Vanmátu uppgang WOW air og annarra lággjaldaflugfélaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2017 16:46 KLM er elsta flugfélag heimsins, stofnað árið 1919. Vísir/Getty Forstjóri KLM, elsta starfandi flugfélags heims, segir að stóru flugfélögin í heiminum hafi vanmetið uppgang og áhrif lággjaldaflugfélaga á borð við WOW Air og Air Asia. Hann segir að stóru flugfélögin hafi hunsað þessu flugfélög á allt að því hrokafullan hátt. Peter Elbers tók við sem forstjóri KLM árið 2014 og í viðtali við Business Insider segir hann að lággjaldaflugfélögin hafi náð undaverðum árangri á skömmum tíma, ekki síst í Evrópu. „Mín skoðun er sú að á fyrsta áratug tilvistar þessarra lággjaldaflugfélaga hafi stór flugfélög á borð við okkar vanmetið, hunsað, jafnvel á hrokafullan hátt, ris þessara flugfélaga,“ segir Elbers. Bendir hann á þessi flugfélög hafi gjörbreytt landslagi flugfélaga í Evrópu og tekið stærri bita af kökunni en nokkur hafi getað ímyndað sér. „Við sjáum að markaðshlutdeild lággjaldaflugfélaganna er 42-45 prósent alls flugs í Evrópu, sem er mun stærri hlutur en í Bandaríkjunum,“ segir Elbers. KLM, líkt og önnur flugfélög, hafi því þurft að bregðast við með róttækum hætti. Í tilfelli KLM hafi verið tekin ákvörðun um að verja flugleiðir félagsins í Evrópu. „Við höfum því lækkað kostnað hjá okkur og aukið nýtingu flugflotans. Við erum búin að breyta tilboðum okkar á um 60 prósent af flugleiðum okkar í Evrópu, það eru um 80 áfangastaðir. Við erum komin með þrep þar sem við getum keppt við lággjaldaflugfélögin í verði,“ segir Elbers en viðtalið við hann má lesa hér. Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Forstjóri KLM, elsta starfandi flugfélags heims, segir að stóru flugfélögin í heiminum hafi vanmetið uppgang og áhrif lággjaldaflugfélaga á borð við WOW Air og Air Asia. Hann segir að stóru flugfélögin hafi hunsað þessu flugfélög á allt að því hrokafullan hátt. Peter Elbers tók við sem forstjóri KLM árið 2014 og í viðtali við Business Insider segir hann að lággjaldaflugfélögin hafi náð undaverðum árangri á skömmum tíma, ekki síst í Evrópu. „Mín skoðun er sú að á fyrsta áratug tilvistar þessarra lággjaldaflugfélaga hafi stór flugfélög á borð við okkar vanmetið, hunsað, jafnvel á hrokafullan hátt, ris þessara flugfélaga,“ segir Elbers. Bendir hann á þessi flugfélög hafi gjörbreytt landslagi flugfélaga í Evrópu og tekið stærri bita af kökunni en nokkur hafi getað ímyndað sér. „Við sjáum að markaðshlutdeild lággjaldaflugfélaganna er 42-45 prósent alls flugs í Evrópu, sem er mun stærri hlutur en í Bandaríkjunum,“ segir Elbers. KLM, líkt og önnur flugfélög, hafi því þurft að bregðast við með róttækum hætti. Í tilfelli KLM hafi verið tekin ákvörðun um að verja flugleiðir félagsins í Evrópu. „Við höfum því lækkað kostnað hjá okkur og aukið nýtingu flugflotans. Við erum búin að breyta tilboðum okkar á um 60 prósent af flugleiðum okkar í Evrópu, það eru um 80 áfangastaðir. Við erum komin með þrep þar sem við getum keppt við lággjaldaflugfélögin í verði,“ segir Elbers en viðtalið við hann má lesa hér.
Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira