Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2017 08:57 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis að móðir barnsins, sem er brasilísk, skuli sæta farbanni en hún er grunuð um barnsrán. Vísir/gva Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann til 29. desember grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. Þá hafi íslensk fjölskylda barnsins enga vitneskju um hvar það er búsett í Brasilíu, heimalandi móðurinnar, en móðirin fór með barnið þangað í mars síðastliðnum ásamt núverandi sambýlismanni. Var það án samþykkis og vitundar föðurins að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms. Barnið er þar enn en skömmu eftir að þau fóru til Brasilíu sneri móðirin aftur til Íslands til að vinna og er hún skráð til heimilis hér á landi. Í frétt Vísis í gær þar sem rætt var við lögmann konunnar kom bæði fram að samskipti við föður hefðu hvorki verið hindruð né að því væri haldið leyndu hvar barnið sé. Þvert á móti væri íslensk fjölskylda barnsins meðvituð um hvar barnið væri búsett í Brasilíu og að samskipti við barnið færu reglulega fram í gegnum Skype.Fékk að ræða við barnið framan af „Það er rétt að faðirinn fékk að tala við barnið í gegnum Skype framan af eftir að hún brottnumdi barnið á sínum tíma en því lauk þegar að minn umbjóðandi fór í forsjármál gegn konunni. Þá vildi hún ekki leyfa honum að tala áfram við barnið og klippti algjörlega á þau samskipti. [...] Þetta liggur alveg fyrir í málinu að hún hefur ekki leyft honum að tala við barnið eftir að hann höfðaði þetta mál,“ segir Hlynur, lögmaður mannsins, í samtali við Vísi en forsjárdeilan sem nú er í gangi hófst í haust. Fyrir um viku úrskurðaði svo Héraðsdómur Reykjaness að faðirinn skyldi fá bráðabirgðaforsjá barnsins. Þá segir Hlynur jafnframt að íslensk fjölskylda barnsins hafi enga vitneskju eða staðfestingu á því hvar barnið sé búsett í Brasilíu.„Ótrúleg málsástæða“ Forsaga málsins er sú að konan, sem er af erlendu bergi brotin, og barnsfaðir hennar skildu árið 2012. Fór þá í hönd forsjárdeila og að því er fram kom í frétt Vísis í gær þar sem rætt var við lögmann konunnar lauk henni með dómsátt sem laut að sameiginlegri forsjá þeirra yfir barninu. Sáttinni fylgdi að barnið hefði lögheimili hjá föður fyrstu tvö árin en lögheimili hjá konunni þar á eftir. Lögheimili barnsins hefur hins vegar ekki verið flutt til konunnar og telur hún barnsföður sinn hafa brotið þar gegn sér. Konan hefur neitað að koma með barnið aftur til Íslands fyrr en faðirinn flytur lögheimili þess á heimili hennar á höfuðborgarsvæðinu. Um þetta segir Hlynur að það hafi ekki verið skilyrðislaust í dómsáttinn að lögheimilið ætti að flytjast til móður eftir tvö ár. „Og það eru ákveðnar ástæður fyrir því að lögheimilið var ekki flutt á sínum tíma. Svo er það ótrúleg málsástæða í málinu að halda því fram að það réttlæti brottnám barnsins að lögheimili hafi ekki verið flutt. Ef móðir barnsins telur að lögheimilið átti að flytjast til hennar þá hefði hún átt að fara lögboðnar leiðir til að fá því framfylgt en hún gerði það ekki, og það eru kannski ákveðnar ástæður fyrir því að hún gerði það ekki,“ segir Hlynur. Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir hvenær forsjármálinu sem nú er í gangi lýkur. Þá vill Hlynur ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Tengdar fréttir Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45 Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann til 29. desember grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. Þá hafi íslensk fjölskylda barnsins enga vitneskju um hvar það er búsett í Brasilíu, heimalandi móðurinnar, en móðirin fór með barnið þangað í mars síðastliðnum ásamt núverandi sambýlismanni. Var það án samþykkis og vitundar föðurins að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms. Barnið er þar enn en skömmu eftir að þau fóru til Brasilíu sneri móðirin aftur til Íslands til að vinna og er hún skráð til heimilis hér á landi. Í frétt Vísis í gær þar sem rætt var við lögmann konunnar kom bæði fram að samskipti við föður hefðu hvorki verið hindruð né að því væri haldið leyndu hvar barnið sé. Þvert á móti væri íslensk fjölskylda barnsins meðvituð um hvar barnið væri búsett í Brasilíu og að samskipti við barnið færu reglulega fram í gegnum Skype.Fékk að ræða við barnið framan af „Það er rétt að faðirinn fékk að tala við barnið í gegnum Skype framan af eftir að hún brottnumdi barnið á sínum tíma en því lauk þegar að minn umbjóðandi fór í forsjármál gegn konunni. Þá vildi hún ekki leyfa honum að tala áfram við barnið og klippti algjörlega á þau samskipti. [...] Þetta liggur alveg fyrir í málinu að hún hefur ekki leyft honum að tala við barnið eftir að hann höfðaði þetta mál,“ segir Hlynur, lögmaður mannsins, í samtali við Vísi en forsjárdeilan sem nú er í gangi hófst í haust. Fyrir um viku úrskurðaði svo Héraðsdómur Reykjaness að faðirinn skyldi fá bráðabirgðaforsjá barnsins. Þá segir Hlynur jafnframt að íslensk fjölskylda barnsins hafi enga vitneskju eða staðfestingu á því hvar barnið sé búsett í Brasilíu.„Ótrúleg málsástæða“ Forsaga málsins er sú að konan, sem er af erlendu bergi brotin, og barnsfaðir hennar skildu árið 2012. Fór þá í hönd forsjárdeila og að því er fram kom í frétt Vísis í gær þar sem rætt var við lögmann konunnar lauk henni með dómsátt sem laut að sameiginlegri forsjá þeirra yfir barninu. Sáttinni fylgdi að barnið hefði lögheimili hjá föður fyrstu tvö árin en lögheimili hjá konunni þar á eftir. Lögheimili barnsins hefur hins vegar ekki verið flutt til konunnar og telur hún barnsföður sinn hafa brotið þar gegn sér. Konan hefur neitað að koma með barnið aftur til Íslands fyrr en faðirinn flytur lögheimili þess á heimili hennar á höfuðborgarsvæðinu. Um þetta segir Hlynur að það hafi ekki verið skilyrðislaust í dómsáttinn að lögheimilið ætti að flytjast til móður eftir tvö ár. „Og það eru ákveðnar ástæður fyrir því að lögheimilið var ekki flutt á sínum tíma. Svo er það ótrúleg málsástæða í málinu að halda því fram að það réttlæti brottnám barnsins að lögheimili hafi ekki verið flutt. Ef móðir barnsins telur að lögheimilið átti að flytjast til hennar þá hefði hún átt að fara lögboðnar leiðir til að fá því framfylgt en hún gerði það ekki, og það eru kannski ákveðnar ástæður fyrir því að hún gerði það ekki,“ segir Hlynur. Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir hvenær forsjármálinu sem nú er í gangi lýkur. Þá vill Hlynur ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
Tengdar fréttir Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45 Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45
Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54