eftir með því að gera athugun á sýnileika markmiðanna og svo í framhaldi hversu vel hefur gengið að innleiða og mæla árangur. Á uppskeruhátíðinni verður sjónum beint að fyrirtækjum sem ráðist hafa í hugvitsamar aðgerðir sem ætlað er að skila auknu virði fyrir samfélagið og fyrirtækið sjálft án þess að það sé á kostnað náttúrunnar. Staldrað verður við og metið hvernig til hefur tekist á þessu ári, auk þess sem kúrsinn er settur fyrir nánustu framtíð. Sjálfbær ferðaþjónusta á Íslandi er mikilsvert markmið sem ekki næst nema fyrirtæki í ferðaþjónustu stigi raunveruleg skref í átt að aukinni ábyrgð sem samtímis eru studd af markmiðum stjórnvaldaÁsta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Meðvitund um samfélagsábyrgð fyrirtækja er sífellt að aukast og æ fleiri fyrirtæki hafa breytt verklagi sínu svo þau hafi jákvæðari áhrif á samfélag sitt og náttúruna með því að hafa ábyrga ferðaþjónustu sem eðlilegan hluta af sínum rekstri. Frá því í janúar á þessu ári hafa Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn boðið fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum uppá fræðslufundi, vinnustofur og málþing til að hreyfa við og þróa vinnu í átt að ábyrgari stjórnun fyrirtækja í ferðaþjónustu. Í upphafi árs undirrituðu yfir 300 stjórnendur fyrirtækja úr virðiskeðju ferðaþjónustu yfirlýsingu þess efnis að þau myndu setja sér markmið um fjóra meginþætti ábyrgrar ferðaþjónustu. Þessir þættir eru að tryggja öryggi ferðamanna og koma fram við þá af háttvísi, umgangast náttúruna af virðingu, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæði áhrif á nærsamfélag sitt. Með yfirlýsingunni skuldbundu fyrirtækin sig til að birta þessi markmið fyrir 7. desember í ár. Hafa mörg þessarra fyrirtækja núþegar birt markmiðin sín á heimasíðum sínum og sífellt fleiri bætast í þennan hóp. Fyrirtæki sem taka virkan þátt í verkefninu hafa skiptst á þekkingu og reynslu og farið yfir þessa fjóra meginþætti skref fyrir skref, náð að byggja upp, breyta ferlum og tileinka sér alveg nýja hugsun og starfshætti. Mörg þeirra hafa komist að því að ábyrg ferðaþjónusta skilar bættum rekstri og sparar peninga. Uppskeruhátið Ábyrgar ferðaþjónustu verður þann 7. desember þegar fyrirtækin koma saman og fara yfir árið. Þeim fyrirtækjum sem hafa skrifað undir yfirlýsinguna er fylgt eftir með því að gera athugun á sýnileika markmiðanna og svo í framhaldi hversu vel hefur gengið að innleiða og mæla árangur. Á uppskeruhátíðinni verður sjónum beint að fyrirtækjum sem ráðist hafa í hugvitsamar aðgerðir sem ætlað er að skila auknu virði fyrir samfélagið og fyrirtækið sjálft án þess að það sé á kostnað náttúrunnar. Staldrað verður við og metið hvernig til hefur tekist á þessu ári, auk þess sem kúrsinn er settur fyrir nánustu framtíð. Sjálfbær ferðaþjónusta á Íslandi er mikilsvert markmið sem ekki næst nema fyrirtæki í ferðaþjónustu stigi raunveruleg skref í átt að aukinni ábyrgð sem samtímis eru studd af markmiðum stjórnvaldaÁsta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar